ágúst 07, 2005

Eftir party skrif

Núna klukkan átta í kvöld var ég búinn með einn bjór. Von var á gestum, nágrönnum okkar og einhverjum fleirum sem hugsanlega áttu leið hjá. Silla er fyrirgefið því hann er hugsanelga uppi á fæðingadeild núna. Ef ekki þá er hann samt afsakður. Þeir sem mættu voru Ida og Daði og Gunnar nágrannar. Ég náði ekki í hina nágrannana. Svo mætti Helga vinkona okkar líka. Setið var og kjaftað og drukkið bjór og likjörar í gríð og erg. Maður verðu að viðurkenna að það er smá áfengis áhrif sem reka mig áfram í þessum skrifum. Annyhooo þetta var rosalega gaman og afslappandi að gera svona heldur en að gera eitthvað annað sem maður er vanur að gera. Leiter dúds og dúdettur.

ágúst 04, 2005

Það er að bresta á....

Reynum aftur... ég hef rosalega gaman af því að blogga og stefni að því að gera það áfram. Ég er ekki viss um að nenni að skrifa um bransann eins og ég lofaði, allavega ekki strax. Ég verða ð tala við Tynesinn fyrst. Stórmerkilegur maður og skemmtilegur með eindæmum. Við félagarnir. Gunnar, Skúli og Haukur hittum hann á Celtic Cross hér um daginn. Því miður missti Sveinbjörn af honum en myndir eru til og verða sendar eftir pöntunum á þá sem vilja. Jafnvel settar á netið ef ég er í stuði.

Annars er það að frétta af mér að ég og Freyja skruppum til Englands þar sem við skoðuðum skóla í Leeds og Leicester. Eftir þá skoðun tókum við ákvörðun um að fara í nám í Leeds University. Borgin er stærri og skólinn og allt sem að honum snýr er pottþétt. Mjög vel var tekið á móti okkur og allt stóðst sem talað var um. Leicester gekk ver að svara e-mail og því var þetta ekki eins smooth. Aðstaðan í Leeds fannst mér betri. Styttra milli staða og þannig.

Annars er að fara í hönd stresstímabil mikið. Við Freyja verðum að gera svo mikið. Taka til í geymslunni svo við getum fyllt hana af dóti úr búðinni. Segja upp símanum, netinu. Redda öllu í sambandi við Lín og svo framvegis. Það fer allt í gang. Stefnan er sett á að nota helgina í að gramsa í geymslunni og búa til pláss þar.

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.