ágúst 27, 2004

Föstudagur enn og aftur

Golfkennslan var góð og kennarinn hrósaði okkur talsvert. Freyja náði að laga það sem var að hjá henni, þannig að við vorum að gera góða hluti og erum bæði ánægð með tímann og frammistöðuna. Freyja var að æfa að fylgja eftir og gera rétta alxarhreyfingu. Ég var að vinna í jafnvægi og þungaflutningi í sveiflunni. Einnig í tempói í sveiflunni, og gekk það bara vel. Síðasta atriðið var hvernig ég held á kylfunni, ég var með kúluna of aftarlega, en er búinn að laga það núna. Þá er bara tæma hugann og slá... swiiiinnggg..... Það er ekki neitt búið að ske, talaði við Hauk og Skúla á msn í gær, og Gunna í símann. Eitthvað andlaus núna. úff...skrifa meira þegar ég fæ andann yfir mig. Hugsanlega fæ ég mér vínanda í kvöld í formið Guinness bjórs og Tuborg, en það kemur í ljós.

1 ummæli:

-Hawk- sagði...

Ég segi skál og góða helgi. Það verður öl við hlið mér alla helgina.

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.