ágúst 30, 2004

Afmæli, dauði, getraun og blogg

Til hamingju með daginn um daginn Skúli. Velkominn í hóp "Elstu manna". Eins og elstu menn muna lést uppáhaldstónlistarmaðurinn minn og Gunna (Gni) daginn áður, þann 27 ágúst 1990 í þyrluslysi. Stevie Ray Vaughan gítaleikar, sögnvari og blúsari og rokkari. Hér eru nokkrar síður um hann. Sony/Epic síðan þar sem hann var á samningi. Síðan hans Brian Combs sem ég kynntist einusinni á netinu og er með nokkra góða linka á fleiri síður. Hér er The Official SRV fan club, sem annar kunningi minn af netinu rekur, Craig Hopkins. Annars komu fín komment á þennan pistil minn, bæði á Huga.is og hér á síðunni minni. Skúli og Gunni svöruðu með skemmtilegum rökum og pælingum. Ég er ekki viss um að ég nenni að svara meira því þá skrifa ég ritgerð, en ef ég dett niður á lausn í stuttu máli, geri ég það. Þessi svör þeirra og greinin minna mig á gamla kaffihúsa tíma af Svarta kaffinu hér í den, þegar við ræddum á þesusm nótum um hvað sem er. Svörin á huga voru gáfulegri en ég átti von á :) enda of mikið af bulli þar inni. Það er ekki auðvelt að bíða við símann og vona að maður fái nýja vinnu, en ég átti að frétta eitthvað eftir 27. ágúst, sem var föstudagur, og í gær kom ekkert símtal, og þegar þetta er skrifað hefur heldur ekkert komið. Mjjjög erfitt að bíða. Viðurkenni smá stress. Til að losna við það er gott fara á Dauðaspaðann og reyna við nýjustu getraun Hauksins, eða lesa ævintýri hans af djamminu og lífinu í Köben. Önnur hugmynd sem við Skúli veltum fyrir okkur á msn í gær var að gera sameiginlega blogg síðu, og hugmyndin væri að fá Gunna, Hauk, Sveinbjörn, Silla og alla sem ég er að gleyma til að vera með og þannig getum við haldið örðuvísi sambandi, þar sem við getum ekki farið í Keiluna eða Golf saman því við erum á sitthvorum staðnum í heiminum. Skúli og Gunni eru að skrifa skemmtilega pistla hér reglulega, sem og Haukur, þannig að pælingin er að gera open forum eða eitthvað þannig. Framhald af menningarklúbbnum sem alltaf er í bígerð. Hvað finnst ykkur? Komment plís......-

ágúst 27, 2004

Smá pæling

Þessa pælingur set ég á huga.is líka til að kanna viðbrögðin :) En ég fer ekkert útí neitt nastí, eins og það að þeir sem eru mjög trúaðir séu öryrkjar eða neitt þannig, það kemur kannski síðar :). Hér er greinin.

Ég hef oft séð greinar á Huga.is og annarsstaðar þar sem fólk er að tala um trú og og guð. Fólk notar trú til að réttlæta, útskýra og halla sér að þegar bjátar á. Notar hana í hvaða skilningi sem er. Svo las ég blaðið Lifandi Vísindi sem kom út núna um daginn og fjallar um tímaflakk og hvað tíminn er. Í þessu hefti er grein þar sem talað er um bók Stephen Hawking, A Brief History of Time, From the Big Bang to Black Holes, eða “Saga tímans” í íslenskri þýðingu. Þar sem hann fjallar um sköpun heimsins og reynir að útskýra hvernig hann varð til.

Sá sem skrifaði þessa grein í blaðið komst að sömu niðurstöðu og þegar ég las þessa bók Hawkings. Niðurstaðan er sú að þegar Miklihvellur gerðist að talið er, varð hann úr engu. Og þá kemur þessi spurning upp; Hvernig getur eitthvða orðið til úr engu? Hawking gefur til kynna að einhver guðleg hjálp hafi þar verið að verki. Hann heldur opnum möguleikanum á því að guð eða guðlegt fyrirbæri sem gæti skapað eitthvað, sem vísindin gætu ekki skýrt.

