apríl 29, 2005

Allt rólegt

Voðalega lítið að gerast. Ég er að æfa mig aðeins í Photoshop, við að búa til signature myndir og abstract art. Afrasksturinn verður settur hingað inn þegar ég er búinn að gera nokkrar myndir. Þetta er afskaplega rólegt eitthvað. Ekkert að gerast í heimsmálum og innalands. Einhverjir handrukkarar á Akureyri með læti.

Annars er það merkilegasta að forsætisráðherra okkar Halldór Ásgrímsson æfir alltaf á morgnana með okkur Freyju í Hreyfingu. Hann er farinn að heilsa mér alltaf núna, og hann er að komast í gott form. Hann hefur grennst mikið síðan í fyrra og lítur mikið betur út. Ég skrapp í gufu eftir tíma í morgun eins og ég geri oft og þegar ég er sestur inn og búið að segja mentol lykt á gufuelementið, kemur Mr. Ásgrímsson inn og byrjar að segja okkur frá nýja leikritinu sem hann fór á í fyrradag og heitir Dínamít og er það sýnt í Þjóðleikhúsinu. Leikritið fjallar um Friedrich Nietzsche og æfi hans. Við Freyja ætlum á þetta leikrit því Jesus Christ Superstar var lagt af þegar nýr þjóðleikhússtjóri tók við. Þess ber að gæta að Tinna Gunnlaugsdóttir var skipuð pólitískt og aðrir umsækjendur fengu ekki náð fyrir augum ráðenda. Eða eins og staðan var, þá voru þeirra umsóknir ekki opnaðar einusinni. Og Ásgrímsson er Framsóknarmaður eins og Tinna. Það er því hugsanlegt að þetta sé dulin auglýsing. Það var reyndar gaman að sja ráðherrann þarna því hann var brosandi og lá vel á honum. Oft er hann mjög þungur og jafnvel fúllyndur að sjá. Þarna var hann snar í hreyfingum og brosti og var bara ákafur og þetta leikrit. Við sem þarna vorum ræddum leikhús, Shakespeare (vonandi er þetta rétt skrifað), samband Hitlers, Nietzsche, og Evrópusambandsins. Enda sagði Friedrich Nietzsche að hann væri fyrst og fremst Evrópubúi en ekki þjóðverji. Og ákafi Mr. Ásgrimssonar í sambandi við þetta túlka ég líka sem duldan vilja (hann vill gera þetta, en er ekki til í að segja það opinberlega) hans til að ganga í Evrópusambandið.

apríl 26, 2005

Ýmislegt

Við fórum í innflutningsparty hjá Hauki á laugardag, eða réttarasagt bara ég, því Freyja var eitthvað slöpp og var eftir heima. Ég og Silli mættum þangað, hittum Valberg og Ella skrítna og fleira fólk. Þetta var ekki djamm hjá okkur, bara rólegheit með gosi og saltstöngum.

En það sem plagaði okkur báða var fótboltaæfinginn frá deginum áður. Rúmlega tveir tímar af non stop bolta á stórum velli. Og harðsperrurnar eftir því. Ég er í fínu formi, en hef ekki verið að gera þessar ákveðnu hreyfingar í tvö ár, og því reyndi þetta á vöðva og staði sem voru ekki alveg í eins góðu formi og aðrir. Ofan á það var nátturulega bara álagið. Spinning um morguninn og svo rosaleg æfing um kvöldið.

Sunnudagurinn var verri því bæði hjá mér og Silla, við gengum eins og gamlir kallar. Erfitt að standa upp og þannig. Við hittum Silla og Tinu líka á sunnudeginum, horfðum á Formúlu 1 saman, þar sem svakalegur endapsprettur milli Schumacher og Alonso var einn mest spennandi sem ég hef séð lengi, og honum lauk með sigri Alonso á Renault bíl. Tina bakaði múffins og svo förum við saman á American Style í Kópavogi. Tina fékk sér nautasteik sem hún sendi 3 sinnum til baka því hún var blóðug. Hún er ólétt og vill fá well done. Þvílikir sveppir sem eru að vinna þarna. Svo fékk ég bogara í staðinn fyrir samloku. Silli fékk sósuna mína. Og þegar hann fór aftur með borgararnn fékk ég ekki sósuna mína sem hann hafði tekið með borgaranum til baka. Ég veit ekki á hvaða lyfjum þetta starfsfólk var. Ég er ennþá með verki í lærum eftir þennan fótbolta, þó svo ég hafi farið í gymmið í morgun. En ég er að skána :)

apríl 22, 2005

Download vikunnar.

Nýtt komið í download vikunnar á heimasíðunni minni.. Tjekk it át....

Ný grein á Huga

Umhverfisráðherra og lýðræði.

