ágúst 23, 2004
Rap umræðan og fleira.
Ég póstaði þessa rap grein mina á Huga.is þegar ég setti hana hér inn, og so far eru komin 55 svör. Sum góð, önnur rugl, en ég fékk nokkur hrós fyrir að "segja sannleikann" :) og það er bara gott mál.
Fríið fór þannig að við fórum með pabba upp í Munaðarnes á föstudagskvöldið. Var hlustað á gott gamallt eðal kántrí á leiðinni, sem sagt stuð í bílnum. Daginn eftir fórum við upp á Grábrók, grilluðum pulsur ekki pylsur.. PULSUR. Svo komu gestir sem ég þekki ekki neitt, eitthvað fólk úr sveitinni fyrir norðan. Það var fínt, vorum að kjafta, borða og þannig. Sunnudagurinn var slökun fram yfir hádegi, svo var farið Fjallabaksleið eða hvað það heitir frá Húsafelli til Þingvalla. Sem var fínt, en eitt sem mér fannst skyggja á ferðina, eða kannksi tvennt. Hávaði í veginum, því hann var rosalega harður, og svo skyggnið var ekki heldur gott á köflum. Við sáum Skjaldbreið, Langjökul, Okið og Þórisjökul, og fleiri fjöll og hóla. Íslensk auðn eins og hún gerist best.
Svo þegar við komum niður á Þingvelli í frábæru veðri, logn og sól, eftir smá regnskúr. Regnbogar og rosalega fallegt umhverfi, var þar enginn. Ekki einn bíll, 2 tjöld og 4 túristar. Svo komum við heim og fengum okkur KFC um 10 leitið um kvöldið. Svo fór fjölskylda Freyju aftur til baka. Mér tókst að lesa smá Harry Potter á leiðinni yfir öræfin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bloggsafn
-
▼
2004
(63)
-
▼
ágúst
(19)
- Afmæli, dauði, getraun og blogg
- Smá pæling
- Föstudagur enn og aftur
- Golfkennsla í kvöld
- Aþena 2004.
- Myndböndin og lúkkið.
- Er að fara í nudd
- Rap umræðan og fleira.
- Frábærar síður
- Um síðuna
- Sigur
- Ísland - Ítalía og fleira
- Rekinn !!!!
- Rap, af gefnu tilefni
- Elvis Presley lést á þessum degi árið 1977.
- Sá líkamsárás í gær
- Veðrið.. hvað annað
- Föstudagsfárið..eða hvað?
- Helgin búin og ég á lífi.
-
▼
ágúst
(19)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.
1 ummæli:
Fann fyrst tíma til að lesa greinina þína um rappið. Góð grein. Gaman að lesa hana. Ég er mjög sammála þér. Hef reyndar ekki hlustað á texta 50Cent og G-unit þar sem tónlistin er ekki alveg að gera það í eyrum mínum.
Það sem mér fannst og finnst mjög athyglisvert er þetta look þeirra sem þú fjallaðir um. Lookið sést best í myndböndunum þeirra og þá finnst mér umræðan fara út í myndbönd almennt. Ég er hættur að geta horft á MTV of lengi sökum hugmyndaleysis í myndböndum. Sú var tíð að ég notaði þessa stöð mikið til að fá það nýjasta í sköpun og verða fyrir áhrifum fyrir mína sköpun. Ekki sjéns að það sé hægt í dag. Þetta er allt eins og ég er farinn að halda að það sé næstum bara einn maður sem leikstýrir öllum þessum rap-myndböndum. Svo ekki sé talað um hvað mikið af crap tónlist fær spilun.
Svo er spurningin... Erum við að verða gamlir??? Man nú hvað mömmu fannst Duran Duran alveg hrikaleg tónlist, svo ekki sé minnst á Depeche Mode.
Skrifa ummæli