Þá kemur eiginlega sprurningin sem ýtti á mig að skrifa þessa grein. Er hægt að samræma visindi og trú? Passar þetta tvennt saman? Til að svara því eru til nokkur rök, og tek ég sum þeirra hér, sem mér finnst svara þessari spurningu best og set þau fram.

Í fyrsta lagi, hver er munur á vísindum og trú. Svar við þeirri spurningu er einfalt. Vísindi leita að staðreyndum með ákveðnum aðferðum og reyna að nálgast “sannleikann” ef svo mætti segja með því að sýna fram á hann á snertanlegan og sannanlegan hátt. Niðurstaðan verður nær aldrei staðreynd, en hinsvegar afar líkleg.

Trúin er hinsvegar á hinum ásnum. Trú hefur enga sönnun, engan skýran útgangspunkt, og niðurstaðan verður aldrei annað en túlkun og það sem fólk vill að hún verði.

Í öðru lagi er það skynsemi. Oft er talað um svökölluð skynsemisrök í ýmsum málum. Þau virka á vísindin og allt sem tengist mannlegu lífi og fólk notar þau mikið eða svo til eingöngu. En þegar kemur að trúnni virka þessi rök ekki, því trúin sneiðir hjá allri skynsemi og býr sér til forsendur og lausnir.

Svarið við spurningunni er því þetta; Trú og vísindi passa ekki saman. Því er það mér torskilið hvers vegna menn eru að blanda þessu saman yfir höfuð. Er ekki hægt að sætta sig við að skilja stundum ekki það sem manni langar að fá svör við. Af hverju að búa til eitthvað sem heitir guð, eða allah eða eittvhað slíkt?

Föstudagur enn og aftur

Golfkennslan var góð og kennarinn hrósaði okkur talsvert. Freyja náði að laga það sem var að hjá henni, þannig að við vorum að gera góða hluti og erum bæði ánægð með tímann og frammistöðuna. Freyja var að æfa að fylgja eftir og gera rétta alxarhreyfingu. Ég var að vinna í jafnvægi og þungaflutningi í sveiflunni. Einnig í tempói í sveiflunni, og gekk það bara vel. Síðasta atriðið var hvernig ég held á kylfunni, ég var með kúluna of aftarlega, en er búinn að laga það núna. Þá er bara tæma hugann og slá... swiiiinnggg..... Það er ekki neitt búið að ske, talaði við Hauk og Skúla á msn í gær, og Gunna í símann. Eitthvað andlaus núna. úff...skrifa meira þegar ég fæ andann yfir mig. Hugsanlega fæ ég mér vínanda í kvöld í formið Guinness bjórs og Tuborg, en það kemur í ljós.

ágúst 25, 2004

Golfkennsla í kvöld

Ég fer í golfkennslu í kvöld og næ vonandi að laga sveifluna enn meira. Eftir síðasta tíma náði ég að laga nokkur atriði, stöðuna á höfðinu sem var þannig að ég horfði of mikið niður, núna er hausinn upp en augun niður. Svo var það hvernig ég hreyfði fótinn, sem ég gerði aðeins, en geri ekki núna. Og svo er ég að vinna í að laga tempóið í sveiflunni. Ég fór of hratt niður og var að reyna of mikið að slá fast, en núna reyni ég að fara rólega af stað og svo eyk ég hraðann þegar neðar dregur. Þegar ég næ þessu öllu í einu, næ ég frábærum höggum. Þetta er allavega að svínvirka. Freyja er að fara að laga einhver atriði, þó ekki þau sömu og ég, því ég er kominn lengra en hún í sveiflunni :) Hún er öll að koma til, en þarf að laga nokkur atriði. Er allavega efnileg. Og það er gaman að keppa við hana á jafnréttisgrundvelli á litla vellinum í Setberginu. Ég stend betur að vígi á lengri völlum hinsvegar, en það lagast þegar tíminn líður og hún æfist. Hér er staðurinn sem við æfum á undir leiðsögn kennara. Sú sem kennir okkur er Ragnhildur Sigurðardóttir og er margfaldur íslandsmeistari kvenna í golfi.

Aþena 2004.

