október 28, 2004

Allt hvítt

Ég vaknaði í morgun og það var allt hvítt af snjó. Sem betur fer var það nú ekki mikið, en nú er veturinn formlega kominn. Annars voru líflegar umræður á blogginu síðast, sem voru mjög skemmtilegar. Núna er maður frekar andlaus og því verð ég að skrifa texta sem fjallar í raun ekki um neitt. Það er ótrúlegt hvað maður getur bullað um ekkert ef maður verður að gera það. En því nenni ég ekki og þarf ekki að gera það. Það er hugsanlegt að ég fari á tónleika með KK í Iðnó í kvöld, en ef ég fer ekki hlusta ég líklega á þá beint á netinu. Gegnum tónlist.is. Go tjekk it át.

október 25, 2004

Mikill hæfileiki

Helgin var mjög fín.

Laugardagurinn var frábær, sunnudagurinn enn betri. sérstaklega þegar Manchester United vann Arsenal 2-0 í einum af stórleikjum vetrarins. Mikil dramatík og spenna. Miklir eftirmálar eins og venjulega. Það var nauðsynlegt að stoppa sigurgöngu Arsenal, eða Arse-Anal :) sem eru kalla sjálfa sig "The Gunners". Þetta lið er augljóslega lið perverta og kynvillinga eins og Gunnar Þorsteinsson í Krossinum kallar homma, og miðað við þá nafngift er fyrirliði verður að kalla fyrirliða Rass-Rass liðsins sem er franskur og svartur, kynvilling. Þessi setning hljómar eins og kynþáttahatur og hómófóbía, en svo er ekki. Við Freyja vöknuðum klukkan 8,10 um morguninn, og gátum ekki sofnað aftur þannig að við ákváðum að fara í Spinning klukkan 9. Það var roslegur tími, mikill hraði og keyrsla. Svo eftir blóð svita og tár og sturtu var farið að skoða stofu skenk í búðinni Inn-X. Hann kostar 39 þúsund, en við fengum hann á 19 þúsund því hann átti að fara á útsölu á næstu dögum og ég þekki sölumanninn aðeins. Addi (og Gerða) úr MS, Skúli og Sveinbjörn og Haukur þekkja þau líka betur en ég. Þau ganga á guðsvegum og trúin heldur þeim gangandi, enda búin að fatta, samþykkja og meðtaka kærleik Jesúm. Sem minnir mig á annað....Ég keyrði framhjá Mormónakirkjunni í Hafnafirðinum þegar ég var búinn að skoða skenkinn, því ég vað að hjálpa Magga rauða að henda drasli í sorpu. Þvottavél, ísskáp og fleira drasli, sem er ekki í frásögur færandi nema það að eini kosturinn við að vera mormóni er að maður verður, og er góður við sitt umhverfi og sinn náunga. Og maður má giftast mörgum konum. Lesið um Jósep Smið (Joseph Smith) í Paradísarheimt Halldórs Kiljan Laxness. Snilldarbók by the way. Og vorum við að ræða um þetta Mormónamál í bílnum og segir Maggi mér þá að það sé búið að banna fjölkvæni innan Mormónakirkjunnar, allavega hér á landi, og þá því augnabliki sá ég að ég myndi ekki snúast til þeirrar trúar. En ég komst að því að kristin trú er ekki svo ólík Mormónatrú, því innan hennar er fjölkvæni líka. Ef maður gengur í klaustur, þetta á við um konur eða nunnur eingöngu. Þá verða þær brúðir Krists. Sem sagt, þær giftast Kristi. En ef maður er munkur? Er þetta ekki þá löggilding á hjónabandi samkynhneygðra? Er ekki ósanngjarnt að bara konur megi giftast, og að Jesú eigi rosalega margar eiginkonur? Eru ekki allir jafn réttháir fyrir guði? Allavega....í annað.....Ég kom heim eftir púlið og við Freyja pöntuðum okkur Flatböku. Svo var hun étin og við slökuðum á í smá stund. Eftir það var farið í útskriftarveislu hjá Helgu Eyju vikonu Freyju. Þar var mikið um að vera, ostar og kex, vín, bjór og stelpur útum allt :) Vorum bara róleg og drukkum lítið. Samt var þessi pizzubið svolítið undarleg því við áttum 35-40 mín í biðtíma og við ákváðum að nota hann í að gera "eitthvað skemmtilegt" sem er ekki frásögur færandi, nema að pizzan kom eftir 20-25 mín, og sjaldan hef ég þakkað eins mikið fyrir að búa á 4 hæð :) því ef maður er truflaður við að gera skemmtilega hluti verður maður að vera snöggur, og í mínu tilfelli hafði ég líka smá tíma vegna allra stiganna :) Annyhoo....vorum svo bara í slökun og fórum svo heim til Helgu Eyju, vinkonu Freyju sem var að klára BS í líffræðinni fyrr um daginn. Þar var mikið af öllu, gleði, konur og vín. Við vorum bara róleg, drukkum tvo bjóra á mann og vorum bara spök.