Eftir að hafa horft á fréttir Stöðvar 2 í gær þar sem talað var við umhverfisráðherra, Sigríði Önnu Þórðardóttur. Ég veit að stjórnmálamenn nota lygar og búa til einhvern veruleika sem þeir halda fram að sé réttur til að blekkja almenning og fjölmiðla í þeim tilgangi að ná fram sínum pólitísku markmiðum. Umrætt viðtal snérist um Diesel olíu. Olían átti að vera ódýrari en bensínið þegar stóð til að breyta kerfinu í sambandi við þungaskatt og það sem snýr almennt að diesel olíu viðkiptum. En þegar allt kom til alls er olían dýrari en bensínið. Fréttamaður stöðvar tvö spurði ráðherra réttilega hvort hefði ekki verið tækifæri að hafa olíuna ódyrari, því diesel mengar minna og bílarnir eyða minna. Það er því hvatning að kaupa sér þannig bíl. Það sem ég er svo gáttaður á hvernig ráðherrann segir að þessi hækkun sé til góðs og sé hvatning fyrir fólk. Smellið hér til að horfa á klippuna.

Mér finnst ótrúlegt að horfa uppá ráðamenn fara með svona rökleysu og mjög svo undarlega tilraun til að opinbera mikið áræði að ljúga að kjósendum og landsmönnum í fréttum og virkilega halda að fólk sé þessu alveg sammála. Kannski virkar þetta vel því hún veit að flestir Íslendingar gleyma öllu sem stjórnmálamenn segja og gera hvort sem er. Og þegar ráðherrar og aðrir pólitíkusar eru farnir að ganga út frá því að við gleymum og getum hvort ekki gert neitt í málinu, þá er það bara í lagi að segja þetta svona beint út. Þetta kemur beint inn á merkingu lýðræðishugtaksins, sem hér á Íslandi er verulega brenglað merkingarlega. Í stuttu máli, fólk hefur ákveðið vald til að segja til um hverjir stjórna og hvernig þeir gera það. En í raun er það ekki hér á landi. Hér er svokallað fulltrúalýðræði, sem líka er afbökun á því orði, því hér höfum við ekki neitt að segja um hverjir eru kosnir eða hvernig. Almenningi er talið trú um að prófkjör (sem eru svo til aldrei bindandi, þó svo það sé auglýst) og kosningar séu leið okkar til áhrifa. Sú staðreynd að atkvæðavægi er ekki jafnt milli landsmanna og að við verðum að kjósa ákveðna lista en ekki einstaklinga gera þetta að algerum skrípaleik. Það sem er þó verst við þetta eru blessuð loforðin. Tek sem dæmi muninn á Bandaríkjunum og Íslandi. Ef flokkur lofar einhverju, til dæmis að lækka skatta og draga úr peningum til hersins og bæta menntakerfið, þá er það gert. Það er, menn fá það sem þeir kjósa. Og ef fólk er ekki sátt, þá falla menn og flokkar í næstu kosningum. Hér eru loforð sem ekki er staðið við og við fáum ekki séns á að fella þá sem standa sig illa. Það er hugsanlega vegna þessa "lýðræðisgalla" sem umhverfisráðherra lætur svona bull útúr sér. Hún veit að hún kemst upp með að misbjóða fólki, og hún veit lika að hún þarf ekki að segja af sér frekar en aðrir sem það ættu að gera. Og það er alltaf hægt að ljúga meira að almenningi og sérstaklega fjölmiðlum sem gleypa við öllu hráu.

Þetta var greinin og hér er linkur á huga... það eru komin nokkur svör.

Íshokki.

Við Freyja förum á miðvikudaginn var á Íshokkíleik í Skautahöllinni í Laugardal. Það var Skautafélag Reykjavíkur eða SR á móti Skautafélagi Akureyrar eða SA. Sem sagt SR -SA. Freyja hélt með Akureyringum nátturulega, en ég með Reykjavíkurliðinu. SR vann 9-6 í góðum leik. Það kom mér á óvart hversu gaman er að sjá íshokkí leik. Núna er það markmið mitt á fá fleiri vini mína með. Mikill hraði og talsvert óþarfa ofbeldi. Samt drengilega leikið. Reglurnar einfaldar líka....þannig að maður nær þessu strax. Það brotnaði bara ein kylfa í öllum leiknum :) Þetta var mega fjör. Mæli með þessu fyrir alla sem geta komist.

Svo hitti ég Sævar úr Huldulandinu, eld gamall vinur minn síðan við vorum 3 ára eða svo. Hann er frægur fyrir að hafa verið annar tveggja skipverja sem voru fastir í risastórum viðgerðar pramma í nokkra daga á leið frá Evrópu til Íslands. Alvöru sjóara hetja þar á ferð, svo var hann háseti í Landhelgisgæslunni einusinni. Frábært að hitta hann aftur.

Svo daginn eftir... það er í gær...þá fórum við í Spinning í Hreyfingu. Sem var ekki í frásögur færandi, nema fyrir það að tíminn átti að vera 45 min, en varð 65 mín. Því það var DJ sem sá um tónlistina og mikið fjör í Hreyfingu. Svo fór ég aftur í spinning í morgun. Og hugsanlega fótboltaæfing í kvöld líka.... það er ekki í lagi.

