júlí 28, 2004

Sundlaugarvörðurinn ógurlegi.

Það er búið að vera mikið að gera í vinnunni hjá mér þessa síðustu daga og svo bilaði fyrst heimasíminn og svo netið heima. Því var lítið um blogg hjá mér síðastliðna daga. Ekki mikið búið að gerast. Ég fór með Bjarna bróðir í golf og hann vann mig með fimm höggum á korpunni. Ekki vegna þess að hann var að spila svona vel, heldur var ég að pútta eins og alger bjáni. Ég var í nóló gírnum. Í golfinu á maður að pútta sem sjaldnast, en leikurinn sem ég var í gekk útá það að pútta sem oftast, þó ég væri ekki að reyna spila þann leik. Á þessu eru samt tvær góðar hliðar, Bjarni e,r og veður næst "overconfident", og ef ég spila eins og maður í styttri höggum og púttum rústa ég honum :) Við fórum í sund með Silla og Tinu á mánudaginn var í Laugardalslaugina og ég fékk frítt inn :) þar sem ég er í bónus klúbbnum í Hreyfingu. Silli og Tina unnu okkur Freyju í sundboltakörfuleik með Make it-take it fyrirkomulagi. En við Freyja vorum að draga á þau þegar við hættum til að geta komst í pottinn smá stund. Svo er Silli líka svo stór að það er ekki gaman að vera á móti honum í svona leikjum :) Svo lentum við í pottinum sem er ekki í frásögur færandi. nema að þessi sundlaugarvörður var svo skapstyggur að mönnum og konum í pottinum stóð ekki á sama. Satt að segja varð fólk skelfingu lostið, þegar hann sagði við einn 8 ára strák sem sat í pottinum með svona lítinn bolta, "EKKI VERA MEÐ BOLTANN Í POTTINUM, FARÐU MEÐ HANN Í GRUNNU LAUGINA". Hann sagði þetta ekki. hann þrumaði hátt með reiðilegri röddu yfir allar laugarnar. Svo rétt á eftir sagði hann svo aftur með sinni reiðu rödd. "LÖGIN LOKAR EFTIR 10 MÍNÚTUR." Þegar hér var komið sáum við okkur bestan kost að flýja í dauðans ofboði. Enda sagði hræðslusvipur sundlauga gesta meira en mörg orð..... Nú er ég ekki vatnshræddur eins og sumir, heldur sundlaugavarðahræddur. Þetta syndrome heitir víst eitthvað, en ég fann það ekki á netinu. Google brást mér... :( Annars er lítið að frétta. Horfði á I Robot með Will Smith, sem var ok, en afskaplega þunn, þar sem ekki var kafað ofan í málin, heldur snérist þetta aðallega um hasar. Svo skipti ég yfir á Van Helsing, og eftir um 20 mín ákvað ég og Freyja að fara inn í rúm að lesa. Ég að lesa Harry Potter and the Order of Phoenix og Freyja var að klára The Notebook sem er núna Hollywood mynd sem verður sýnd hér bráðum. Man ekki hvaða bók hún er að lesa. Einhver bók um stelpu sem er myrt og hún bútuð niður, og svo horfir hún á líf aðstandenda og morðingja frá himnum. Svo var ég að sækja um vinnu hjá fyrirtæki einu í bænum og vona að ég fái starfið. En eins og vanalega verður svarið líklega nei. En maður veit samt aldrei..... Meira síðar.......

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er lika ennþá hrædd við sundlaugavörðinn. Fór í Grafavogslaug núna áðan og þar var einnig sundlaugavörður sem var að fá útrás fyirir valdmannsáráttuna. Það er samt hálf aumkunarvert að fá ekki að nota þessa áráttu í annað en að skamma krakka fyrir að fara ekki eftir ljósunum í rennibrautinni, eða vera með boltann á vitlausum stöðum. Vonum bara að þessir menn séu jafn pottþéttir ef eitthvað bjátar á.

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.