Sunnudagurinn... Vaknaði og tók til meðan Freyja skrapp í vinnuna. Svo kom hún heim og mamma og pabbi komu í vöfflur og kaffi og sherry. Um leið og þau fóru hófst leikur Manchester United og Arsenal. Man vs Arse. Man vs Arse, hahah það er bara soldið fyndið :) Minnir soldið á Spare Ass Annie söguna eftir William S. Burroughs bítnikk skáldið mikla. Sem er þekktur í dag fyrir ritverk, heróin fíkn, líferni og það að skjóta konuna sína í hausinn og þannig drepa hana. Sagði við hana; "Lets do William Tell" setti epli á hausinn á henni og hitt ekki eplið heldur hausinn á henni. Burroughs þessi var mikill snillingur og þessi saga hans um Annie fjallar um mann sem byrjar að missa tennurnar og þær fara að vaxa í rassgatinu á honum, og rassgatið fer að tala og hann fer á sama tíma að skíta með munninum. Sem sagt alger snilld. Eða með orðum snillingsins og miðað við þann sora og þá snilld sem ég hef skrifað hér í dag og áður á þessa síðu...."Language is a virus". Þegar leikurinn var búinn tók Brasilíu kappaksturinn við í Formúlunni við. Minn maður Montoya vann fyrir BMW Williams. Kimi Raikkoned í öðru og Barrichello í þriðja sæti. Um kvöldið fórum við út í búð og elduðum okkur rosalega góðan kjúkling. Svo vorum við bara að kjafta og fórum snemma að sofa.

Mánudagurinn, fór með pabba að athuga tryggingarmál fyrir nýja bílinn þeirra og minn bíl, og húseigendatryggingar og þannig vesen. Svo keypti ég skenkinn, og fékk hann sendann um klukkan 17.30. Svo erum við Freyja búin að vera rífa úr hillum og tengja græjur og þannig vesen. Hún er bara soldið erfið :) því hún vill ekki breyta neinu. Ég er hinsvegar þannig að ég get breytt einu sinni í mánuði þessvegna :)

"We must find out what words are and how they function. They become images when written down, but images of words repeated in the mind and not of the image of the thing itself." - W.S. Burroughs

október 22, 2004

Búinn að ná mér

Jæja, pirringur gærdagsins er að skána, þó svo ég hafi ekki verið almennt pirraður, þá var soldið gaman að láta allt flakka. Núna er ég ansi mikið eftir mig eftir spinning tíman í morgun. Reyndar var hann ansi hressandi samt. Núna sit ég heima og blogga en er svo farinn út í Skeifu að versla. Sit og hlusta á Rod Stewart og Eric Clapton spila saman. Clapton bara á gítarinn reyndar. Lagið er Blue Moon, gamall slagari, af nýju Rod Stewart plötunni. Stardust, The Great American Songbook III, þar sem hann tekur slagara áranna milli 1910-1960 sirka. Maður er svo mellow að ég verð að drífa mig út annars blandast ég græna veggnum fyrir aftan mig í einhverskonar "mellow-fusion" og hverf að eilífu. Svo náði ég í tvo þætti af frábærri Sci-Fi seríu sem heitir Farscape, og var hætt, en vegna góðrar gagnrýni og þrýstings frá aðdáendum var endurvakin. The Peacekeeper Wars. Googlið það. Hlakka mikið til að horfa á það....blending in....gots to go.....

