ágúst 04, 2004
Helgin búin og ég á lífi.
Helgin búin og ég er ennþá á lífi. Róleg helgi miðað við marga....Við Freyja hittum Magga og Ástu á laugardaginn og voru þau hjá okkur í nokkra tíma. Svo borðuðum við Freyja og fórum svo niður í Laugardal í Fjölskyldugarðinn þar sem Stuðmenn ásamt Long John Baldry voru að spila, blues og svo sína dagskrá. Hellingur af fólki var þarna og mikið fleiri en búist var við. Þannig að það tók okkur um 20 mínútur að komast inn í garðinn og gegnum hann að sviðinu. Gæti hafa verið lengur en það. Allt krökt af fólki, eða um 17.000 manns eins og giskað var á, því talning einfaldlega gekk ekki upp því svo mikið var af fólki að starfsfólkið í miðasölunni hafði ekki undan, enda bara tveir á vakt. Og þeir sem voru að telja voru komnir með krampa í þumalinn á því að telja fólk inn í garðinn með handteljaranum. En hvað er þetta með fólk og barnavagna og kerrur. Hvers vegna í andskotanum er fólk að fara með svona kerrur og vagna inn í svona mannfjölda? Þvílíkt rulgl, þar sem þetta tefur allt og tekur mikið pláss, og svo labbar þetta lið alltaf hlið við hlið, með nokkra vagna og nokkra krakka eins og flugur í kring. Þetta gerir það að verkum að ef þau labba hægt verða hinir 10.000 fyrir aftan líka ennþá hægar, því enginn kemst framúr. Og ef maður biður um að fá að skáskjóta sér framhjá, er maður álitinn fáviti fyrir að troðast. Legg til að þessi hegðun verði bönnuð, og fólki með vagna og kerrur sent heim þegar svona viðburðir eru. Annars voru Stuðmenn frábærir og veðrið og umhverfið og stemmingin alveg engu lík. Við vorum léttklædd með létta jakka og nokkra bjóra í bakpoka. Eftur skemmtilega útiveru í dalnum hringdi Andri í okkur við við fórum í Snooker í Faxafeninu. Jafnir leikir en Andri hafði þó sigur, því eitthvað hafði bjórinn áhrif á mig og mína spilamennsku þó ekki hafi ég drukkið mikið.
Daginn eftir vöknuðum við á hádegi, og fórum í golf með mömmu og pabba í Setberginu. Þau hafa tekið miklum framförum, og fóru völlinn litla bara á fínu skori. Sama var ekki að segja um mig, en ég spilaði illa. Þó hef ég tekið miklum framfötum en lítið spilað úti á golfvelli. En spilamennskan mín þar er í raun verri en í fyrra. Líklega er það óöryggi vegna þess að ég er að reyna að skjóta lengra og fastar með hærri númeruðum kylfum. Ég ætlað að halda mig við mína venjulegu sveiflu næst og sjá hvað gerist þá. Freyja spilaði vel einnig. Síðan horfðum við á The Bourne Supremecy með Matt Damon, og var hún fín. Bara góður hasar.
Mánudagurinn leið bara í móki og afslöppun. Man í raun ekkert hvað ég gerði. Held að ég hafi horft á einhverja bíómynd, annars er það ekki merkilegt þegar heill dagur hverfur úr minninu svona léttilega.
Þriðjudagurinn var betri. Fór til læknis og svoleiðis, en Freyja átti ammæli og varð 30 ára þann dag. Sem þýðir að hún var getin sama dag og ég fæddist, sem er akkúrat 9 mánuðum fyrr :)
Hún fékk digital myndavél frá foreldrum sínum og systrum. Flíspeysu og flísvesti frá mömmu minni og pabba. Þá get ég loksins hent þessari grænu ljótu flíspeysu sem hún á :)
Ég gaf henni glös í stíl við bollana okkar sem eru með einhverjum dýramyndum á. Hún var svaka ánægð með þetta allt. Svo gaf ég henni 3 tölvuleiki og Force Feedback stýri til að spila kappakstursleiki með :) Gaf henni Need for Speed: Underground, og Colin McRae Rally 3. Svo fékk hún Tiger Woods PGA Tour 2004 leikinn, sem var eiginlega fyrir okkur bæði þar sem við vorum búin að tala saman um að kaupa hann. Ég fékk leikina á góðu verði. En Freyja hefur varla verið viðræðuhæf síðan þetta stýri kom á heimilið, því núna situr hún við tölvuna og keppir í göturalli eins og brjálæðingur. Mig langaði til að gefa henni eitthvað annað en þetta hefðbundna sem fólk fær í ammælisgjöf, skartgripi og þennig hluti. Eitthvað sem maður myndir ekki kaupa sér venjulega og væri hægt að hafa bara gaman af.
