ágúst 18, 2004

Ísland - Ítalía og fleira

Ég og Freyja erum að fara á leikinn á Laugardalsvellinum í kvöld. Menn búast við að vallarmet verði slegið í kvöld. Hið þekkta knattspyrnulið Ítala mætir, þjálfari Chelsea verður í áhorfendahópnum meðal annars. Svo langar mig á Lou Reed líka á föstudaginn í Laugardaslhöllinni, en það er séns að við förum í sumarbústað með tengdaforeldrunum á sama tíma. Svo missum við af menningarnóttinni líka því verðum í bústaðnum. Það er ok svo sem, þar sem ég hef farið í flest skiptina á menningarnóttina og það var rosalega gaman. En það verður frábært að fara í bústað og chilla....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er náttúrulega allgjört kjaftæði að vallarmetið verði slegið því það er búið að breyta alþjóðlegum reglum og svo er búið að minnka áhorfendasvæðin frá því í gamla daga. Nú má aðeins selja miða í sæti og búið er að byggja þessa nýju stúku. Hér áður fyrr voru stæði þar sem nýja stúkan var og það mátti selja í þau. Því var hægt að pakka inn á völlinn fjölda sem ekki er hægt lengur, let alone þau svæði sem eru enn stæðissvæði og standa ónotuð. Vallarmetið verður því ekki slegið og mun aldrei verða slegið....

Það er gott fyrir fótboltastrákana að þjálfari Chelsea sé á vellinum því jú allir vilja vera eins og Eiður...eða ætti ég kannski að stafa nafnið Eyður sbr. Eyða peningum.

Ég myndi mæta í Áreytni bol og vinda mér að honum við tækifæri. Tveir þjálfar eiga alltaf erindi við hvorn annann...skiptast á tipsum...og svoleiðis.

Ég væri allveg til í að skella mér á Lou Reed en gallinn er bara sá að hann er svo mistækur kallinn. Stundum nennir hann þessu hreint ekki en stundum kemur sánd/suð úr honum og gítarmagnaranum sem er engu líkt...ef það er málið þá er um að gera að drulla sér á bassann og njóta.

Ég myndi segja að menningarnóttin sé overrated. Ég myndi definetly fara í bústaðinn nema náttlega ef það sé ekki pottur. Ef þú ferð um daginn þá er ekki þverfótað fyrir kerrufólki (samanber óskemmtilega lífsreynslan þín frá húsdýragarðinum) og það er bókað mál að það er troðið inn á alla inni eventa. Það er jú alltaf séns að rekast á einhvern sem mar hefur ekki séð lengi en gallinn er sá að það er yfirleitt ástæða fyrir því að mar hefur ekki séð viðkomandi lengi....svo náttlega er ekki hættandi sér niðrí bæ því bjórinn kostar svo mikið. Hér kostar hann ekki nema 2.95 dollara á bar á prime tíma um helgar. Þetta gera ekki nema rúmlega 200 krónur...fyrir stóran í krana.

Hey a.m.k. þá ert þú með helgina bókaða strax á miðvikudegi sem er alltaf kostur.

Later dude...and have fun...og mundu, ekki skrifa undir neinn samningin við Chelsea nema bossinn líti yfir hann fyrst. Er hann ekki annars lögfræðijaxl sem kallar ekki allt ömmu sína.

10-4

Cuzumus.

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.