Eins fór ég og fékk mér skó í Intersport því þeir voru með tilboð. Asics Nimbus skórnir sem ég þarf kostuðu bara 13,000 í stað 16,000 eins og venjulega. Svo skoðuðum við golfpúttera, því ég þarf nýjann. Svo er innflutningsparty hjá Hauki og Zaveh á morgun Laugardag. Þangað förum við Freyja.

apríl 19, 2005

Meira um slagsmálin

Well.. það var athyglisvert að fara í gymmið í morgun. Í gufunni voru menn að tala um einhverja heimasíðu þar sem ofbeldismenn og rugludallar eru að gorta sig af því að berja fólk niðri í bæ. http://fazmo.tk/ er síðan og þarf að lesa bæði bloggið og kommentin. Miðað við hvað ég sá...þá eru þetta algerir bjánar. Þetta er kókaín, stera, mikilmennskubrjáliðs, ofbeldis aumingja pakk. En af mér að frétta... ég þyngdil lóðin í tímanum í morgun og er þar af leiðandi frekar aumur og andlaus. En ég setti nýjan banner á heimasíðuna mína og er að fara að setja inn nýtt download vikunar.

apríl 18, 2005

Smá djamm um helgina

Við Haukur og Gissi fórum á smá djamm um helgina, nánar tiltekið á föstudagskvöldið. Við byrjuðum heima hjá Gissa þar sem við drukkum bjór og kjöftuðum áður en við röltum í bæinn og komum við á Ölstofunni. Eftir 5 mínútna viðveru þar fórum við á Nelly´s þar sem við fengum okkur bjór og Gissi tók Hauk í kennslustund í sjálfsvörn og árasartaktík. Þar voru fullir Íslendingar og ein stelpan var eins og breimandi köttur, nuddandi rassinum upp við alla karlmenn sem hún sá. Það var bæði fyndið og sorglegt að sjá. Svo var önnur sem reyndi við allt, bæði Gissa og Hauk, og um um tíma voru þau ákveðin að gifta sig strax, og þar sem ég sagðist einmitt vera prestur við það tilefni var ákveðið að ég gifti þau þegar við færum út. En það gekk ekki eftir því hún sá aðra karlmenn sem hún reyndi við, bæði Hákon vin Hauks og einhverja fleiri inni á Hressó þegar við komum þangað inn. Ef einhver veit hvar ég finn svona prestskyrt með hvítum kraga... endilga látið mig vita. Það gæti verið partýtrikk hið besta að eiga svoleiðis. Ég kom heim um klukkan fimm un nóttina. Þegar ég var að segja bless við Hauk og Gissa fyrir framan Pravda (gamla Astró)kom einn náungi fljúgandi út, í bókstaflegri merkingu, og lenti á bakinu á götunni. Svo stóð hann upp og var aftur barinn af tveim stera/kókaín fávitum sem hlupu burtu og dyraverðirnir gerðu ekkert. Það var óhuggulegt að sjá þetta því þetta var svo snöggt. Ef ég eða einhver hefði lent í þessum náungum hefði maður í raun ekki geta gert neitt til að verja sig. Gissi hafði sagt okkur Hauki fyrr um kvöldið að það væri um það bil 3 slagsmál á þessum stað á hverju kvöldi, og það virðist vera rétt. Leigubílsstjórinn sagði mér á leiðinni heim að það væri mikið um handrukkara og þannig pakk sem sækir þennan stað, og maður verður að velja vel þá staði sem maður sækir til að forðast þetta pakk.

Laugardagurinn leið með húsfundi í hádeginu þar sem gamli klikkaði kallinn í húsinu, Ragnar heitir hann, mætti ekki, þó svo hann hafi bæði verið boðaður eins og aðrir og líka með símskeyti. En maðurinn er bjáni og við því er ekkert að gera.

Sunnudagurinn leið lika með tveim fótlboltaleikjum í sjónvarpinu, og svo algeru þunglyndi yfir örlögum heimsins þegar við Freyja ætluðum að hafa létt sunnudags video gláp um kvöldið. Myndin sem fyrir valinu var er heimildamynd sem heitir The End of Suburbia. Hún er um endalok heimsins svo til, þegar olían er að klárast. Við getum víst ekkert gert og önnur eldsneyti eru vonlaus. Okkur leið báðum illa eftir að hafa horft á þetta. Þunglyndi, vonleysi og svört framtíðarsýn. Ég hefði betur valið aðra mynd til að horfa á. Myndin sem dregin er upp af nánustu framtíð er ansi svört. Olían minnkar, verð á henni hækkar mikið, fjármálamarkaðir hrynja og við endum í krónískri kreppu og verðum að rækta okkar mat sjálf útí garði. Svo taka apar líklega völdin og ég öskra "Damn you, damn you all to hell" þegar ég sé styttuna af Ingólfi Arnarssyni standa uppúr kartöfluökrunum á Lækjartorgi og nágreinni eftir um 40 ár. Væntalega klæði ég mig í vaðmálsbuxur og vaðmálsskyrtu sem kosta mig eina góða mjólkurkyr. Andskotinn hafi það. Hey...sniðugt, þegar ég var að finna linka á síðuna klikkaði ég á eina mynd á nellýs síðunni og fann stelpuna (þessi hægra megin) sem ætlaði að giftast Hauki...held ég alveg örugglega.. klikk hér.

apríl 15, 2005

Mera um Dennis

Internet Movie Database er flottur vefur með mikið af upplýsingum. Hér er aðeins um hann;
Sometimes Credited As:

'Dangerous' Dennis Madalone

Dennis "Danger" Madalone

Dennis 'Danger' Madalone

Dennis Danger Madalone

Dennis Madilone

Dennis Madolone

Svo þetta: Attended South Plainfield High School in South Plainfield New Jersey and is remembered by his classmates as the 'class clown'

Ég verð að grafast meira fyrir um þennann mann....