Ekki mikið gerst síðan í gær, fór með mömmu og fékk mér golfskó frá Adidas. Prufa þá í kvöld. Horfði á Ólympíuleikana í gær þegar Þórey Edda náði 5 sæti í stangastökki. Sú keppni var mjög skemmtileg. Við sátum bæði föst og gláptum á þær hoppa yfir prikið.

Hér er andsvar við kommenti Hauks.

Ég veit að þú ert mainstream, það er ég að mörgu leyti líka. Og margt gott sem kemur þaðan, en ansi mikið af því er algert krapp, og þá er ég ekki að tala um persónulegan smekk minn, heldur bara staðreynd. Þú ert reyndar full mainstream fyrir minn smekk á margan hátt. Það er hellingur af góðu stuffi þarna, og jafnvel hæfileikaríkir einstaklingar eru kaffærðir því þeir eiga að hafa eitthvað ákveðið lúkk og sánd. Eins og til dæmis Svala Björgvinsdóttir lenti í. Henni var sagt að klæða sig svona og syngja svona og hegða sér svona. Þetta er orðið gelt. Ekki lengur frjósamur jaðrvegur til að leita hugmynda og fá innlbástur. Í sambandi við Dauðaspaðann.. sú síða rúlar.

ágúst 24, 2004

Myndböndin og lúkkið.

Eftir nuddið í gær er ég allur aumur í bakinu og milli herðablaðanna. En er á lífi. Gulla er góður nuddari. Ef einhver vill komast í nudd er síðan hennar hér. Hún er aðeins ódýrari en stofur. Annars er Freyja að fara í klippingu á eftir og ég fer með mömmu að skoða golfskó á útsölu í búðinni Hole in one. Kennarinn minn sagði mér að ég þyrfti skó :) Kommentið frá Hauki í gær var gott, og góður punktur þar á ferð. Það er rétt að tónlist í dag er nánast algert krapp, boy bönd og ofurpródúseraðir pretty boys and girls með ömurlega tónlist slá í gegn með ömulegri útgáfu af eldra lagi. Vegna þess að þessu fólki voru ekki gefnir hæfileikar, né var hægt að þjálfa þá upp í þeim. Þess vegna fá þau að taka lög eftir aðra sem þau ná á vinsældarlista og halda að þau séu góðir tónlistarmenn. En það er verra er að eins og Haukur segir, að þetta sé allt eins og mikið krapp í gangi, þá er það unga fólkið sem heldur að þetta sé það sem er gott. Svo þegar það hlustar á betra stuff eins og Bítlana, Duran, Depeche Mode, og bara hvað sem er, finnst þeim það bara vera eitthvað gamallt drasl. Jafnvel gæðatónlist í sem ennþá nær að leka gegnum slepjuna sem þekur allt (úúúú skáldlegur :) finnst þeim það vera ömurlegt. Þegar standardinn er svona lélegur, og krökkum og fólki eru seldar stereótýpur og mónótónískar eftirlíkingar hver af annarri sem geta ekkert, ekki einusinni feikað mæm á sviði...þá er illa komið fyrir fólki. Þetta kemur í raun beint inn í umræðuna hans Skúla Cuzumus um Totalitarianismann frá 19. águst. Skilgreining á Totaliterianisma er hér. Öllu er stýrt og einstaklingurinn fær ekki að velja, honum er sagt hvað hann á að velja. Þó það sé ekki beint gert af ríkinu, er það í raun þaðan sem viðmiðin koma. Stjórnvöld segja hvað má og hvað ekki, hvað er æskilegt með því að taka undir það sem markaðsmenn og auglýsendur segja, með því að mótmæala þvi ekki. Það má líta á það þannig. Ef maður lítur svona á hlutina fer maður kannski að hallast af því að Siggi Pönk hafi eitthvað til síns máls. Hvort er betra engin stjórn eða allavega lítil stjórn eða ofstjórn.

ágúst 23, 2004

Er að fara í nudd

Þá er það brostið á, ég er að fara í nudd kl. 18 hjá Gullu systur Freyju. Það verður snilld og vonandi lagar hún skrifstofusetuvöðvabólguna aðeins. Svo fara málin að flækjast aðeins, ég hætti hér 1 október í vinnunni, en eftir tvær vikur verður allt fullmannað og ég veit ekki hvar ég verð settur. Ætli ég hætti ekki bara viku fyrr en en áætlað er, eða tveim vikum fyrr. Ekki annað hægt ef ekki er pláss neinsstaðar. Well... það kemur í ljós.

