apríl 07, 2005

Tónleikar

Rólegur dagur... fór niður í atvinnumiðlun því þeir eru að bjóða mér námskeið í !Vefhönnun II! Dreamweaver. Skráði mig þangað inn. Fór svo og keypti mér lyklakyppu með Borg kubbi eða Borg Cube.. sjá mynd hér. Svo fórum við Freyja og versluðum og ég skrapp svo með bílinn í viðgerð. Læt bílinn frá mér á sunnudaginn kemur og þá verður heddið í honum lagið. Svo kom ég heim, við borðuðu Tortilla með grænmeti og sojakjöti, því ég borða ekki kjöt. Svo kíktum við á Be Cool með Travolta hér heima. Svaðalegt rusl. Ég skil ekki þessa mynd, tilgang hennar, né handrit, eða neitt. Elmore Leonard sem gerði bókina var einusinni cool. Núna er hann bara Hollywood corporate formulu drone.....Just like the rest of them. Núna sit ég og blogga... drekkandi rósate, sem er eins og dökkt blóð á litinn....gotta love it....maður fær vampíru fílinginn í sig. Ég talaði við Hauk og hann sagðist ætla að setja link inn á síðuna sína sem vísar á download vikunnar á síðunni minni. Núna er ég búinn að setja á hann pressu :) (hæ Haukur... ;)

Ég er að hlusta á Lee Hazelwood, ég er svo hrifinn af plötinni hans Cowboy in Sweden. Ég kemst bara ekki yfir þá staðreynd að enginn þekki þennann mann. Hann gerði svo mikið af flottum lögum. Og þessi plata er ein sú besta sem ég hef heyrt í laaaangan tíma. Svo er ég að hlusta á Hjálma plötuna sem er lika rosalega fín. Og ég hvet allta til að kíkja á síðuna mína....og skoða download vikunnar....alger möst.

Ég stefni að fara á tónleika með Hjálum á morgun föstudag. Kannski ekki tónleikar, maður verður að drekka sig fullann til að lifa af kvöld á Grandrokki. Reykur, hiti, hávaði, skáknördar og gott reggí....Respect mon. En núna að sofa.... spinning í fyrramálið.

4 ummæli:

-Hawk- sagði...

Linkurinn kominn en í augnablikinu er eitthvað fuck í blogger svo ég get ekki bloggað. En það kemur.

gaui sagði...

Ég hlusta líka á Lee Hazlewood, algjör snillingur, enda mikið spilaður samkvæmt audioscrobblernum mínum:) (www.audioscrobbler.com/user/gauiemils)

S. Kristjansson sagði...

Hey. Gaui... takk fyrir síðast :)

gaui sagði...

hvenær var síðast? (roðnkall)

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.