ágúst 30, 2004
Afmæli, dauði, getraun og blogg
ágúst 27, 2004
Smá pæling
Ég hef oft séð greinar á Huga.is og annarsstaðar þar sem fólk er að tala um trú og og guð. Fólk notar trú til að réttlæta, útskýra og halla sér að þegar bjátar á. Notar hana í hvaða skilningi sem er. Svo las ég blaðið Lifandi Vísindi sem kom út núna um daginn og fjallar um tímaflakk og hvað tíminn er. Í þessu hefti er grein þar sem talað er um bók Stephen Hawking, A Brief History of Time, From the Big Bang to Black Holes, eða “Saga tímans” í íslenskri þýðingu. Þar sem hann fjallar um sköpun heimsins og reynir að útskýra hvernig hann varð til.
Sá sem skrifaði þessa grein í blaðið komst að sömu niðurstöðu og þegar ég las þessa bók Hawkings. Niðurstaðan er sú að þegar Miklihvellur gerðist að talið er, varð hann úr engu. Og þá kemur þessi spurning upp; Hvernig getur eitthvða orðið til úr engu? Hawking gefur til kynna að einhver guðleg hjálp hafi þar verið að verki. Hann heldur opnum möguleikanum á því að guð eða guðlegt fyrirbæri sem gæti skapað eitthvað, sem vísindin gætu ekki skýrt.
Þá kemur eiginlega sprurningin sem ýtti á mig að skrifa þessa grein. Er hægt að samræma visindi og trú? Passar þetta tvennt saman? Til að svara því eru til nokkur rök, og tek ég sum þeirra hér, sem mér finnst svara þessari spurningu best og set þau fram.
Í fyrsta lagi, hver er munur á vísindum og trú. Svar við þeirri spurningu er einfalt. Vísindi leita að staðreyndum með ákveðnum aðferðum og reyna að nálgast “sannleikann” ef svo mætti segja með því að sýna fram á hann á snertanlegan og sannanlegan hátt. Niðurstaðan verður nær aldrei staðreynd, en hinsvegar afar líkleg.
Trúin er hinsvegar á hinum ásnum. Trú hefur enga sönnun, engan skýran útgangspunkt, og niðurstaðan verður aldrei annað en túlkun og það sem fólk vill að hún verði.
Í öðru lagi er það skynsemi. Oft er talað um svökölluð skynsemisrök í ýmsum málum. Þau virka á vísindin og allt sem tengist mannlegu lífi og fólk notar þau mikið eða svo til eingöngu. En þegar kemur að trúnni virka þessi rök ekki, því trúin sneiðir hjá allri skynsemi og býr sér til forsendur og lausnir.
Svarið við spurningunni er því þetta; Trú og vísindi passa ekki saman. Því er það mér torskilið hvers vegna menn eru að blanda þessu saman yfir höfuð. Er ekki hægt að sætta sig við að skilja stundum ekki það sem manni langar að fá svör við. Af hverju að búa til eitthvað sem heitir guð, eða allah eða eittvhað slíkt?
Föstudagur enn og aftur
ágúst 25, 2004
Golfkennsla í kvöld
Aþena 2004.
Ekki mikið gerst síðan í gær, fór með mömmu og fékk mér golfskó frá Adidas. Prufa þá í kvöld. Horfði á Ólympíuleikana í gær þegar Þórey Edda náði 5 sæti í stangastökki. Sú keppni var mjög skemmtileg. Við sátum bæði föst og gláptum á þær hoppa yfir prikið.
Hér er andsvar við kommenti Hauks.
Ég veit að þú ert mainstream, það er ég að mörgu leyti líka. Og margt gott sem kemur þaðan, en ansi mikið af því er algert krapp, og þá er ég ekki að tala um persónulegan smekk minn, heldur bara staðreynd. Þú ert reyndar full mainstream fyrir minn smekk á margan hátt. Það er hellingur af góðu stuffi þarna, og jafnvel hæfileikaríkir einstaklingar eru kaffærðir því þeir eiga að hafa eitthvað ákveðið lúkk og sánd. Eins og til dæmis Svala Björgvinsdóttir lenti í. Henni var sagt að klæða sig svona og syngja svona og hegða sér svona. Þetta er orðið gelt. Ekki lengur frjósamur jaðrvegur til að leita hugmynda og fá innlbástur. Í sambandi við Dauðaspaðann.. sú síða rúlar.
ágúst 24, 2004
Myndböndin og lúkkið.
ágúst 23, 2004
Er að fara í nudd
Rap umræðan og fleira.
ágúst 19, 2004
Frábærar síður
Um síðuna
Sigur
ágúst 18, 2004
Ísland - Ítalía og fleira
ágúst 17, 2004
Rekinn !!!!
ágúst 16, 2004
Rap, af gefnu tilefni
Boðskapur gangster rappara
Ég hef stúderað tónlist talsvert og get ekki orða bundist lengur. Allar tónlistarstefnur hafa sína texta og oftast eru þeir frakar misjafnir að gæðum. Ein stefna finnst mér þó bera af í vitleysunni, og það er þetta svokallaða “gangsta rap” eins og þeir 50 Cent og G-unit eru að kynna. Bæði eru það textarnir sem eru bæði flestir arfaslakir og svo er það þetta útlit og lúkk sem þeir kynna alveg rosalega hallærislegt. Boðskapurinn er samt það versta, þegar lúkkið og textarnir koma saman og úr verður heild sem er ekki bara fáránleg, heldur stórhættuleg líka.