október 21, 2004

Afdalasamfélag

Síðustu dagar hafa að mestu farið í bílasöluráp með pabba og að laga tölvu fyrir vin hans pabba. Þessi tölva er 4 ára gömul með pentium III og 12 gíga disk. Svaka græja. Hún var með Win 98 stýrikerfi og stútfull af spyware, dailerum og öðru drasli. Setti inn XP, Spybot, Adaware og fleira. Núna er hún mikið betri. Svo fór ég í gær með Kristjáni frænda sem er ellefu ára og í kennaraverkfalli, í keilu, pool og þythokkí. Það var rosalega gaman og hann hafði mjög gaman af því. Svo kom Freyja heim rétt úppúr átta, eftir 12 tíma vinnudag, við borðuðum og fórum svo fljótlega að sofa.

Ég fór í gymmið í morgun klukkan 6,10 og var þrælað út í ansi erfiðum tíma. Gríðarlega hressandi samt. Svo fór ég heim og pabbi kom og við löguðum restina af tölvunni, stilltum outlookið og svoleiðis. Og það komst ég að því að það var engin tilviljun að náunginn sem svaraði símanum í þjónustuverinu, sem á að hjálpa fólki að setja upp netið, hjá Fjöltengi Orkuveitunar. Strákfíflið var dónalegt báða dagana. Maður á ekki að vera önugur og vilja ekki aðstoða fólk gegnum síma í þjónustuveri þegar menn eru FÁVITAR. Ríflektar illa á fyrirtækið, sem er varla á það bætandi eins og staðan er. Þar sem við borgum meira fyrir rafmagnið og vatnið svo hægt sá að byggja ónýtt hús og fjárfesta í risarækjueldi eins og homminn úr skransölu Varnarliðseigna gerir. Þessi skransali sem var bustaður bakvið gamalt herdrasl í Sölu Varnarliðseigna á sínum tíma, við það að halda framhjá eiginkonu sinni með öðrum karli, er enginn annar er frámmámaður þess vinnustarðar, sem reyndar var snilldar verslun, og frammámaður í B deildinni (B deild Sjálfstæðiflokksins, aka Framsókn) Alfreð Þorsteinsson. Sá maður er afadælingur og bjáni, hansfyrirtæki er rekið eins bjánalega og hægt er. Vá mikið er ég grimmur og bitur þessa stundina, þetta er alveg rosalegt. :) Svo fór með þetta að eftir leiðindi og vesen fékk ég að vita nafnið á mail servernum þeirra og þá tók þetta 5 mín að stilla inn. Helvítis íslensk þjónusta. Ekki var allt búið enn, þegar ég kom heim beið mín orðsending frá DHL hraðpóstþjónustinni. Ég hafði nefnilega pantað mér Real Madrid fótboltabúning, stuttbuxur og treyju, merkta 23 Beckham. Flott stuff, kostaði með sendingarkostnaði 65 pund, eða um 8500 krónur. Þegar ég skoða miðann, stendur þar að ég verði að borga 6666 kr. í tollkostnað. 6666 er ekki bara djöfulleg tala plús einn heldur fáránlega há upphæð til að borga af jafn ódýrri vöru og þetta. Næstum tvöfaldar verðið, og ástæðan, jú föt eru með 15% tolli og svo er það aðflutnings gjald og eitthvað annað gjald. Svo er aðal brandarinn, að ofan á toll, sendingarkostnað, vöruna og helvítis aðflutnings gjaldið borga ég virðisaukaskatt. Andskotans helvítis djöfull. Grrr, ahhrrrgg og pirringur. Svo kemur að titli þessa bloggs, þetta með Alfreð var bara útúrdúr og frekar rætið, en sannleikurinn er eitthvað sem verður að segja. Ha? Já....titillinn og ástæða þess að ég kalla hann Afdalasamfélag. Við á þessu skeri sem við köllum V-Ísland af því við erum svo vís? nei megnið af mínum samlöndum eru fávitar, og þeir kjósa þessa menn sem hér ráða yfir sig, og gleypa við öllu sem þeir segja og bjóða okkur upp á. Einokun, pólitíska spillingu, hæsta olíverð í heimi, fría þáttöku í stríð gegn Irak og margt fleira, en það sem mér þykir verst er þessi einangrunarstefna sem allt er að drepa. Hér hugsa menn og konur jafnt sem pólitíkusar, sem þeir hætta að vera mannlegir þegar þeir komast á þing, þá verða þeir heilalausir þrælar og "já" fígúrur þeirra sem ráða. Einskonar "lapdogs". Hér má ekki breyta neinu því það getur skemmt það sem fyrir er, og það borgar sig ekki að ganga í Evrópusambandið til að vera þjóð með öðrum þjóðum, heldur er betra að vera alein útí hafi og LÁTA ÞEGNANA BORGA HELVÍTIS TOLLA af öllu og engu. Oj bjakk. Bara að vera soldið neikvæður. Fuck that shit. Ég hata ykkur öll, nema þá sem lesa þessa síðu.

