Annars er það merkilegasta að forsætisráðherra okkar Halldór Ásgrímsson æfir alltaf á morgnana með okkur Freyju í Hreyfingu. Hann er farinn að heilsa mér alltaf núna, og hann er að komast í gott form. Hann hefur grennst mikið síðan í fyrra og lítur mikið betur út. Ég skrapp í gufu eftir tíma í morgun eins og ég geri oft og þegar ég er sestur inn og búið að segja mentol lykt á gufuelementið, kemur Mr. Ásgrímsson inn og byrjar að segja okkur frá nýja leikritinu sem hann fór á í fyrradag og heitir Dínamít og er það sýnt í Þjóðleikhúsinu. Leikritið fjallar um Friedrich Nietzsche og æfi hans. Við Freyja ætlum á þetta leikrit því Jesus Christ Superstar var lagt af þegar nýr þjóðleikhússtjóri tók við. Þess ber að gæta að Tinna Gunnlaugsdóttir var skipuð pólitískt og aðrir umsækjendur fengu ekki náð fyrir augum ráðenda. Eða eins og staðan var, þá voru þeirra umsóknir ekki opnaðar einusinni. Og Ásgrímsson er Framsóknarmaður eins og Tinna. Það er því hugsanlegt að þetta sé dulin auglýsing. Það var reyndar gaman að sja ráðherrann þarna því hann var brosandi og lá vel á honum. Oft er hann mjög þungur og jafnvel fúllyndur að sjá. Þarna var hann snar í hreyfingum og brosti og var bara ákafur og þetta leikrit. Við sem þarna vorum ræddum leikhús, Shakespeare (vonandi er þetta rétt skrifað), samband Hitlers, Nietzsche, og Evrópusambandsins. Enda sagði Friedrich Nietzsche að hann væri fyrst og fremst Evrópubúi en ekki þjóðverji. Og ákafi Mr. Ásgrimssonar í sambandi við þetta túlka ég líka sem duldan vilja (hann vill gera þetta, en er ekki til í að segja það opinberlega) hans til að ganga í Evrópusambandið.
apríl 29, 2005
Allt rólegt
Voðalega lítið að gerast. Ég er að æfa mig aðeins í Photoshop, við að búa til signature myndir og abstract art. Afrasksturinn verður settur hingað inn þegar ég er búinn að gera nokkrar myndir. Þetta er afskaplega rólegt eitthvað. Ekkert að gerast í heimsmálum og innalands. Einhverjir handrukkarar á Akureyri með læti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.
2 ummæli:
Deus Ex Framsóknarflokkurinn
Þetta er borðliggjandi. Nú fer að líða að kostningum og nú er upplagt fyrir þig að ganga í flokkinn og byggja upp og nýta hin nýju tengsl þín við formanninn og háttvirtan forsætisráðherra. Vinnur svo eins og hestur í kostningabaráttunni og nærð að kynnast öllu þessu liði og svo áttu inni feitan greiða hjá þeim öllum sem þú kallar inn eftir þörfum með einu símtali. Skítt með hvaða skoðun þú hefur á þessum flokki - nú er bara að vinna fyrir sjálfan sig og keyra á þessa strategíu og landa feitu embætti einhverstaðar í kjölfarið.
Cuxumus
Mikið er ég ánægður að vera ekki eini evrópusinni á landinu hvað þá í mínum vinahópi.
Kveðja,
Maggi
Skrifa ummæli