desember 02, 2004

Bilað blogg

Ég gat ekki bloggað í gær því ég komst ekki inn á svæðið mitt á blogger.com. Best að blogga smá núna og svo meira á morgun vonandi. Ég hef ekki gert mikið því ég fékk hálsbólgu og eitthvað þannig rugl, hausverk og nefstíflu. Svaka stuð. Þannig að ég er ekki í gríðarlegu stuði til að rita eitthvað sniðugt. Langar samt að þakka Skúla fyrir commentið, þar sem hann fer á kostum rétt eins og ég í síðasta bloggi í "ritsmíðum". Maður má ekki hrósa sjálfum sér, en hér á þessu bloggi ræð ég. Ég get hent út kommentum og gert hvað sem er, so fuck you if you dont like it. Ástæða þess að ég er svona orðljótur er að ég var að horfa á True Hollywood History, sem fjallaði um Courtney Love ekkju Kurt Cobain úr Nirvana. Og hún er orðljót með eindæmum. Þannig að það er ekki við mig að sakast, heldur sjónvarpið. Ég er bara fórnarlamb aðstæðna og sjónvarpsins. En eins og allir vita, verður fólk klikkað af því að horfa á sjónvarp. Menn fá ferkönntuð augu og allt. En það versta er að allt sem maður sér í sjónvarpinu gerir mann morðóðann og kolklikkaðann. Mig langar að drepa......drepa...en hvern langar mig að drepa? Þetta er soldið sikk þegar mann langar að drepa einhvern en veit ekki hvern. En svona er ísland í dag.... kræst þetta var innantómt.

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.