Snorri "hættulegi" Kristjánsson

Nýr snillingur

Mér var bent á nýjan snilling.... Þessi náungi er með eitt flottast myndband sem ég hef séð lengi. Bréfið mitt óskiljanlega sem ég sendi til ameríkunnar sem ég talaði um fyrir nokkrum dögum, því var svarað og með svarinu fylgdi þessi linkur. Maður þessi heitir Dennis Mandalone og er snillingur. Þetta er tekið af heimasíðu sem ég fann sem talað er um hann. "Proving it's never too late in life for a career change, Dennis Madalone, renowned stuntman, coordinator and performer, follows his heart into a less risky profession leading with this touching tribute to the good ol' U.S.A. "America We Stand As One" is a one-track preview of Madalone's musical aspirations currently underway with producer/guitarist Bob Kulick. The theme, cheesy, breezy and passionate, calls for a people united, one belief, one way, one life, and our flag, long may it wave. This singer in this cheese was the stunt coordinator on Star Trek the Next Generation. From his bio madalone is also featured on the Star Trek Trading Cards, which in the trading card world is a high honor, and a valuable collectable. Before he graduated, he set a new school record clearing thriteen feet in pole vaulting on the South Plainfield High School track team.

This might surpass Seagal's album as the greatest thing ever."

Sem minnir mig á það.... ég á þessa plötu með STEVEN SEAGAL kvikmyndaslagsmálaleikara. Ég er búinn að eiga hana í meira en ár, en hef ekki lagt í að hlusta á hana ennþá, en miðað við þetta video frá Dennis...It cant be that bad. Plís kíkið á þetta og segið mér hvað ykkur finnst. Ég fylltist andagift og þjóðarstolti yfir því að þessi maðir væri ekki Íslendingur.

apríl 13, 2005

Hjálmar og fleira

Helgin far frábær að hluta til... :) Mikið fjör var á föstudaginn var þegar ég og Freyja fórum til Hauks og Zaveh og drukkum bjór, bjór, bjór, rauðvín og smá bjór með. Förum í svona tónlistar getraun sem við Haukur sáum um. Svo var farið á Grandrokk þar sem við fengum miða á Hjálma sem héldur frábært show. Mikið drukkið og allir í góðum reggí fíling...jammin maaan...Við hittum við hans Hauks, Gauta og svo lika þjálfarann hennar Freyju. Og ég fór á klósettið að pissa bjórnum mínum og þar var enginn annar en Jakob Magnússon Stuðmaður. Kjaftaði ég smá við hann. Reyndar bara þegar við vorum búnir að pissa og komnir út af klósettinu....Eftir Hjálma fórum við á 22 þar sem við gerðum tilraun til að dansa eitthvað, en kræst oll mætí...DJ-inn var svo lélegur... hann var með tónlstina allt of hátt stillta, og það er talsvert að segja það á skemmti stað með dansgólfi, svo var hann að stoppa lög og hækka í þeim aftur í tíma og ótíma. Svo var hann í svartri skyrtu með hvítt lakkrísbindi dansandi með einhvern hjálm eða hatt á sér alveg eins og fáviti. Svo gat hann ekki skipt milli laga eins og allir geta....það koma bara surg og þögn og eitthvða rugl. Það var alger mood killer. Svo við Freyja kvöddum Hauk og Zaveh og fórum í bæinn að finna leigubíl, en við stoppuðum á pizza stað of fengum okkur eina slæs eða tver af böku, og kók með. enda ekki búin að borða í langan tíma frá klukkan 18-30 til 4 eftir miðnætti. Maður lifir ekki á bjór einum saman....eða hvað.

Laugardagurinn var erfiður, vöknuðum á hádegi, sváfum, horfðum á sjónvarpið, man ekki hvað einusinni....og vorum bara slytti heima. Ég var ekki svo þunnur (Freyja var verri :) en það var laugardagur og maður má alveg nota hann í ekkert einstaka sinnum. Svo um klukkan hálf sjö um kvöldið fórum við út í bíltúr (bara til að fara út) og fengum okkur lítinn ís í ísbúðinni Hjarðarhaga, og fórum svo og horfðum á sjóinn í Skerjafirðinum. Svaka rómó. Skítkallt úti, þunn með ís. Svo fórum við heim og horfðum á The Phanton í sjónvarpinu. Svakalega slæm mynd. Ég veit ekki hvort hún átti að vera svona retró lúkk á henni eða ekki. En þetta var eins og að horfa á gamlan Batman þátt með Adam West. Bardagasenur voru hlægilegar og allt eins leikhúslegt og það gat orðið. Eina sem gladdi augað var hin svaka sexy Catherine Zeta-Jones í hlutverki vondu konunnar sem er svo góð eftir allt.