Rap umræðan og fleira.

Ég póstaði þessa rap grein mina á Huga.is þegar ég setti hana hér inn, og so far eru komin 55 svör. Sum góð, önnur rugl, en ég fékk nokkur hrós fyrir að "segja sannleikann" :) og það er bara gott mál. Fríið fór þannig að við fórum með pabba upp í Munaðarnes á föstudagskvöldið. Var hlustað á gott gamallt eðal kántrí á leiðinni, sem sagt stuð í bílnum. Daginn eftir fórum við upp á Grábrók, grilluðum pulsur ekki pylsur.. PULSUR. Svo komu gestir sem ég þekki ekki neitt, eitthvað fólk úr sveitinni fyrir norðan. Það var fínt, vorum að kjafta, borða og þannig. Sunnudagurinn var slökun fram yfir hádegi, svo var farið Fjallabaksleið eða hvað það heitir frá Húsafelli til Þingvalla. Sem var fínt, en eitt sem mér fannst skyggja á ferðina, eða kannksi tvennt. Hávaði í veginum, því hann var rosalega harður, og svo skyggnið var ekki heldur gott á köflum. Við sáum Skjaldbreið, Langjökul, Okið og Þórisjökul, og fleiri fjöll og hóla. Íslensk auðn eins og hún gerist best. Svo þegar við komum niður á Þingvelli í frábæru veðri, logn og sól, eftir smá regnskúr. Regnbogar og rosalega fallegt umhverfi, var þar enginn. Ekki einn bíll, 2 tjöld og 4 túristar. Svo komum við heim og fengum okkur KFC um 10 leitið um kvöldið. Svo fór fjölskylda Freyju aftur til baka. Mér tókst að lesa smá Harry Potter á leiðinni yfir öræfin.

ágúst 19, 2004

Frábærar síður

Siggi Pönk er með flotta síðu sem er uppfull að sniðugum pælingum og leiðbeiningum. Hér er síðan hans Sigga Punk. Hér er síðan Andspyrna.net sem er einnig á hans vegum. En skoðið síðuna hans og linkana á þeirri síðu, ásamst því að skoða linkana síðunni Dordingull. Smellið hér til að komast beint þangað, því þar eru góðar leiðbeiningar við að gera hina ýmsu hluti. Eins og til dæmis hvernig á að halda tónleika, trúmal, deyjandi punk senuna, hvernig á að sleikja píkur rétt og svo framvegis. Check it out.

Um síðuna

Smá sem ég vil benda á. Það er þessi banner sem kemur efst, sem ég hef silfurlitaðann, sem er sniðugur, skoðið hann. Gott framtak hjá Blogger.com. Einnig mun ég bæta á síðuna einhverju skemmtilegu þegar á líður og ég nenni :) Linkar á blöð og tónlist til hlaða niður og þannig efni.

Sigur

Frábær sigur okkar Vís-Lendinga á Ítölum, Tvö núll og 20 þúsund manns á vellinu, eða hvað? Sigurinn staðreynd en ég á verulega bágt með að trúa því að það hafi verið 20 þús manns. Eins og Cuzumus segir í kommentinu frá því í gær gæti það ekki gengið upp. Á heimasíðu KSÍ má sá tölfræði yfir völlinn, og þar kemur fram að hann tekur 7 þúsund í sæti og 7 þúsund í stæði, samanlagt 14 þúsund manns. Smellið hér til að skoða. Þannig að fara að troða 6 þúsund manns meira á þetta litla svæði ætti að vera ógerlegt. Það sem er einnig merkilegt við þetta er að þetta svokallaða met verður ekki slegið þar sem það á að klára og byggja nýja stúku og klára hringinn og loka vellinum þannig. Þá kemur völlurinn til með að taka 12-13 þúsund manns í sæti og ekki hægt að bæta við neinu. Ég var á móti þessari stúku þegar hún var byggð 1997, því hún var of lítil. Núna sjá þeir að þeir geta sett 20 þús manns á völlinn og jafnvel fleiri ef það er góð aðstaða og fólk sér allstaðar vel. En hvað gera þeir, hafa völlin of lítinn. FÆREYJAR ERU MEÐ 15 ÞÚSUND MANNA VÖLL. Kommon... Aaaarrghh.. Pirringur og bölv... Hverskonar fávita skammsýni er þetta????? Auðvitað að að byggja völl sem tekur 25 þúsund manns því það er lítði mál að fylla hann. If you book them, they will come. Ég er sammála Skúla Cusumus um vallarmetið, verulega vafasamt. En svaka stemming og skemmtilegur leikur og frábær sigur eingu að síður. Svo hvet ég alla sem lese bloggið mitt (líklega bara 4 kannski :) að kommenta og lesa hin stórskemmtilegu kommet sem komin eru, og að öllumöðrum ólöstuðum heldur Cusumus uppi málefnalegum umræðum og er skemmtilegur penni líka. Hann og þið hin gerið þessa síðu þannig að hún er gagnvirk og skemmtileg, þó að rausið í mér sé misjafnt :)