október 18, 2004

Brjálaður byssumaður.

Helgin var fín. Byrjaði á því að kaupa ammælisgjöf fyrir Andra sem kostaði helling, Stebbi borgaði helminginn. Gáfum honum Snóker kjuða í stað þess að gefa honum dvd mynd, eða síson af Simpsons á dvd. Það var svo flottur kjuði að ég hefði keypt einn handa mér ef það hefðu verið til tveir. Á leiðinni heim fann ég svona handrukkara og undirheimakylfu. Límband sem vafið hafði verið um sjálft sig og búið til úr því lítil en þung kylfa sem er mjúk, en þung. Athyglisvert að komast í návígi við undirheimana á umferðareyju á Suðurlandsbrautinni. Sérstaklega þar sem ég var með snókerkjuðann í tösku og hún var í svörtum plastpoka sem í fljótu bragði leit út eins og ég væri með haglabyssu undir hendinni í poka. Ég þorði ekki inn í verslanir eða neitt, af ótta við að fólk mesaði mig eða hringdi á lögreglu. Ég sé fyrirsögnina svona: "Brjálaður byssumaður reyndist vera með snókerkjuða." Samt er brandarinn með þetta blessaða afmæli sá að ég bauð Andra í fyrra í mitt afmæli og hann gat ekki komið. Hann hringdi í mig með 2 tíma fyrirvara og sagði að hann yrði að bíða eftir pabba sínum, sem var að leið í heimsókn til hans að hjálpa honum að hengja upp gardínur. Eins og það geti ekki beðið, og ekki að það taki langan tíma. Ég myndi ekki sleppa 30 afmæli fyrir það að hengja upp gardínur. Svo í þokkabót gaf hann mér ekkert, en ég gef honum dýra og flotta gjöf. Ég er ennþá hissa og í raun svekktur þó það sé ár síðan. Allavega er gott að vita hvar maður hefur fólk, og stundum er sælla að gefa en þyggja. Ammælið var fínt Mikki var rosalega fullur og sagði okkur frá einhverjum nágranna sínum sem stirppar alltaf fyrir hann. Svaka myndarleg kelling víst, og voru farnar 3 ferðir til að kanna hvort showið væri opið þetta tiltekna föstudagskvöld. En því miður var ekki svo.

Laugardagurinn var fínn lika. Byrjaði á því að vakna og horfa á Manchester United gera jafntefli við Birmingham í frekar slökum leik. Mínir menn í Manchester eru bara ekki að sýna sitt besta. Svo fórum við Freyja í kringluna og keyptum boli handa mér og henni og Asics Nimbus skó handa mér, sem ég er búinn að vera að bíða eftir leeeengi. Loxins fékk ég skóna mína :) Svo var það bara slökun. Pöntuðum pizzu og horfðum á Joey, Star Trek Enterpise, tvo þætti af hvoru, og myndina First Daughter sem var slæm. Og svo man ég ekki meira, kynlíf og leti bara held ég.