Sunnudagurinn...vöknuðum seint. Fórum og keyptum flottan bol handa Krisjáni frænda sem hún Hildur systir á. Og svo beint í ammælið hans. Þegar það var búið var leikur...Real Madrid gegn Barcelona sem við horfðum á. Rosaleikur. Sigur fyrir fótboltann að fá svona leiki. Hasar, hraði, drama og 6 mörk. Real Madrid vann 4-2. Og enn eiga þeir séns á að vinna titilinn á Spáni. 3 manna sóknarlína, Owen, Raul og Ronaldo og svo Beckham og Zidane á köntunum...rosalegt lið.

Mánudagurinn...asshhhitt..man ekkert eftir honum. Hverjum er svo sem ekki sama um það.

Fór í gymmið í gær og þyngdi lóðin mín, þannig að núna þjáist ég af harðsperrum útum allt. Gissi og Maggi komu í heimsókn, og við ræddum undirheimana, biblíuna, trúmál, pólitík, Brúskinn (Bush fyrir þá sem ekki vita...) og sjúklingana hans Magga... sem vinnur á geðdeild. Alltaf nóg af sögum þar á bænum :) Horfðum á einn South Park þátt, þar sem Mr Garrison breytir sér í konu. Snilld, brútal húmor reyndar. Síðar um kvöldið kom Haukur og við Freyja og Haukur elduðum okkur samlokur með skinku og osti í grilli og horfðum á spennandi leik Chelsea gegn Bayern Munchen í Champions League. Bayern vann leikinn en Chelsea komst áfram því þeir unnu fyrri leikinn stórt. Svo las ég á netinu að allt hefði soðið uppúr í leik AC Milan og Inter Milano í hinum CL leiknum. Reyndar bæði Ítölsk lið. Blysum var hent inn á völlinn og all var vitlaust. Markmaður AC Milan fékk blys í öxlina, hefði getað stórskaðað hann, eða drepið hann jafnvel. Dómarinn flautaði leikinn af þegar 15 mín voru eftir. Við kíktum á þetta þegar þetta gerðist, og það var rosalegt að sjá þetta. Þetta er eitthvað sem á ekki að sjá í íþróttum. Freyja var í sjokki, hún bjóst ekki við að þetta væri svona slæmt. Næsti leikur er í kvöld þar sem Liverpool mætir Juventus. 20 árum eftir Heysel slysið fræga þegar veggur hrundi yfir ítalska stuðningsmenn Juventus og allt leystist upp í slagsmál og kringum 50 manns dóu. Ensk lið voru dæmd úr Evrópukeppninni í 6 eða 7 ár eftir þetta. Þessi leið mætast aftur núna í svipuðum stórleik. Í leik liðanna í Liverpool fyrir tveim vikum var reynt að sameina stuðningsmenn liðanna en margir ítölsku stuðningsmennirnir sýndu óheyrilegan dónaskap og fyrirlitningu. Réttu fingur upp og snéru sér við meðan þeir púuðu á tilraunir til að sætta alla og virða minningu þeirra sem dóu. Sáttarhönd Liverpool var útrétt en Juventus stuningsmennirnir bara gáfu skít í það. Þannig að það gæti oriðið hasar í kvöld. Bæði í leiknum og á pöllunum og fyrir utan völlinn. Liverpool stuðningsmenn voru beðnir að fara ekki á leikinn vegna hætti á slagsmálum og óeirðum.

apríl 08, 2005

ekki eins og það átti að vera...

Þetta byrjaði ekki vel, við sváfum illa yfir okkur. ég fór ekki í spinning og við vöknuðum um klukkan 8,40 eða svo. Ég bloggaði stutt í gær og skrifaði svo Ragnari frænda í ameríkunni bréf sem ég átti að vera búinn að gera fyrir löngu síðan. Svo rendi ég yfir bréfið áðan og sá að það var næstum óskiljanegt. Ég skrifaði setningar sem ég strokaði út og í flýti og syfju byrjaði ég á nýrri setningu eða hugsun á fáránlegum stað. Þetta skilst held ég af samhenginu :) Ég hef ekki skrifað svona illa lengi. Hann svarar mér kannski og sendi þýðingu á því sem ég var að reyna koma frá mér. :) Mest lítið að gerast, er að hlusta á Aerosmith plötuna Toys in the Attic sem er ein þeirra besta, blússkotin með nokkrum klassíkerum eins og Walk this Way og Sweet Emotion. Eg gróf þessa plötu upp eftir að hafa þjáðst yfir Be Cool myndinni þar sem Aerosmith kom mikið við sögu. Léleg og tilganslaus mynd eins og ég sagði í gær. Ég bind vonir mínar við Sin City sem ég er að ná í núna og verður komin í hús í dag. Sin City er byggt á myndasögu eða comic book eftir Frank Miller og það er snillingurinn Robert Rodriguez sem meðal annars gerði From Dusk til Dawn og Spy Kids??? Hann er náinn samstarfsmaður Quentin Tarantiono. Sin City er að fá frábæra dóma, og vonast ég til að sú mynd verði betri en Be Cool. Hún var líka talsverð vonbrigði þar sem myndin A Love Song For Bobby Long með Travolta var fín. Og ég var að vonast eftir kombakki frá Travoltanum, en því miður hefur ferill hans spíralað niður á við eins hann gerði uppúr 1982 eða svo. Og svo aftur eftir Pulp Fiction.

