ágúst 11, 2004

Veðrið.. hvað annað

Ég hef ekki bloggaði mikið síðust daga, vegna veðurs. enda einmuna blíða búin að vera síðust dagana. Hitinn var bara um 25 gráður í skugganum í hádeginu, en er núna samkvæmt CNN veðurspánni bara 23 gráður. 25 er sama og 77 Fahrenheit skalanum. Rakinn var var 53% áðan en er núna 49%. Allavega er bilun að láta fólk vinna inni í svona stofnun eins og ég er að vinna hjá, því að þó hún loki gerist ekkert, hún rúllar bara á morgun eins. En hér fær starfsfólk ekki að njóta neins, ekki frí vegna hitamets í borginni, ekki árshátið, ekki starfsmannasjóður til að gera eitthvað, ekki neitt. Núll.... En hverjum er ekki sama...Það er grill hjá Landsbankanum hér fyrir neðan klukkan 14. 00 í tilefni veðursins, og ég fer þangað, fæ pulsu og kók. Allavega bara kók :) Svo síðar í dag förum við Freyja í golfkennslu tíma hjá henni Ragnhildi Sigurðardóttur í Básum í Grafaholti. Svo verðum við að leika okkur á æfingasvæðinu fyrir eða eftir þann tíma. Í gær hinsvegar fórum við að sækja Þuru þegar hún kom út úr Laugardalshöllinni efir að hafa horft á Pink tónleikana. Þeir voru að sögn vel heppnaðir. En það sem mér þótti merkilegast var enn og aftur veðrið. Það gerist ekki oft að maður getur farið út klukkan ellefu um kvöldið á stuttbuxum og stuttermabol, og verið heitt. Ekki smá svalur blástur, heldur heitt. Og aftur í dag er svona veður, nema eins og segir hér á undan, betra veður. Þessi síðasta setning hljómar svolítið undarlega, en það verður að hafa það.... nenni ekki laga neitt á þessu bloggi.. Allt á að vera eins og það kemur af lyklaborðinu. Maggi og Ásta eru komin í heimsókn í vinnuna.... Later...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað ég er sammála þér, ég er að rembast við að vinna en eina sem ég geri er bara að svitna og svitna. Þess utan er ég að gera tilraun sem á að gerast við herbergishita og í augnablikinu er herbergishitinn hjá mér 30,5 gráður, hvað helduru að sé mikið að marka niðurstöðurnar.
Sólarkveðjur frá Freyju

Nafnlaus sagði...

Þetta er bara merki að handan... Farðu heim og hættu þessum tilraunum... það er gagnslaust að gera tilraun sem á að vera við 23-24 gráður í 30 gráðum. ET go home...
Loopman

Nafnlaus sagði...

Hey til hamingju með hitabylgjuna. Sem betur fer er búið að vera aðeins svalara en venjulega herna hjá mér. Ekki nema 23 stiga hiti en rakinn er 69%. Mér finnst það best þegar hitinn er svona milli 22 og 26.

Vandin við það þegar það gerir svona heitt heima er að húsnæðin eru ekki sett upp fyrir svona hita þ.e. hafa ekki loftkælingu.

Gallinn við það herna er þó sá að það er oft allt of kallt inn í byggingunum til að vera í stuttbuxum vegna loftkælingarinnar og svo er allt of heitt úti til að vera ekki í stuttbuxum. Catch-22

Eru allir í gráum fötum í vinnunni þinni með grátt hár og með gráar tölvur og labbandi um í löngum gráum göngum sem þaktir eru af lokuðum gráum skrifstofum með gráum hurðum með pumpum sem eflaust eru gráar líka. Muuhahahaha...Skýrslustofnun ríkisins

Hey don't get a heat-stroke and have a nice day!

Cuzumus

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.