júlí 09, 2004

Nýr dagur kominn og kaffið góða orðið ekki eins gott. Búið að vera mikið að gera í dag í vinnunni, verkefnin hrúgast inn. Freyja er búin að bóka flug norður í sumarfrí, og ég verð heima að vinna á meðan. Get farið í golf, eða eitthvað sniðugt :) En af mér að frétta var Maggi og Ásta að bjóða okkur Freyju og Helgu vinkonu hennar í mat á laugardag, því við komumst ekki á menningar rúntinn sem við Maggi vorum búnir að skipuleggja um daginn, en í stað þess býður hann í mat um kvöldið. Ég er búinn að finna helling af efni til að skoða í Reykjavík, en það verður notað síðar, þegar ferðin verður farin. Síðast þegar við fórum í mat til þeirra var það salsa kjúklingur sem var alveg roooosaleeeega góður. Svo komu þau til okkar í sushi sem var rosalega gaman líka. Núna get ég varla beðið eftir því hvða gúmmulaði hún hefur handa okkur. Svo verður þetta menningarkvöld líka. Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég á að vera með sem mitt framlag til menningar, en helst hallast ég að því að það verði "Da Vinci Code" pælingar eða einhver ómenning. Eða andmenning.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.