apríl 07, 2005

Tónleikar

Rólegur dagur... fór niður í atvinnumiðlun því þeir eru að bjóða mér námskeið í !Vefhönnun II! Dreamweaver. Skráði mig þangað inn. Fór svo og keypti mér lyklakyppu með Borg kubbi eða Borg Cube.. sjá mynd hér. Svo fórum við Freyja og versluðum og ég skrapp svo með bílinn í viðgerð. Læt bílinn frá mér á sunnudaginn kemur og þá verður heddið í honum lagið. Svo kom ég heim, við borðuðu Tortilla með grænmeti og sojakjöti, því ég borða ekki kjöt. Svo kíktum við á Be Cool með Travolta hér heima. Svaðalegt rusl. Ég skil ekki þessa mynd, tilgang hennar, né handrit, eða neitt. Elmore Leonard sem gerði bókina var einusinni cool. Núna er hann bara Hollywood corporate formulu drone.....Just like the rest of them. Núna sit ég og blogga... drekkandi rósate, sem er eins og dökkt blóð á litinn....gotta love it....maður fær vampíru fílinginn í sig. Ég talaði við Hauk og hann sagðist ætla að setja link inn á síðuna sína sem vísar á download vikunnar á síðunni minni. Núna er ég búinn að setja á hann pressu :) (hæ Haukur... ;)

Ég er að hlusta á Lee Hazelwood, ég er svo hrifinn af plötinni hans Cowboy in Sweden. Ég kemst bara ekki yfir þá staðreynd að enginn þekki þennann mann. Hann gerði svo mikið af flottum lögum. Og þessi plata er ein sú besta sem ég hef heyrt í laaaangan tíma. Svo er ég að hlusta á Hjálma plötuna sem er lika rosalega fín. Og ég hvet allta til að kíkja á síðuna mína....og skoða download vikunnar....alger möst.

Ég stefni að fara á tónleika með Hjálum á morgun föstudag. Kannski ekki tónleikar, maður verður að drekka sig fullann til að lifa af kvöld á Grandrokki. Reykur, hiti, hávaði, skáknördar og gott reggí....Respect mon. En núna að sofa.... spinning í fyrramálið.

apríl 06, 2005

Siðasti séns

Síðasti séns að dánlóda snilldarplötu Lee Hazelwoods og snilldarplötu Peter Tosh af heimasiðu minni.... það verður skipt út á morgun eða í kvöld.... Snorri

Um Huga.is

Þetta var athyglisverð umræða á huga um þessa grein, og rétt það sem Skúli kommentaði á í gær að menn gera sig seka um sömu eða verri hluti en þeir saka aðra um, eins og ég benti á í svari mínu. Eitt sem hefur ekki komið fram, þessi nýjaldarsinni sem talaði um gang náttúrunar svaraði engu og hjakkaðist á sama hlutnum. Ég sendi honum stutt prívat mail og bauð honum nokkur video sem sýna hvernig þetta er gert, það er cold reading. Ekki kaldur gustur eins og hann las...enda hafa andarnir líklega blindað hann sannleikanum og skemmt lesgrleraugun hans. Allavega hann afþakkaði fræðsluefni mitt sem sýnir þetta í raun svart á hvítu. Það útaf fyrir sig er ótrúlegt, en samt ekki, því fólk vill trúa eins og Fox Maulder í X-Files (I want to believe), og vill ekki heyra neitt sem gæti sannfært það um annað, eða brotið niður viðkvæma sjálfsmynd þeirra. Það er auðveldara að lifa í blekkingu en vita sannleikann. Er það ekki...? Svo var það hinn sem Haukur tók stutt fyrir á huga, sem var að tala mig sem feitan klassískan skápahomma. Ég tel ykkur vita betur...sumt stenst annað ekki :) Það er mjög sorglegt þegar menn nota homma eða útlendinga eða í raun hvða sem er og heimfæra í neikvæða merkingu. Dæmigerður íslendingu.... sem trúir því að við séum best, sterkust, fallegust, með flesta síma, og hamingjusömust. Þegar sannleikurinn er nær því að vera, menningarsnauð, ofdekruð, dyramottur sem láta alla vaða yfir sig, lokuð, rasistar og upp til hópa smáborgarar sem vita ekki lengar en nef þeirra nær...sem er eins og áður segir....auðveldara..... Hvað um það, nú ætla ég að fara út að veiða vampírur með geislaverðinu mínu, því Gandálfur lofaði mér að vera memm í dag....

apríl 05, 2005

Góðir dómar

Þessi grein mín var skrifuð á miklum hraða og ég vandaði mig ekki neitt svakalega við að romsa þessu út úr mér. Ég er að fá helling af skemmtilegum kommentum á huga.... :) Illa skrifandi hommi og fleira í þeim dúr :) og allir trúar nöttararnir komnir á kreik....tjekk it át.

apríl 04, 2005

útvarp saga

Þetta póstaði ég á huga.is líka...

