nóvember 15, 2007

Afghanistan og Jón Magnússon

Þessi frétt er nokkuð fyrirsjánleg. Það er alveg augljóst að ef Pakistan fer í hundana þá eru Bandaríkjamenn í vanda þegar kemur stöðu þeirra á svæðinu. Vandamál Pakistan í dag verða líklega ekki leyst nema með hjálp og vegna þrýstings Bandaríkjamanna. Einfaldlega vegna þess að þeirra hagsmunir eru of miklir til að missa velvild Pakistans.

Jón Magnússon þingmaður segir á sinni bloggsíðu að "Af hverju eru Bandaríkjamenn og NATO með herlið í Afghanistan? Hvaða skilgreindu markmiðum á að ná með því að hafa her í Afghanistan. Hvers virði eru þau innlendu stjórnvöld sem hafa ekki getað komið á laggirnar her- og lögregluliði heimamanna til að halda uppi lögum og alsherjarreglu í landinu. Hætt er við að erlenda herliðið verði stöðugt óvinnsælla og muni á endanum hrökklast brott sér í lagi hafi stjórnendur ekki skýra mynd af því hvenær eðlilegt sé að kalla erlenda herliðið frá landinu. "

Skoðum þetta aðeins nánar. Af hverju eru USA og NATO með her í Afghanistan. Svarið er ekki flókið. Bin Laden ræðst á NYC, sem er ekki bara árás á Bandaríkin, heldur á hinn vestræna heim. Öryggisráð UN sendir her inn undir stjórn NATO sem aftur felur USA stjórn því ekkert annað ríki getur tekið að sér svona verkefni og stýrt þvi vel. Það er bara staðreynd. USA hefur samskiptamöguleikana, mannafla og tækjabúnað. Þetta er NATO dæmi, undir stjórn USA.

Hvaða skilgreindu markmiðum á að ná.... Það var lagt up með að uppræta Al Qaeda og þá ríkisstjórn sem þá studdu, sem voru Talíbanar. Því markmiði var náð. Það er mikið fjölþjóðalið í Afghanistan, ekki bara Bandaríkjamenn.

Hvers virði eru þau innlendu stjórnvöld sem.....SVarið við þessu er flóknara, en í stuttu máli þetta; Það er engin stjórn í landnu. Kabúl er nokkuð vel á valdi fjölþjóðaliðsins, en úthverfin og all fyrir utan þau eru einskismannsland. Í Afghanistan er enginni infrastrúktúr, lítið vatn, rafmang, heilbrigðisþjónusta og svo framvegis. NATO er það til að reyna það sem hefur verið kallað Nation Building eða Nation Re-Building, sem eru sá prósess sem fer í gang eftir stríðsátök, þar sem þjóðin er byggð upp á nýtt með því að gera vegi, skaffa vatn, rafmagn og svo framvegis. Það sem er hinsvegar að gerast í Afghanistan er nýtt hugtak sem kallast Nation Making. Þar hefur aldrei verið friður og ekki heldur virk stjórn. Það er engin þjóð þar. Það verður að byggja Afghanistan frá grunni. Það bendir allt til þess að það verði erlendur her þar næstu áratugina.

Herlið verður óvinnsælt... What can you about it.? Ekkert, það er bara alger nauðsin að herliðið sé þar, því ef það fer verður þetta mun verra en það í raun er í dag, og það er slæmt í dag. Heroin framleiðsla hefur aldrei verið meiri, Talibanar komnir með 15.000 manna herlið og aðrir stríðsherrar að berjast innbyrðis og við Talibana.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Buy from australian [url=http://www.ugg--bootssale.com/]ugg sale[/url], all our genuine ugg boots now have 100% australian.
Discounts [url=http://www.gucci--bags.com/]Gucci bags[/url] in gucci bags Online,Gucci Outlet www.gucci--bags.com and Gucci Handbags Outlet.Discount!
Welcome to [url=http://www.karen--millen-outlet.com/]Karen Millen sale[/url] online store www.karen--millen-outlet.com!Buy Karen Millen sale from our cheap Karen Millen Dresses outlet online now!
Spyder Jackets Outlet [url=http://www.spyder--jackets.com/]spyder ski jackets[/url] Suit Online Store www.spyder--jackets.com.Cheap spyder ski jackets online for sale.
Our Burberry online store www.burberry--outlet-sale.com Online Sale All the Burberry online at Low Price and Free Shiping.

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.