Byrjum á textunum. Í gegnum tíðina hafa verið til svokallaðir bófarapparar frá því að rappið byrjaði uppúr 1975 eða þar nálægt. Ástæða þessarar stefnu í rappi og hip hoppi er sú að þessi tónlist byrjaði í hverfum svartra þar sem fátækt og glæpir réðu ríkjum og menn sungu og röppuðu um þann veruleika sem þeir þekktu. En í dag gera menn út á þetta glæpadæmi með því að tala eins og verstu ræflar. Glæpir eru gerðir cool, og kvenfyrirlitning er gríðarleg, sem og rasismi og andfélagslegur áróður. Dæmi: Á 50 Cent var talað um og fólk látið syngja um dóp og eiturlyf, krakkar sem vita ekki hvða það er eða hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Svo fjallaði eitt lagið um munnmök, sem krakkar hér líta á sem sjálfsagðin hlut segja margir. Rétt eins og það á fá sér sleikjó útí sjoppu. Annað dæmi sem margir þekkja sem eru orðinir eldri en 20 ára, og það er bandið Body Count, með Ice-T í aðalhlutverki. Þeir gáfu út lagið Cop Killer sem var bannað og allt varð vitlaust út af í USA vegna þeirra áhrifa sem það hafði á samfélagið. Þar var skotvopnum og morðum og dópi getr hátt undir höfði með fyrirlitningu á samfélaginu og þeim sem þess gæta, lögreglunni. Þetta er í raun inntakið í öllu sem þeir segja. Orð eins og bitch, whore (um konur) og pigs og fleira um löggur. Hvað læra menn af þessu og hvað hugsa unglingar sem þetta heyra. Það gerist sem einn hugari sagði á einhverjum korkinu, þegar hann lýsti showi 50 Cent. Slagsmál útum allt og aðallega svartir sem eru ósáttir við hvíta, eða eitthvað í þá áttina. Þetta er tónleikamenningu hér á landi til háborinnar skammar, ölvun og slagsmál og rasismi.
Útlitið er næst. Lúkkið hjá þessum mönnum er líka í raun fyndið ef eitthvað mætti kalla það. Berir að ofan með bling bling, eða gulldrasl um hálsinn og í tönnum og eyrum. Þetta er ekki veruleiki, þetta er ákveðin tíska. Einstaka glæpamenn og rapparar eru svona. Gott og vel, tíska á rétt á sér og er oft bara til góðs. En í þessu tilfelli er hún það ekki. Þetta finnst sumum cool og töff og er það þá þeirra vandamál J. Þessi tíska boðar að peningar og gull séu allt og menn eigi ekki að hafa neitt nema naktar konur og flotta bíla. Það er afskaplega þunnur boðskapur. Ekki neita ég því að naktar konur sé flottar né flottir bílar neitt slor. Minn veruleiki er allavega meira en það. Þetta yfirborðskennda lúkk þeirra og boðskapur er ekkert annað en yfirborðskennt rugl sem er ekki í neinum takti við raunveruleikann. Það er gott að dreyma og sýnast, en í tilfelli rappara eins og þeirra 50 Cent og G-Unit er þetta þeirra líf og boðskapur, sem þeir kynna öllum sem þeir geta. Það sem er verst við þetta að íslenskum unglingum finnst þetta töff og fá brenglaða hugmynd af lífinu og því sem þessir menn tala um. Bara nöfnin á þessum mönnum 50 Cent eru peningar, Young Bucks, líka peningar, og Lloyd Banks, Banki og peningar...Finnst fólki þetta vera töffarar, að láta skjóta sig og vera í veseni með lögreglu, slasa og drepa menn, selja nota og kynna eiturlyf fyrir ungu fólki, ala á rasisma og kvennhatri. Er töff að berja mann og annan? Er töff að skemma eigur fólks, Er töff að nauðga og fara illa með kvenfólk? Er töff að vera rasisti? Hvað finnst ykkur?
Svo maður tali ekki um tónlistarlegu hliðina, þetta er eins steingelt og ég veit ekki hvða. Eminem hefur gert góð lög, Quarashi eru fínir, en þessi 50 Cent og félagar eru bara gæjar með dj eða undirspil á teipi sem segja halda ekki upp lagi, því þeir eru hæfileikalausir tónlistarmenn. Góðir rapparar....það má deila verulega um það.
Elvis Presley lést á þessum degi árið 1977.
ágúst 12, 2004
Sá líkamsárás í gær
ágúst 11, 2004
Veðrið.. hvað annað
ágúst 06, 2004
Föstudagsfárið..eða hvað?
ágúst 04, 2004
Helgin búin og ég á lífi.
Bloggsafn
-
▼
2004
(63)
-
▼
ágúst
(19)
- Afmæli, dauði, getraun og blogg
- Smá pæling
- Föstudagur enn og aftur
- Golfkennsla í kvöld
- Aþena 2004.
- Myndböndin og lúkkið.
- Er að fara í nudd
- Rap umræðan og fleira.
- Frábærar síður
- Um síðuna
- Sigur
- Ísland - Ítalía og fleira
- Rekinn !!!!
- Rap, af gefnu tilefni
- Elvis Presley lést á þessum degi árið 1977.
- Sá líkamsárás í gær
- Veðrið.. hvað annað
- Föstudagsfárið..eða hvað?
- Helgin búin og ég á lífi.
-
▼
ágúst
(19)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.