Miðlar, Útvarp Saga og annar viðbjóður

<> “Ris og hnignun útvarps Sögu”. Eða ætti titillinn kannski að vera “Saga í frjálsu falli og stefnir í harða lendingu”. Allavega hefur virðing mín og hlustun farið úr því að vera sæmileg yfir í algert núll. Virðingin var kannski aldrei mikil, en ég hafði gaman af því að hlusta á þessa blessuðu útvarpsmenn og þá smámunasemi sem þeir létu yfir sig vaða frá fastkúnnum sínum (innhringendur sem fleistir eru klikkaðri en ég veit ekki hvað). Það var stundum fínt að hlusta á Hallgrím Thorsteins, því hann átti það til að hafa góða viðmælendur og virkar soldið skynsamur á köflum. En skemmtum min fólst aðallega að hlusta á öfgamanninn Ingva Hrafn og bullið sem hann lét útúr sér. Einnig hlustaði ég á Arnþrúði og hafði gaman af því að hneykslast á því sem hún virkilega lét útúr sér. Ég meina, hún var lögreglukona og talar eins og hún gerir. Þetta var frábært skemmti efni. Svo fór allt í rugl hjá þeim sem endaði með því að Talstöðin var sett þeim til höfuðs, og það litla sem ég hef heyrt þar virðast þeir vera að taka Sögu í óæðri endann á gæðaefni og “professionalisma” ef svo mætti orða.

Nokkur dæmi um starfshætti Sögu sem gefa til kynna að stöðin sé á algerri vonarvöl. Til að byrja með nefni ég dæmi um þegar ég heyrði pistil á stöðinni þar sem einn fordómafullur öfgamaður og fastakúnni (einn sem hringdi í all þættina og hafði skoðun og vissi betur en allir aðrir) fékk að blaðra í svokölluðu “meinhorni”. Það er þáttur þar sem hinir og þessi geta fengið að tjá sig. Þessi viðkomandi maður var að segja hversu mikið við ættum að predika trúarbrögð og þá sérstaklega kristni í grunnskólum. Mig langað til að eiga þennan pistil og hringi upp á Sögu og það er ekkert mál að brenna pistilinn á disk og má bara sækja hann eftir nokkra tíma. Þetta var ég ánægður með. En tæpum mánuði síðar er ég að flakka milli stöðva í bílnum mínum og kem inn í pistil á Sögu þar sem einhver pabbastrákurinn úr Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokki var að halda því fram að það væri fulltrúum stjórnarandstöðunnar að kenna að hinn nýhætti fréttastjóri hefði verið ráðinn. Þessi rök, að minnihluti sé ábyrgur fyrir fáránlegri ákvörðun meirihluta skil ég ekki og þar sem ég hafði áhuga að heyra þennan pistil frá upphafi, hafði ég samband við útvarp Sögu aftur, og bað um pistilinn. Það var vel tekið í það og mér sagt að hringja á skrifstofutíma daginn eftir. Ég geri það og tala við sjálfa Arnþrúði Karlsdóttur sem segir þetta ekki vera neitt mál og segir koma þessu til tæknimannsins sem muni ganga frá þessu fyrir mig. Daginn eftir átti ég að sækja þetta. Ég hringi daginn eftir til að athuga hvort þetta sé tilbúið og næ sambandi við konu eina. Ég ber upp erindi mitt og hún segir að það muni kosta mig 1500 krónur að fá diskinn. Ég verð ansi hissa og spyr hvers vegna ég þurfi að borga svona mikið þegar ég fékk þetta ókeypis fyrir 3 vikum eða svo frá þeim. Eg get svo sem sætt mig við að koma með diski á móti eða borga jafnvel 500 kall fyrir vinnu tæknmanns (tekur sirka 3 mínútur að brenna svona disk), en að borga 1500 krónur fyrir þetta er alger klikkun. Þegar litið er á verð á nýjum diskum er þetta alger bilun. Ég spyr hvers vegna þetta sé svona núna, og svarar konan því að þetta sé alltaf svona. Ég segist hafa fengið þetta frítt áður, og þá spyr hún mig hvort ég sé frá fyrirtæki sem ég segi ekki vera. Heldur hún áfram og segir að þetta sé mikið dýrara ef ég væri frá fyrirtæki þannig að ég sé í raun heppinn að borga bara 1500 kr. Ég mótmæli enn og svarar hún að þau verði að lifa og þau séu ekki RÚV sem geti farið mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Ég segi við hana að ég muni hugsa málið með að borga 1500 kallinn, sem auðvitað ég ætlaði mér ekki að gera, enda fáránlegt. Fyrir utan það var þessi kona afar ósannfærandi í sínum málflutningi.

Mín skoðun á þessu er þessi: Kona þessi var að reyna ná sér í 1500 kall fyrir sjálfa sig eða snapa pening á alla mögulega vegu fyrir stöðina. Það minntist enginn á 1500 kr eða borgun þegar ég spurðist fyrir áður um þetta. Þetta var bara sjálfsagt. Til að rökstyðja mína skoðun að stöðin sé á algerri vonarvöl eru 4 styttri dæmi. Fyrst ber að nefna Jörund Guðmundsson. Flest sem hann tekur þátt í eins og Tívolí rekstur og fleira brask hefur oft verið ansi vafasamt, fyrir utan hvða maðurinn er leiðinlegur útvarpsmaður. Þátturinn hans “Fólk og fyrirtæki” er lúalegasta auglýsingataktík sem ég veit um. Þar sem fyrirtæki borga 50 þúsund krónur fyrir að mæta til hans og tala um eigið ágæti í 2 tíma. Kræst hvað þetta er örvæntingarfull tilraun til að fá peninga, á besta hlustunartíma.

