ágúst 16, 2004

Elvis Presley lést á þessum degi árið 1977.

Nú kom að því að ég bloggaði smávegis, því ég skrifaði heila ritgerð um slagsmálin og það allt. Lítið gerðist um helgina annað en það að Þura systir Freyju var hjá okkur og á föstudagskvöldið fórum við smá rúnt í bæinn og stoppuðum á Hard Rock þar sem við sáum Sniglabandið spila. Þeir hafa verið með vinsælan útvarpsþátt á rás 2 þar sem þeir taka við óskalögum og spila þau live. Þetta var lokakvöldið og var svaka gaman. Það var einhver þjóðverji þarna í hópnum og þeir spiluðu fyrir hann Du Hast með Rammstein og Ein Bischen Frieden (ekki viss hvernig það er stafað) sem er gamalt Eurovision lag. Og spiluðu svo lagið með Rúna Júl, "Yngri konur, eldra whiskey, meiri pening" á þýsku, sem var snilld. Svo fórum við í bæinn og sáum nokkra Skota sem ekki voru farnir heim ennþá. Daginn eftir fórum við 3 að versla fyrir kaffiboðið sem var síðar um daginn, og svo þegar heim var komið var byrjað að taka til. Það var búið að taka til og baka og búa til brauðrúllur og þannig klukkan 15:30. Boðið byrjaði klukkan 16:00. Bara familían í því boði, plús Gunni og Herdís og Hersteinn Skúli hinn hressi. Helga vinkona Freyju og Þórunn og Sveinbjörn og strákarnir þeirra. Freyjan mín varð nefnilega 30 ára þann 3, ágúst 2004. Þeir sem ekki voru boðaðir eru hér með beðnir afsökunar, því húsrúm tekur ekki fleiri. SVo var það tölvuleikurinn sem ég gaf Freyju um daginn sem sló í gegn. Og þeir sem festust í honum (eins og við var að búast) voru eftirfarandi: Sveinbjörn sem viðurkenndi að hann hefði líklega sektað sjálfan sig, svipt sig ökuleyfi og lokað sig svo inni ef hann gerði það sem hann gerði í leiknum úti á götu. Svo voru það synir hans báðir og svo Bjarni bróðir minn. Hann flæktist svo illa í Need for Speed Underground að hann sást ekkert alla veisluna, en menn vissu af honum því alltaf heyrðist árekstrahljóð og blótsyrði af og til innan úr svefnhreberginu þar sem tölvan er. Einnig fylgdist veislan með honum í smá stund á sjónvarpsskjánum því tölvan er tengd við hann. Svo þegar veislan var búin kom Andri í heimsókn og kjaftaði smá stund og fékk afganga. Við Freyja horfðum svo á tvo þætti af Penn and Teller Bullshit. Sem eru snilldin ein. Svo vorum við bara að kjafta og hlusta á diskana sem Bjarni og Yukari gáfu okkur, sem eru ansi góðir. Skúli... smá til þin, þetta er svolítið svipa Budda Bar sem þú lést mig fá einusinni. Gott stuff. Svo daginn eftir fórum við Freyja með mömmu og pabba i golf í Setberginu, Freyja var að ná fínum höggum og ég spilaði betur en í langan tíma. Mamma og pabbi voru bæði að standa sig vel og allir bættu sig milli hringa, nema Freyja, en hún var samt að spila fallegt golf, það voru bara púttin sem voru að angra hana. Frábært veður, ekki ein heitt og verið hefur en nóg samt. Svo komum við heim og ég horfði á Manchester United gegn Chelsea á Skjá einum sem eru með enska boltann núna. Helvítið hann Eiður Guðjohnsen skoraði eina markið og mínir menn í Manchester töpuðu. Chelsea er bara að kaupa titilinn og hana nú. Svo komu Maggi og Ásta og fengur leyfar (er það með Y eða I ?) af ostaköku og kaffi. Við vorum að setja upp vírusvörn og eldvegg og Nero og þannig efni. Einnig lét ég þau fá nokkrar myndir. Svo sáum við einn þátt af Stargate síson átta. Og vorum soldið rugluð í því þar sem þetta átti að vera Stargate Atlantis sem er spinoff sería. Þar sem við vorum búin að missa af síðust7 seríum þar á undan var þetta frekar erfitt, en samt ekkert mál þegar á leið. Svo var það Elvis Presley sem fannst látinn 16, ágúst 1977. Lifi minningin um hann.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elvis lifir

-Hawk- sagði...

Kaupa titilinn???.... Þetta segja allir... Veit nú ekki betur en þeir hafi keypt sitt í gamladga þeir United menn og þá var ekkert sagt...

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.