október 31, 2005

Skype

Hi allir. Getid thid vinsamlega sent mer skype addressuna ykkar svo eg geti sett thad inn i mitt skype. Og ef einhver sem er med gomlu Skype addressuna mina, vinsamlega sendid mer hana....mailid mer a thessa addressu. loopman@gmail.com

október 25, 2005

Rigning

Þessi dagur er búinn að vera rigning og aftur rigning. Rigning...núna hellirignir meira. Annars fékk ég study grúbbuna mína til að þykjast vinna í dag. Las bara The Times meðan þær sátu og allt í einu byrjaði ein að tala um fyrirlesturinn. Þær vissu litið, nema ein sem hafði hlustað á mig og náð í greinar á netinu. Hún er japnönsk sú. Þá tók ég stjórnina mjög pent ef svo má segja og stakk upp á að gera þetta svona eða hinsegin og þær gerðu það. Beisikly stýrði þessu á fínlegan hátt og svo þegar við vorum komin með beinagrind að "Case Study on The War on Iraq; How the war was sold to the American public". Með tilliti til propaganda og fixed agenda... þá þakkaði ég þeim fyrir góða vinnu. Þó svo ég hafi gert það mest sjálfur :) Hópurinn virðist aðeins vera að koma til, ein sagði ekkert og önnur lítið, það var aðallega ég og svo tvær aðrar sem gerðum þetta.

Djöfull rignir..... Allavega vorkenni ég sendilnum sem sem er að koma með Pakistanska matinn sem við vorum að panta okkur.

október 23, 2005

Helgin

Helgin hingað til er búin að vera athyglisverð. Á fimmtudaginn fórum við í mat til prófessors í enskudeildinni sem heitir Rory McTurk. Hann kennir og talar íslensku hér við skólann í Leeds. Við hittum þar fyrir þrjár íslenskar stelpur sem eru í námi hérna, en eru Erasmus skiptinemar eða á Erasmus styrk. Er ekki klár á því hvernig það virkar. Rory og Posy konan hans eru rosalega fín, gáfu okkur góðan mat og svo helling af víni. Maður sat fyrir framan arineld og drakk whiskey og spjallaði á ekta ensku heimili og það var bara æðislegt. Eini gallinn var að ég var smá slappur með kvefpest. En ég er mikið skárri núna heldur en í gær og fyrradag.

Núna er klukkan tvö eftir miðnætti á laugardegi, eða mjööög snemma á sunndagsmorgni. Föstudagurinn var bara verkjatöflur og vicks til að drepa slappleika og stíflað nef. En um kvöldið hitt ég nokkra íslendinga sem komu til að sjá leik með Leeds. Official aðdáendaklúbbur Leeds United á íslandi. Heimasíðan er Leeds.is. Meðal þeirra sem ég hitti var Jón sem spilaði með Iceland United á sínum tíma og er eins og ég stuðningsmaður Víkins í Fossvoginum. Við fengum okkur bjór á Holiday Inn hótelinu og hann kostaði 2,8 pund sem er algert rán. Ég ætlaði að völlinn með þeim, en hélt að leikurinn væri á laugardeginum, en ekki á fostudagskvöldinu. Það var líkelga uppselt því þetta var sjónvarpsleikurinn á Sky sports og á Sýn líka. Toppslagur í 1. deildinni. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Hópurinn fór svo til Manchester á leik Man Udt og Tottenham og þeir borguðu um 15.000 krónur fyrir miðann, sem er alger klikkun. Miði á leik þar kostar ekki nema 45 pund max. En maður verður að kaupa með fyrirvara. Kannski hafa þeir verið rippaðir off af Flugleiðum og einhverri ólöglegri ticket agency hér. Ég veðja á Flugleiði, því þeir hafa eitt hlutverk, og það er að taka almenning í óæðri endann.

Laugardagurinn var einn mesti letidagur EVER. Við vöknuðum og átum afgang frá í gær. Svo horfðum við á sjónvarpið sem við sofnuðum yfir í næstum 3 tíma. Svo fórum við og þvoðum nokkrar vikur af þvotti uppi í þvottahúsi. Helvítis arabarnir eru frekjur, þeir troðast og ryðjast eins og ég veit ekki hvað. Núna þekki ég reglurnar í þvottahúsinu og þeir gera þetta ekki aftur. Svo komum við heim með allt draslið, og sofnuðum aftur yfir sjónvarpinu eftir að hafa borðað smá pasta og horft á The X-Factor sem er alger snilld. Mikið betra en Idol þó svipað C.