Næsta dæmi er Sigga spá og tarotspilin. Þar mætir einhver kuklari sem þykist vera spákona og fleira andlegt, en er í mínum huga lúaleg og grimm manneskja sem níðist á veikgeðja fólki sem leitar svara við hverju sem er. Þessi manneskja getur ekki einusinni talað rétt mál, ekki bara málfræði heldur líka áherslur, ég hef aldrei heyrt manneskju tala hafn slæmt mál og hana. Fyrir utan það að fá fólk til að hringja inn og hún segir þeim hvað þau eiga að gera og hvað “andarnir” og “hinir látnu” og tarot spilin ráleggja fólki sem flest á um sárt að binda vegna ástvinamissis eða er á einhvern hátt undir í samfélaginu, andlega eða líkamlega veikt, þá þarf fólk að borga 200 krónur fyrir hverja mínútu sem það hringir inn til hennar. Kommon, á útvarpsstöð. Hvað á það að þýða að níðast á fólki sem á það síst skilið andlega og ræna það peningum á sama tíma, í beinni útsendingu. Er það ekki örvænting að útvarpsstöð láti fólk sem hringir inn borga fyrir það?

Þriðja dæmið er Hermundur Rósinkrantz eða hvernig sem það er skrifað. Hann þykist vera talnaspekingur og miðill. Ekki er hann síðri en hinn ræfillinn sem rukkar fólk (Sigga spá). Ég sem hélt að Þórhallur miðill væri lélegur “cold reader” eins og það kallast sem svona feik miðlar nota til að sannfæra fólk sem vill trúa. Heldur er hann ennþá verri “cold reader” og áskanir hans voru svo lélegar að ég næstum vorkenndi honum, en þá mundi ég eftir þvi að hann misnotar fólk og platar og prettir þá sem síst eiga það skilið, og þá ákvað ég að skrifa þessa grein. Svo biður bæði hann og þessi Sigga spá guð að blessa fólk og er alltaf að blanda guði inní þessar spiritista kukl kenningar sínar. Sem var síðast þegar ég vissi næstum túlkað sem guðlast. Kuklarar voru brenndir á báli af kirkjunni hér áður fyrr. En þetta pakk níðist á kristinni trú og öllu sem hún stendur fyrir á sama tíma og notfæra sér veikleika fólks. Allt í boði útvarps Sögu.

Fjórða dæmið er meira viðskiptalegs eðlis en hin, þó svo að þau hafi snúið að peningum að hluta til einnig. Auglýsingasala. Það miklvægast í rekstri svona fyrirtækja er ekki bara hlustendur, heldur auglýsendur. Þetta dæmi segir ansi mikið um viðhorf Sögu og starfsólks þess til þeirra sem sjá þeim fyrir peningum. Vinur minn á fyrirtæki sem er vel þekkt hér á landi og auglýsir talsvert. Hann fékk hringingu frá einhverri konu sem var greinilega komin yfir miðjan aldur og hún var að selja honum auglýsingar. Það fyrsta sem hún segir er að Saga hafi komið út með meiri hlustun í hádeginu heldur en bæði rás 1 og rás 2 til samans. Vinur minn segir það vera afar hæpið. Verður þá konan frekar fúl og fer að skammast í honum fyrir að auglýsa í þessum miðlum sem hann notar sem eru meðal annars ríkisútvarpið og fleiri miðlar. Vinur minn neitar að viðurkenna að Saga hafi meiri hlustun en hinar tvær stöðvarnar og endar samtalið á því að konan segir; “þú átt greinilega skítnóg að peningum” og skellti svo á hann. Niðurstaða þessa samtals er sú að þetta fyrirtæki mun aldrei versla við Sögu, og þessi saga er fljót að breiðast út og ansi margir vilja ekki neitt með svona viðskiptahætti hafa. Hvað gengur fólki til að skamma og rífa kjaft í þeim sem neita að trúa lygum og tilraunum til vörusvika. Ég kalla þetta vörusvik og lygar því þegar maður selur einhverjum eitthvað á röngum forsendum og með því að ljúga að sínum kúnnum þá er það ekkert annað.

<> Hvað finnst ykkur?

apríl 03, 2005

Meira næst

Ég er búinn að vera svo upptekinn um helgina... að ég veit ekki hvað. Þegar ég hef verið að fikta í blogger kerfinu er ennþá einhverjir böggar í því, það er ekki gaman. Ég sendi inn sögun af útvarpi sögu á morgun og kannski eitthvða fleira á morgun. En dagskráin er þessi. Gymmið klukkan 6,00 í fyrramálið og svo bókald húsfélagsins og kaffi (lots of kaffi) svo ætla ég að kæra Vinnumiðlunina prisippsins vegna....en nánar um það á morgun. later...

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.