nóvember 15, 2007

Fjölmiðlamen að tala um sjálfa sig

Hvernig stendur á því að frétt um Tinna bók endar á frétt um Dr Gunna. Dr Gunni er örugglega fjölhæfur og góður maður, en hvers vegna verið að tengja hann við Tinnabækur. Ég bíð líka spenntur eftir Tinna í Sovét. Ég er reyndar enn spenntari að vita hvers vegna Tinni í Kongó fæst ekki hér á landi. Hún er ekki til á íslensku né ensku. Samt má gefa út 10 litla negrastráka eins og ekkert sé.

Aftur að Dr Gunna, eða réttara sagt að blaðamanni sem segir svo skemmtilega.. "Einn þeirra sem bíður spenntur eftir útgáfu Tinna í Sovétríkjunum er lagahöfundurinn og tónlistarspekingurinn Gunnar Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni." Núna er það okkur lesendum mikið keppikefli að vita hver bíður spenntur eftir Tinna.

Önnur frétt var hér um daginn um Breezer drykki og þar var sagt að Ásgeir Kolbeinsson væri áhugamaður um þá eða eitthvað í þá áttina. Hvers vegna er verið að taka fram í einhverjum smáfréttum hvað einhverjir semi þekktum aðilum finnst. Og hver í andskotanum er þessi Ásgeir Kolbeins, og og og og....og Dr Gunni.

Næst kemur frétt sem verður á þessa leið. Strætó númer 5 fer að ganga frá Kringlunni niður í miðbæ, og einn af þeim sem finnst mikið til um það koma er Viggo blaðasnápur á Mogganum. "Ég er þokkalega sáttur við strætómálin í dag, nota ekki strætó sjálfur en þetta er samt massa cool maður".´

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já það var einu sinni frétt í RÚV að sundtösku hafi verið stolið í Laugardalslauginni!

Eina bjarta við þessa frétt var að þetta var klárlega ekki cut og paste blaðamennska eins og vanalega.

Unknown sagði...

HAhaha Jamm það er rétt.

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.