Comment plis. Var þetta sniðugt eða ekki?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bloggsafn
-
▼
2004
(63)
-
▼
ágúst
(19)
- Afmæli, dauði, getraun og blogg
- Smá pæling
- Föstudagur enn og aftur
- Golfkennsla í kvöld
- Aþena 2004.
- Myndböndin og lúkkið.
- Er að fara í nudd
- Rap umræðan og fleira.
- Frábærar síður
- Um síðuna
- Sigur
- Ísland - Ítalía og fleira
- Rekinn !!!!
- Rap, af gefnu tilefni
- Elvis Presley lést á þessum degi árið 1977.
- Sá líkamsárás í gær
- Veðrið.. hvað annað
- Föstudagsfárið..eða hvað?
- Helgin búin og ég á lífi.
-
▼
ágúst
(19)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.
2 ummæli:
Freyja til hamingju með afmælið. Ég hef heyrt að þessi sé sá erfiðasti fyrir sálartetrið. Til hamingju með Force-feedback stýrið, svona stýri hefur mig alltaf langað til að eiga síðan mar kynntist þeim first á Freddabar fyrir ...ups.. allt of löngu síðan, en held að það hafi ekki verið svona fancy force-feedback á þeim stýrum. Svo náttlega verðið þið að kaupa annað stýri því þá getið þið farið saman í sunnudagsbíltúr -Muuuhahahah :)
Annars er ég alveg hjartanlega sammála þessu með kerrufólkið. Ég hef alldrei skilið af hverju fólk er að troðast með þessi litlu grey út í mannhafið. Ég hef ekki trú á að þessi litlu krútt hafi gaman að því að sjá ekki neitt og ef þau eru aðeins eldri þá með nefið fast i rassborunni á næsta manni fyrir framan. Svo þegar þau reyna að flýgja skítafíluna af þeim fyrir framan þá tínast þau, verða hrædd og svo loksins þegar þau finnast þá hefur þessi upplifun markað sár á sálina.
Svo er náttúrulega léleg afsökunin um að hafa bara ekki gert sér grein fyrir því að það yrði svona margt fólk. Fólk skildi nú eiga að átta sig á því þegar það nálgast svæðið að það er óvenju erfitt að fá bílastæði, þung umferð og svoleiðis.
En svo sættast allir í lokinn yfir ís og bíltúr niðrá höfn að skoða skipin...
Það var leikur í mjúkbólta (Softball) í gær. Það helli rigndi og varð að aflýsa leiknum eftir 50mín. Völlurinn var rennandi blautur og ég varð krakki aftur. Slide-aði á fyrstu höfn og tæklaði andstæðinginn í leiðinni þannig að hann misti boltann, frétti svo eftirá að menn slide-a yfirleitt ekki á fyrstu höfn. Alltaf að læra einhvað nýtt í leiknum sem gerir hann skemmtilegri.
Kveðja frá USA,
Cuzumus
Við fjölskyldan óskum Freyju til hamingju með afmælið. Þið ættuð þá að vera stoltir af mér og Herdísi, því við erum kerrufól sem hélt sig heima. Hvaða vit er í því að dröslast með ungabörn út á kvöldin ? Og hvað þá á tónleika ?
Já svo er gaman að eyða peningum. Maður getur sleppt af sér beislinu þegar afmæli eða jól eru annars vegar. Fínt að Freyja er heilluð af tölvunni, þá getur þú einbeitt þér meira að drykkjunni.
Kv
Gni
Skrifa ummæli