ágúst 17, 2004
Rekinn !!!!
Jæja... þá kom að því. Mér var sagt upp vinnunni í dag. Eitthvað sem ég hafði búist við lengi enda ekki nema með tímabundna ráðningu. En það er alltaf leiðinlegt þegar sagt er við mann að maður sé að missa vinnuna. En þetta var viðbúið, því bossinn sagði við mig þegar ég var ráðinn inn hingað, að það væru mjög góðar líkur á að ég yrði hér áfram. Svo byrjaði hann að draga í land með það og fór að tala um hvað ég lærði mikið á því að vinna hér og svo framvegis. Það er næstum tveir mánuðir síðan ég spurði hann hvort ég fengi að vera áfram. En hann gat ekki svarað því fyrr en núna. Hann kallaði mig inn á teppið til sín og messaði svo yfir mér hvað hann gæti ekki haft okkur lausamennina lengur, (einn lögfræðingur í afleysingum líka) og við ættum að hætta þann 1 október. Þannig að ef vildum finna okkur aðra vinnu væri það gott tækifæri að fara að huga að því. Svo spurði hann mig hvort þetta væri ekki í lagi og hvort hann væri nokkuð að ganga að bak orða sinna, sem hann var að gera náttúrulega, en ég sagði nei. Sagði það við mömmu og mig að ég yrði mjög líklega áfram, en ekki lengur. Menn með 200 stig í IQ þurfa ekki að muna svona smáatiði. Þegar hann var búinn að tala sitt, sagði hann bara "þakka þér fyrir og þú mátt fara". Ég gat ekki sagt neitt því ég var eins og sést rekinn út frá honum. En þetta er hans samskiptamáti. Talar sitt og vísar fólki svo út. En hann er með 200 stiga IQ og því þarf hann ekki að hlusta á fólk, þvi væntalega veit hann allt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bloggsafn
-
▼
2004
(63)
-
▼
ágúst
(19)
- Afmæli, dauði, getraun og blogg
- Smá pæling
- Föstudagur enn og aftur
- Golfkennsla í kvöld
- Aþena 2004.
- Myndböndin og lúkkið.
- Er að fara í nudd
- Rap umræðan og fleira.
- Frábærar síður
- Um síðuna
- Sigur
- Ísland - Ítalía og fleira
- Rekinn !!!!
- Rap, af gefnu tilefni
- Elvis Presley lést á þessum degi árið 1977.
- Sá líkamsárás í gær
- Veðrið.. hvað annað
- Föstudagsfárið..eða hvað?
- Helgin búin og ég á lífi.
-
▼
ágúst
(19)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.
2 ummæli:
Leiðinlegt með vinnuna. Vona að það komi bara eitthvað betra út úr þessu...
Leitt að heyra með vinnuna. Ég skil vel að þú ert fúll yfir þessu.
Að öðru. Mér finnst nýja lookið á blogginu mjög flott. Er a.m.k. í takt við það sem ég fíla þ.e. minimalískir straumar. Það er líka mjög auðvelt að lesa letrið og kontrastinn er góður.
Náðum ekki að vinna deildina í mjúkboltanum. Lentum í 3-4 sæti. Það var jafn eftir leiktímann og svo höfðu þeir það í framlengingunni. Þetta var útsláttarfyrirkomulag í restina þannig að þeir komust áfram í úrslitaleikinn.
Later dude...
Skrifa ummæli