Sunnudagurinn var líka ágætur. Freyja og ég fórum í Kolaportið og keyptum harðfisk og flatkökur og rúgbrauð. Svo komum við heim og ég fór með Bjarna bróðir í pool. Ég vann 4-3. Enda átti ég harma að hefna síðan hann vann mig í golfinu í sumar. Og vegna veðurs og annarra aðstæðna náði ég ekki að spila við hann aftur til að hefna mín. Bjarni kíkti upp og fékk lánaðar myndir hjá mér. Svo fórum við Freyja á Grandrokk klukkan 20.00 þar sem sýndar voru 4 heimildamyndir um blues. Bæði tónleikar og alvöru heimildamyndir. Ein eftir leikstjóran Wim Wenders sem fjallaði um æfi 3 blúsara. Bæði var notast við leikin atriði og alvöru myndir. Svo sáum við tónleika frá The American Folk Blues Music Festival 1963-1966 í Þýskalandi. Rosalega flott efni. Eini gallinn var sá að allir og ég meina allir sem voru þarna inni fyrir utan mig og Freyju keðjureyktu. Það var alveg ótrúlegt að horfa á. Svo núna í dag setti ég fötin út á snúru og viðraði þau, en var að taka þau inn núna vegna þess að það er svo hvasst, og kalt...skítaveður.

október 14, 2004

Dópsalalistinn frægi og fleira

Stórmerkilegt atvik gerðist nú fyrir nokkrum dögum. Maður í Breiðholtinu birti lista yfir menn sem eru þekktir dópasalar. Málið á sér aðdraganda og um það var fjallað í DV. Kíkið hér og skoðið þetta athyglisverða framtak. Bæði það sem skrifað er og kommentin, stórmerkilegt. Maður þessi sýnir mikið hugrekki og er löngu tímabært að gera svona lagað. Verður spennandi að fylgjast með þessu þegar fram líða stundir. Annars er ég búinn að vera að pæla í þessi með snóker kjuðann, hann er ekki til að ná í stig, maður verður ekki mikið betri við það eitt að vera með eigin kjuða, en staðreyndin er sú að maður verður mikið stabílli. Ég fór í gær og prufaði nokkra kjuða á Billiard Barnum og það var verulega áberandi hvað mikill munur er á þeim og hversu beint maður nær að skjóta. Ef maður á eigin kjuða lærir maður að þekkja hann og stilla leðrið sem krítað er eins og maður vill jafa það. Svo náttúrulega er það sem mestu máli skiptir, það er að vara svalur í hvívetna. Nú þegar ég er hættur að ganga í æfingabuxum, kominn í svalari föt eins og svartar jakkafatabuxur og gallabuxur, leðurjakka og sólgleraugu, þá verð ég að vera með litla tösku sem inniheldur snókerkjuða. Það segir sig bara sjálft. Og líka er það algert bóhem að eiga eigin kjuða. Svo er ég ennþá í sjokki að þú Skúli sért ekki ennþá komin með eigin bowling kúlu, og að Haukur sé með snóker borð heima hjá sér. Ég verð að beita öllum brögðum til að vinna ykkur um jólin. Maður verður allavega að reyna....

október 12, 2004

Kominn aftur, aftur og aftur

Þá er maður kominn í bloggið aftur. Hellingur búinn að gerast, ég fékk ekki vinnuna hjá Vísa, ennþá, en það getur gerst síðar þegar þeir eru búnir að koma sínum málum á hreint varðandi starfið. Svo er ég hugsa um að kaupa mér snóker kjuða. Ég átti einn fyrir ansi mörgum árum síðan, en seldi hann og hef alltaf séð eftir því. En ef ég fæ ekki vinnu, þá get ég notað eitthvða af þeim tíma sem maður er ekki að leita að vinnu í að spila snóker ódýrt. Það kostar bara 200 kall og maður getur spilað eins lengi og mann langar ef maður er einn. Þá vaknar spurningin um hvort að ég verði ekki raunverulegur bóhem ef ég leita mér að vinnu af og til, fer á kaffihús, spái í umhverfið, ræði pólitík, og hangi á billiard stofunna þess á milli. Ég þarf að fá mér alpahúfu við blá frakkann minn. Er það ekki?

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.