febrúar 15, 2005

Blöðin

Ég var ekki viss um hvort ég nennti að vara væla eitthvða útaf blöðunum mikið. Það er aðallega tvennt sem mér leiðist í sambandi við þau. Til að hafa þetta bara stutt, því ég veit að þið sem lesið skiljið þetta alveg og ég nenni einfaldlega ekki að gera einhverja ritgerð um þetta....síðasta ritgerð fór í klessu hjá mér. Sko fyrsta atriðið er þetta: Frétta val hér á landi er mjög undarlegt. Dæmi um það eru fréttir sem eru í heimspressunni og skandinavísku pressunni en ekki er minnst á hér. Eins og fréttin sem pabbi sagði mér frá, stórmerkilegt og vel þessu virði að hugsa um, og það er um ilmvötn. Fólk er að úða og bera á sig einhver stórhættuleg krabbameinsvaldandi efni og þetta kemur í skandinavísku pressunni, en hér er ekki minnst einu einasta orði á. Svo var annað úr því sama blaði held ég, og það var um danska banskastjóra sem urðu að segja af sér vegna "inside trading" skandals, sem nota bene er líklega frekar algengt hér á landi eins og sést best á eingarstöðu, kunningjatengslum og samþjöppun á fyrirtækjamarkaði hér á landi. En það þykir víst ekki frétt hér...líklega eru menn svo vanir því hér á skerinu. Það er, fréttir sem ekki koma hér eru oft á tíðum mikilvægar og merkilegri en það rusl sem oft kemur í staðinn. Svo hitt málið, það er úrvinnsla þess efnis sem hér birtist. Oftast eru blöð og sjónvarpsþættir þannig hér að spyrjardi leyfir þeim sem hann ræðir við að ráða samtalinu, og segja alla vitleysuna sem hann vill segja í stað þess að svara spurningum beint. Svo daginn eftir kemur "kannski" svargrein eða grein með öðru sjónarhorni. Það sem vantar hér er að vinna úr greinum og gera umræður MIKIÐ BETRI. Eins og tíðkast erlendis allavega, þá fá menn fólk í viðtöl í blöðum, eða skrifa greinar um það eða þeirra málefni og málstað. Svo fara blaðamenn á stúfana og tala við aðra sem hafa aðra skoðun eða aðrar lausnir á málum. Þetta er svo skrifað í gerin þar sem bæði sjónarhorn koma fram og svo leggur blaðamaður út af þessum málum. Annaðhvort með eða móti eða bara veltir upp möguleikum í sambandi við viðkomandi málefni. hér hafa menn, pólitíkusar og áhrifamenn fyrirtækja svo til frítt útspil í fjölmiðlum landsins til að koma sínum málum, skoðunum, og áróðri, GAGNRÝNISLAUST inn á fólk. Og eins og menn vita snýst pólitík um að bullshitta og bulla sig áfram og svara engu. Það er svona næstum því skilgreining á orðinu pólitík. Ef einhver er með betri skilgreiningu, plís setið það í kommentið. Svo er það náttúrulega eitt enn sem vert er að minnast á.... það er fréttin sem ég minnist á í gær, um Eið Smára fótboltamann. Núna í Dagblaðinu í dag er grein (sjá forsíðuna) þar sem vinir og kunningjar Eiðs segja þetta vera mannlegan harmleik og þeir standi við bakið á honum. Þúsundir íslendinga lenda í þessu. Kommon.. lenda í þessu, er það einhver afsökun fyrir að keyra fullur? "Ég datt óvart í það og braut óvart allar reglur félgsins míns, og svo óvart lenti ég í því að verða keyra fullur heim." Púff maður. Svo það sem er verst við þetta er sú staðreynd að formaður KSÍ segir þetta ekki vera neitt stórmál. Íþróttamaður ársins má keyra fullur....af hverju ekki við hinir, ef það er ekkert stórmál. Allur fréttaflutningur hér gengur út á að vernda Eið Smára og gera lítið úr þessum "harmleik". ....og svo ps....ég sendi greinina sem ég gerði síðast um Breiðholtsdrenginn í Írak á www.hugi.is og hún er ekki ennþá komin inn, líklega er hún ekki "politically correct". Ég er að pæla í því að laga þetta blogg aðeins til og senda á huga, ef ég nenni þvi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Íslenskir blaðamenn stunda svokallaða sjálfhverfa lata selective copy & paste blaðamennsku.

1. 1 íslenskt mannslíf er á við 2 skandinavísk, 5 norður evrópsk, 10 suður evrópsk og bandarísk, 15 austur evrópsk og asísk, 20 palestínsk, 50 afrísk og 100.000 Rúandísk. Annað telst ekki virði þess að snú yfir á íslensku.

2. Það telst frétt ef köttur vinskast við hund á landsbygðinni eða ef snjóar yfir ljósastaur á Dalvík.

3. Það telst stórfrétt ef málið snýr að blaðamannastéttinni sjálfri.

4. Baugstíðindi segja valdar fréttir fyrir eigendur sínar s.s. spekulerasjónir hversu gott Sommerfield er á bragðið.

5. Morgunblaðið er með Agnesi en það er ekki nóg til að stíga upp úr minningargreinum og flokksleiðurum.

Þetta breytist ekki nema blaðamannastarfið hætti að vera millibilsstarf, hlutastarf, sumarstarf eða pása frá Sogni.

Cusumus

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.