júlí 19, 2004

Helgin er komin... og farin.

Þetta var viðburðarrík helgi. Freyja kom heim á föstudagskvöldið og það var Gulla systir hennar sem kom með hana heim. Ég var bíllaus og gat því ekki sótt hana á flugvöllinn. Við sátum og kjöftuðum til miðnættis og það va fínt. Daginn eftir fórum við Freyja á fætur til að taka til og gera íbúðina fína, sem tókst svona sæmilega. Við vorum búin að plana að hitta Vilborgu vinkonu Freyju sem er að flytja til Akreyrar, en það klikkaði þar sem við vorum að hugsa um jazzinn á Jómfrúnni en við nenntum ekki þangað þannig að við Freyju ætluðum í sund, en þegar við erum búin að labba alla leið niður í laugardalslaug í frábæru veðri, talaði Freyja við Vilborgu sem var búin að segja foreldrum sínum frá jazzinum. Þau fóru þangað og við hittum bara Vilborgu síðar, en við Freyja fórum til mömmu og pabba án þess að fara í sund. Þess í stað fengum við bílinn lánaðan og fórum í bíltúr á Þingvelli, Laugarvatn, Skálholt, Biskupstungur, Reykholt, Laugarás, Sólheima í Grímsnesi Selfoss og í fjöruna okkar Freyju við Eyrabakka brúnna, ásamt fleiri stöðum þarna á milli. Meðal þess sem við sáum var brúin í Laugarási sem pabbi byggði fyrir lööngu síðan. Flott hengibrú þar... gott hjá þér pabbi. Annars vorum við að ræða það hvert okkur langaði í útilegu, og við komumst að því að Snæfellsnesið er næsta stop, hvort sem við förum bara tvö eða með Magga og Ástu, og þeim leist vel á Snæfellsnesið um daginn allavega. Sunnudagurinn var þannig að við vorum á bílnum og fórum í Smáralindina þar sem við sáum ömurlegt tívolí sem var svo dýrt að ég reyndi ekki að fara í einn skotbakka einusinni, til að reyna vinna mér inn svo sem eitt tuskudýr eða svo. Þetta er algert bull, og að fólk og unglingar séu að láta hafa sig að fíflum með því að borga í þetta er alveg ótrúlegt. En ef fólk virkilega borga í þetta, þá á það, það bara skilið að vera "ripped off". Svo fórum við á Bása, skotsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur og vorum þar, áður en við fórum heim og svo þaðan beint í móttöku hjá Fram fyrir leik Fram og ÍBV, þar fengum við snittur og kökur og rauðvín og bjór og gos og bara það sem okkur langaði í. En við fórum ekki á leikinn, þvi Freyja kíkti til Þórunnar vinnkonu sem býr þar nálægt og ég sá leik með liðinu Áreitni FC sem ég stofnaði ásamt Andra fyrir 7 árum síðan. 2-0 í hálfleik fyrir Áreitni en Gerifulgarnir sigruðu arfaslakt lið Áreitni í síðar hálfleik og staðn varð 2-5 í lokin. Sorglegt. Reyni að segja eitthvað meira en bara lýsingu síðar í dag. Verð að fara segja eitthvað að viti :) bráðum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi tívólí sem koma til landsins eru flest öll bara sýnishorn af sýnishorni. Man samt alveg hvað mig langaði alltaf rosalega í gamla daga :)

Cuzumus

Gulla sagði...

Jamms... ég er bestasta systirin sem náði í Freyjuna á flugvöllinn....hehehe. Segi bara svona. Það er nú gott að heyra að þið áttuð góða helgi. Það var nú líka svo gott veður að það var ekki hægt annað en að njóta sín. ;o)

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.