Við Haukur og Gissi fórum á smá djamm um helgina, nánar tiltekið á föstudagskvöldið. Við byrjuðum heima hjá Gissa þar sem við drukkum bjór og kjöftuðum áður en við röltum í bæinn og komum við á Ölstofunni. Eftir 5 mínútna viðveru þar fórum við á
Nelly´s þar sem við fengum okkur bjór og Gissi tók Hauk í kennslustund í sjálfsvörn og árasartaktík. Þar voru fullir Íslendingar og ein stelpan var eins og breimandi köttur, nuddandi rassinum upp við alla karlmenn sem hún sá. Það var bæði fyndið og sorglegt að sjá. Svo var önnur sem reyndi við allt, bæði Gissa og Hauk, og um um tíma voru þau ákveðin að gifta sig strax, og þar sem ég sagðist einmitt vera prestur við það tilefni var ákveðið að ég gifti þau þegar við færum út. En það gekk ekki eftir því hún sá aðra karlmenn sem hún reyndi við, bæði
Hákon vin Hauks og einhverja fleiri inni á Hressó þegar við komum þangað inn. Ef einhver veit hvar ég finn svona prestskyrt með hvítum kraga... endilga látið mig vita. Það gæti verið partýtrikk hið besta að eiga svoleiðis. Ég kom heim um klukkan fimm un nóttina. Þegar ég var að segja bless við Hauk og Gissa fyrir framan Pravda (gamla Astró)kom einn náungi fljúgandi út, í bókstaflegri merkingu, og lenti á bakinu á götunni. Svo stóð hann upp og var aftur barinn af tveim stera/kókaín fávitum sem hlupu burtu og dyraverðirnir gerðu ekkert. Það var óhuggulegt að sjá þetta því þetta var svo snöggt. Ef ég eða einhver hefði lent í þessum náungum hefði maður í raun ekki geta gert neitt til að verja sig. Gissi hafði sagt okkur Hauki fyrr um kvöldið að það væri um það bil 3 slagsmál á þessum stað á hverju kvöldi, og það virðist vera rétt. Leigubílsstjórinn sagði mér á leiðinni heim að það væri mikið um handrukkara og þannig pakk sem sækir þennan stað, og maður verður að velja vel þá staði sem maður sækir til að forðast þetta pakk.
Laugardagurinn leið með húsfundi í hádeginu þar sem gamli klikkaði kallinn í húsinu, Ragnar heitir hann, mætti ekki, þó svo hann hafi bæði verið boðaður eins og aðrir og líka með símskeyti. En maðurinn er bjáni og við því er ekkert að gera.
Sunnudagurinn leið lika með tveim fótlboltaleikjum í sjónvarpinu, og svo algeru þunglyndi yfir örlögum heimsins þegar við Freyja ætluðum að hafa létt sunnudags video gláp um kvöldið. Myndin sem fyrir valinu var er heimildamynd sem heitir The End of Suburbia. Hún er um endalok heimsins svo til, þegar olían er að klárast. Við getum víst ekkert gert og önnur eldsneyti eru vonlaus. Okkur leið báðum illa eftir að hafa horft á þetta. Þunglyndi, vonleysi og svört framtíðarsýn. Ég hefði betur valið aðra mynd til að horfa á. Myndin sem dregin er upp af nánustu framtíð er ansi svört. Olían minnkar, verð á henni hækkar mikið, fjármálamarkaðir hrynja og við endum í krónískri kreppu og verðum að rækta okkar mat sjálf útí garði. Svo taka apar líklega völdin og ég öskra "Damn you, damn you all to hell" þegar ég sé styttuna af Ingólfi Arnarssyni standa uppúr kartöfluökrunum á Lækjartorgi og nágreinni eftir um 40 ár. Væntalega klæði ég mig í vaðmálsbuxur og vaðmálsskyrtu sem kosta mig eina góða mjólkurkyr. Andskotinn hafi það. Hey...sniðugt, þegar ég var að finna linka á síðuna klikkaði ég á eina mynd á nellýs síðunni og fann stelpuna (þessi hægra megin) sem ætlaði að giftast Hauki...held ég alveg örugglega.. klikk hér.
2 ummæli:
Blessr mar við eigum eftir 300 ár í kolum. Dettum kannski niður á fyrri hluta iðnbyltingar. Muhahahah. Þetta er algjör lufsa af myndinni að dæmi. Eins gott að menn voru ekki með kragann á sér.
Skuli
Shit... bjórinn gerði hana nú aðeis sætari :)
Skrifa ummæli