ágúst 06, 2004

Föstudagsfárið..eða hvað?

Friday night fever....hljómar ekki eins vel og orginal-inn. Það var húsfundur í gær, og allt var samþykkt með öllum atkvæðum nema einu, Ragnar, gamli bjáninn er búinn að átta sig á því að hann hefur tapað völdum og virðingu í húsinu. Það væri hægt að gera heila bók um ruglið í honum eða halda úti vefsíðu....sem gæti svo sem heitið; Sögur af bjána, eða eitthvað slíkt. Það á að laga skólprör sem er bilað, taka nokkur tré úr garðinu, laga fánastöngina og svo laga þakið á næsta ári. En ég er alvarlega að íhuga að setja sögur af Ragnari hér á netið, það er bara spurning hvort ég nenni að pikka þetta allt inn, þetta er svo mikið. Annars er Þura litla systir hennar Freyju að koma í kvöld, og ætlar að sjá PINK tónleikana í Laugardalshöllinni á morgun held ég. Þetta er slæmt, það eru tveir möguleikar í tónleikaflórunni, Pink og 50 Cent. Ég myndi ekki borga 50 cent til að sjá pink...:) hahahaha.... Fuuuunnnnýýýýý. Ég ætla að horfa á Rímnastríð í sjónvarpinu á Popp Tíví í kvöld. Það eru allir Eminem wannabíarnir að reyna að rappa hvern annan í kútinn. Þeir koma úr húddinu í Breiðholtinu og slumminu bak við KR heimilið, svo koma nokkrir líklega úr Grafarvoginum þar sem upper classið býr. "The come from the "hood" in Wide Hill, the slum behind the KR asylum and from Cemetery Hill where the upper class rule. " Þetta er svona lausleg þýðing á enskuna.....ég óska hér með eftir fleir þýðingum á máli sem wannabe Eminem-ar skilja.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri að gera skáldsögu byggða á Ragnari, eða smásögusafn. Þetta er nefnilega efni sem margir þekkja og geta fengið útrás í að lesa. Er ekki alltaf einn Ragnar í hverju fjölbýli. Titillinn gæti verið: "Fjölbýlishúsið", eða "Fjölbýlið að Gnoðavogi X", eða "Stríð og friður að Gnoðavogi X", eða "Valdabaráttan", eða "Dagar í lífi Ragnars Xsonar" .... Muuhahahahahaha...

Annars vill ég óska þér til hamingju Snorri með að það er kominn upp ný klíka í húsinu þínu sem er þér í skap. Farið samt varlega með karlinn.

Djöfulli nú er farið að rigna þannig að það er útseð með að ég spili ekki Tennis í kvöld en það er nefnilega hin íþróttin sem ég stunda að krafti herna í USA. Tennisvellir á hverju strái og kostar ekkert að nota þá.

Later dude....

kveðja,

Cuzumus

-Hawk- sagði...

Hin íþróttin??? Hver er sú fyrsta???

Já mér lýst vel á smásögusafnið um Ragnar. Ég mundi sko kaupa...

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.