júlí 13, 2004

Morgun dauðans part 2

Ég er ekki viss um að skáldið Lorca heiti Federico, ég veit bara að Fellini hét líka Federico...en hverjum er ekki sama. Fór í spinning í morgun og lifði bara af.. þetta var mikið púl, en ég komst frá þessu lifandi og er bara mjög sprækur. Svaf reyndar yfir mig en náði í tímann, þó Gunni "Der Fleisch Kind" hafi farið á undan mér og sleppt spinning þar sem ég kom ekki....fyrr en seint og síðarmeir....Við ætlum að fara á fimmtudaginn í staðinn. Búið að vera mikið að gera núna fyrir hádegið, og ég var smá þreyttur eftir tímann, en það sem gerði þetta að öðrum morgni dauðans var þegar ég hjólaði í vinnuna, það var ekki létt. Annars er þetta "Kind" dæmi hjá Gunnari eitthvað sem verður að skoða nánar. Hann kom með þá hugmynd að gera kvikmyndahandrit um rollu sem verður fyrir andlegri upplifun. Málið er í vinnslu... Heyrði í Freyju... hún er kominn á fullt í heyskapinn, gott hjá henni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig andlega upplifun verður kindin fyrir. Erum við að tala um kind sem frelsast og gengur í trúarsöfnuð...
Verður þetta teiknimynd til að höfða betur til kind(es).

Ekki segja mér að það hafi verið haldinn "Punktur" að mér fjarverandi um helgina!!!!

Cuzumus

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.