september 29, 2004

Dc++ böstað af STEF/Skífunni og lögreglu

Mikið um að vera í heimi DC++ og þeirra sem vilja dánlóda tónlist, bíómyndum og forritum og tölvuleikjum frítt um netið. Þetta er svolítið undarlegt mál, finnst mér allavega, vegna þess að bæði hérlendis og erlendis hefur sala tölvuleikja, sala geisladiska og tónlistar, og aðsókn á bíómyndir veriða að stig hækka. Því hefur meira að segja verið haldið fram að dánlód af netinu sé að mörgu leyti talin orsök þessa, því fólk fær sýnishorn af því sem það langar í og kaupir. Og hér á landi fer meira að segja hluti verðs af tómum geisladiskum til STEF. Og megnið af þeim diskum sem keyptir eru fara í tölvunotkun en ekki afritun tónlistar. Það þarf ekki að rökræða þetta neitt, það sér hver maður að þetta er rugl. Þeir sem standa að þessarri rassíu eða bösti eins og það heitir á útlenskunni, segja að þeir verði af gríðarlega miklum tekjum vegna þessa dánlóds. Ég tek undir orð eins of operatornum á einni DC rásinni sem biður um sannanir. Hér er linkur inn á heimasíðu Deilis, sem sér um nokkra DC hubba. Þar undir Korkar, eru miklar umræður og linkar á fleiri staði. Þetta er bara hræðsluáróður Skífunar og STEF samtakanna til að reyna að sporna við dánlódi. Sem nota bena skaðar þá ekki, heldur eru það þeir sem dánlóda og kaupa tölvudiska og plöturnar þeirra sem halda þessu liði uppi. Nóg í bili....

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þetta er hið undarlegasta mál. Það er eitt sem gleymist í þessari umræðu. Það er mikil og vaxandi samkeppni um afþreyingartíma fólks. Hvað þú getur gert í þínum frítíma verður sífellt fjölbreyttara. Með því að gera efni aðgengilegra, eru meiri möguleikar á því að sigra samkeppnina. Þegar fólk verður vant því að sækja efni í gegnum netið, er það líklegra til að gera það gegn greiðslu síðar meir. Gott dæmi er i-tunes. Ég stórefa að það hefði slegið í gegn hefði fólk ekki vanist því að sækja tónlist um netið. Nú eru milljónir manna að downloada tónlist á netinu gegn greiðslu. Meira að segja tónlist.is gengur vel. Með því að miðla bíómyndum í gegnum netið gætu kvikmyndafyrirtæki örugglega aukið hagnað sinn. Í dag kostar 850 krónur í bíó og í staðinn áttu að fá mynd á breiðtjaldi með góðu sándi og þægilegum sætum. Því ætti það að kosta miklu minna að downloada mynd til að horfa á heima. Ef maður gæti downloadað nýrri mynd fyrir 300 kr í DVD gæðum þá myndi maður í flestum tilfellum velja þann kost frekar en að horfa á myndir sem eru teknar á cameru í bíói eða screener með böggandi texta og verður af og til svart hvít. Sama með forrit. Bill Gates vill að í framtíðinni verði hægt að leigja forrit. Þú greiðir bara fyrir hvert skipti sem þú notar það. Þá þarftu ekki að kaupa Photoshop á 70 þúsund ef þú notar það bara 10 sinnum á ári og kemur í veg fyrir að þú freystist til að ná í photoshop ólöglega. Vandamálið er ekki "brotavilji" netnotenda, heldur röng söluaðferð. Að fara út í búð að kaupa geisladisk, að fara í bíó, að kaupa forrit er orðið úrelt. Það er komið árið 2004. Það hefur bara gleymst að segja Skífunni og STEF frá því.
Gni.

-Hawk- sagði...

Ja hérna... gaman að vita hvernig þetta fer allt saman. Gaman að sjá að lögreglan skuli virkilega eyða sínum tíma í svona stuldir í staðin fyrir að vera meira á vakt út í þjóðfélaginu og verja borgara fyrir innbrotum og slagsmálum. Já og kannski ættu þeir frekar að nota sinn tíma í að kanna hverjir eru að downloada barnaklámi frekar enn að sjá hverjir eru að ná í nýjasta diskinn með Britney...

Nafnlaus sagði...

Strákar, þetta er ekki löggunni að kenna. Hennar hlutverk er að framfylgja lögum og reglu sem hún og gerir. Þeir eru ekki orsakavaldurinn. Það eru aðilar í þessu sem greinilega finnst brotið á sér og þess vegna var lögreglan kölluð til.

Auðvitað hefur það áhrif á sölutölur að fólk er að hlaða niður efni. Þau rök að sala hafi aukist vegna niðurhalsins er erfitt að sanna. Getur ekki bara verið að neysla afþreygingarefnis sé að aukast meira en áhrif niðurhalsins. Þetta er flókið mál og má rökstyðja að tónlist lúti ekki sömu lögmálum og kvikmyndir. Þ.e. að sala tónlistar aukist með niðurhali.

Margt af þessu efni sem verið er að hlaða niður í óleyfi er einnota efni. Flestar af þessum bíómyndum eru einnota og enginn vill sjá oftar en einu sinni hvað þá eiga. Að hlaða þeim niður og horfa á í þetta eina skipti er því klárlega stuldur.

Afþreygingargeirinn hefur ávalt viljað mismuna viðskiptavinum sínum í verði (þ.e. verðleggja mismunandi eftir verðþoli neytanda þannig að hámarks afkoma náist). Þeir fundu upp svæðisskiptingu á DVD myndum til að geta haft mismunandi verð í mismunandi löndum. Einnig er klassískt að gefa fyrst út dýrari útgáfu á DVD fyrir áhugafólk sem er viljugt að borga meira (fólk sem yðar í skinninu og getur ekki beðið) og svo bónusútgáfuna eftir einhver ár sem selst á slikk með pulsupakka.

Vandamál kemur upp þegar um er að ræða fólk með látt verðþol gagnvart vörunni ásamt því að yða í skinninu eftir að neyta hennar. (þ.e. getur ekki beðið eftir að hún lækki í verði eða er gefinn með pulsupakka). Þessi hópur er duglegastur að hlaða niður stolnu efni á netinu.

Spurningin er því hvort hægt sé að koma fram með samsetningu sem hentar þessum kúnahópi. Þessi samsetning verður að auka selt magn fyrist verðið lækkar. Eins og staðan er í dag þá hafa söluaðilar ekki lausn og hafa ákveðið að þjónusta ekki þessa samsetningu á þörfum.

Þeir veðja á að löngunin sé yfirsterkari verðþolinu og neytendur muni finna leið til að neyta á verði sem er þeim ofviða. Til að styrkja þetta model þá er löggjöfinni beytt.

Það eina sem kemur neytendum til bjargar er að framboð á afþreygingu er að aukast svo mikið að erfiðara og erfiðara er fyrir söluaðila að keppa um tíma neytenda. Vonandi átta þeir sig á þvi að það er betra að éta sjálfan sig (lækka verð og þar með innkomu) heldur en láta einhvern annan gera það fyrir mann. Auk þess er líklegt að sala aukist til muna ef þeir lækka verðið og að heildarinnkoman verði meiri en áður.

Cuzumus

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.