Klukkan 20 áttum við að hitta Farooq en hann komst ekki vegna vinnu sem hann var kallaður í allt í einu. Farook er enskur Pakistani sem ég kynntist gegnum fótboltann heima. Hann spilaði með okkur í Áreitni FC í nokkur ár, og býr núna í Bradford sem er ekki nema 20 mín. í lest frá mér. Við rifum okkur upp og skruppum í bæinn og hittum Risham sem er með mér í tímum og hún er Pakistani sem er með eina MA gráðu fyrir og er að ná sér í aðra núna. Við fórum á stað sem aðallega Indverjar og Pakistanir sækja og drukkum kaffi, súkkulaði og pepsi ásamt því að reykja Sheesha. Við Freyja reyktum ekki mikið en prufðum þó. Þetta er ekkert ólöglegt, heldur er þetta smá tóbak, en aðallega kol sem hita, og svo er tóbak þar fyrir neðan og reykurinn er filteraður gegnum ávexti eins og ber, epli, sítrónur og fleira til að fá lykt og vatn. Þetta eru svona arabískar vatnspípur. Risham og vinir hennar reyktu þetta eins og ég veit ekki hvað og það þótti flottast á fá sem mestar reyk. Fólk tekur þetta ekki ofan í sig eins og sígarettur, heldur púar bara. Svakalega sæt lykt af þessum reyktu ávöxtum. Og ekkert nema Indverjar og Pakistanir þarna inni, en alveg rosalega gaman. Allir edrú og krakkar þarna inni og allt. Meiriháttar upplifun. Þetta er ekki holt fyrir mann eins og greinin sem ég linka í hér fyrir ofan (smellið á sheesha). Lyktin er rosalega góð. Þeir sögðu þetta væri ekki nærri því eins hættulegt eins og sígarettur. Arab news segir samt annað. Allavega var þetta skemmtilegt kvöld.

október 18, 2005

Undarleg moment

Erum komin með netið heim, og hlutirnir farnir að komast í fastar skorður. Mamma og pabbi voru hér frá fimmtudegi fram á sunnudag. Það erfiðasta hingað til í sambandi við allt hér var að segja bless við þau... Soldið fyndin tilfinning að vita að þau væru á leiðinni, en nuna er enginn á leiðinni. Annars ef þú ert í svaka stuði þá er Iceland Express held ég að fara að fljúga til Manchester á næsta ári. Það er bara stutt frá Leeds.

Eg er í study group, sem á að flytja tvo fyrirlestra. Það er bara stelpur með mér í groupunni. Ungar, 22 til 24 ára. Ein frá afríku sem hefur ekkert mætt, ein japönsk, þær báðar hafa smá sens um hvað hlutirnir eru. Hinar þrjar eru kínverskar. Þær vita ekki hvað CNN er. Eða BBC news. Vel menntaðar ef svo má kalla, því þeirra undergrad gráða er í blaðamennsku. En eins og við vitum þá er kína mjjjööööög framarlega í frjálsri fjölmiðlun. Grubban er jafn dysfunctional og The Osborne family.

Ég var hræddur um að eg hefði gert eitthvað rangt um daginn, þegar ég spurði þær hvort Falung Gong hefði eitthvað outlet, það er TV show eða blað sem þeir gætu komið sínum málum á framfæri....og þær frusu allar. Við sátum við hringborð inni á svona group study herbergi inni á bókasafni, um leið og ég lauk spurningunni þá snéru þær hausnum beint fram og störðu ofan í borðið.

Þessi japanska rauf þögnina með því að spurja um næstum spruningu á listanum okkar. Þetta var svona eins og þegar aðal útlaginn í westrinu labbar inn á salooninn og sheriffinn þorir ekki að gera neitt og horfir ofan í whiskey glasið sitt, og tónlistin þagnar og allir stara. Hann gengur inn í salinn og eftir smá stund byrjar píanóið og allir fara að skvaldra. Súrt augnablik.

Annars lenti ég í öðru mómenti í gær. Ég var að ganga frá student union byggingunni yfir í Houldsworth bygginguna sem ég er alltaf í þegar ég stytti mér leið yfir smá húsasund og þaðan yfir í stóran garð á svæðinu þegar lítill grábrúnn íkorni stendur allt í einu í um 1,5 metra fjarlægð frá mér. Við störðum hver á annann og pírðum augun. Tónlistin úr Good Bad and the Ugly hringlaði í hausnum á mér og ég fattaði að ég var ekki með byssu þegar höndin leitaði niður með síðunni. Svo snappaði ég út úr þessu og steig skref aftur á bak og íkorninn rölti ofursvalur af stað aftur á leið sinni niður í Student union. Líklega hefur hann verið á leið í tíma eins og ég.

Annars fyrst maður er að lenda í svona atvikum... Erfitt að segja bless við mömmu og pabba og mér leið eins og Snorra litla aftur. Meira að segja Freyja átti lika erfitt með sig. Súrir kínverjar og íkornar útum allt, þá get ég huggað mig við tvennt. Ég er að fara á tónleika með Starsailor uppi í Leeds Uni. sem gerðu meðal annars lagið Four to the Floor. Og svo núna rétt í þessu var ég að bóka tónleikamiða á band sem heitir. The Pogues. 17. des. í Manchester Arena.

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.