maí 18, 2005

Return of the Sith

Ég sá Star Wars Episode III. Return of the Sith í gær. Rosaleg mynd og mikil upplifun að sjá Star Wars lokakaflann. Darth Vader er bara hatur og hann er vondur. Keisarinn er lika vondur og Yoda er "the man". Annars var ætla ég að skrifa ferðasögu með myndum úr ferðinni okkar Freyju. Og ég bætti mig svo mikið í golfinu að ég var bara hissa. Freyja setti niður skot af 40 metra færi og fór stutta braut á tveimur höggum. Haukur kom í heimsókn og golfaðist með okkur í frábæru veðri. 18 stiga hiti og sól. Blogga meira síðar... verð að halda áfram að vinna.

maí 12, 2005

Allt brjálað...

Það er búið að vera mikið að gera undanfarna daga og þess vegna hef ég ekki bloggað neitt. Þegar ég er ekki að vinna er ég búinn að vera vinna á fullu í umsóknarmálum fyrir skóla. Það er tímafrekt dæmi. Við kláruðum í gær þetta mesta og erum 95% búin, þannig að við megum fara í golf núna, eftir sjálfsskipað straff vegna skólamála. Við Freyja erum að fara í sumarbústað um helgina. Hvítasunnuhelgin er degi lengri en venjuleg þannig að við höfum 3 nætur í stað tveggja. Stefnum á að spila golf, skoða okkur um og grilla og fara í heitan pott og sund og bara allt sem við getum mögulega gert í smá fríi.

Ég er kominn með miða á Star Wars Episode III. Revenge of the Sith. Arnoddur fór í röð og keypti miða fyrir mig og Freyju. Forsýningin verðun án texta, án helvítis hlés sem er snilld og sándsystemið notað vel. Nýuppgerður salur Laugarásbíós sér um það. Svo er það stærsta tjald landsins þannig að það stefnir í algera geggjun. Plús það að allir mestu nördarnir mæta...liklega menn í búningum og allt.

Annars er það að frétta úr þjóðlífinu hér að þingmaður flokks Frjálslyndra, Gunnar Örn Örlygsson sem er einn af fjórum þingmönnum Frjálslyndra yfirgefur flokkinn og gengur í Sjálfstæðisflokkinn. Svik við kjósendur og allt það. Hér er grein frá DV. Underlegt er að Mogginn er ekkert að hampa þessari frétt. Enda svik við kjósendur þar daglegt brauð. Gunnar sat inni fyrir skattsvik og skjalafals minnir mig, og er nokkuð ljóst að hann er ennþá sami skíthællinn og hann var. Hann ætti að hafa dísensí að segja af sér þingmennsku þangað til næstu kosninga. Eins og maður segir, eitt sinn skíthæll ávallt skíthæll.

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.