ágúst 18, 2004

Ísland - Ítalía og fleira

Ég og Freyja erum að fara á leikinn á Laugardalsvellinum í kvöld. Menn búast við að vallarmet verði slegið í kvöld. Hið þekkta knattspyrnulið Ítala mætir, þjálfari Chelsea verður í áhorfendahópnum meðal annars. Svo langar mig á Lou Reed líka á föstudaginn í Laugardaslhöllinni, en það er séns að við förum í sumarbústað með tengdaforeldrunum á sama tíma. Svo missum við af menningarnóttinni líka því verðum í bústaðnum. Það er ok svo sem, þar sem ég hef farið í flest skiptina á menningarnóttina og það var rosalega gaman. En það verður frábært að fara í bústað og chilla....

ágúst 17, 2004

Rekinn !!!!

Jæja... þá kom að því. Mér var sagt upp vinnunni í dag. Eitthvað sem ég hafði búist við lengi enda ekki nema með tímabundna ráðningu. En það er alltaf leiðinlegt þegar sagt er við mann að maður sé að missa vinnuna. En þetta var viðbúið, því bossinn sagði við mig þegar ég var ráðinn inn hingað, að það væru mjög góðar líkur á að ég yrði hér áfram. Svo byrjaði hann að draga í land með það og fór að tala um hvað ég lærði mikið á því að vinna hér og svo framvegis. Það er næstum tveir mánuðir síðan ég spurði hann hvort ég fengi að vera áfram. En hann gat ekki svarað því fyrr en núna. Hann kallaði mig inn á teppið til sín og messaði svo yfir mér hvað hann gæti ekki haft okkur lausamennina lengur, (einn lögfræðingur í afleysingum líka) og við ættum að hætta þann 1 október. Þannig að ef vildum finna okkur aðra vinnu væri það gott tækifæri að fara að huga að því. Svo spurði hann mig hvort þetta væri ekki í lagi og hvort hann væri nokkuð að ganga að bak orða sinna, sem hann var að gera náttúrulega, en ég sagði nei. Sagði það við mömmu og mig að ég yrði mjög líklega áfram, en ekki lengur. Menn með 200 stig í IQ þurfa ekki að muna svona smáatiði. Þegar hann var búinn að tala sitt, sagði hann bara "þakka þér fyrir og þú mátt fara". Ég gat ekki sagt neitt því ég var eins og sést rekinn út frá honum. En þetta er hans samskiptamáti. Talar sitt og vísar fólki svo út. En hann er með 200 stiga IQ og því þarf hann ekki að hlusta á fólk, þvi væntalega veit hann allt.

ágúst 16, 2004

Rap, af gefnu tilefni

Boðskapur gangster rappara

Ég hef stúderað tónlist talsvert og get ekki orða bundist lengur. Allar tónlistarstefnur hafa sína texta og oftast eru þeir frakar misjafnir að gæðum. Ein stefna finnst mér þó bera af í vitleysunni, og það er þetta svokallaða “gangsta rap” eins og þeir 50 Cent og G-unit eru að kynna. Bæði eru það textarnir sem eru bæði flestir arfaslakir og svo er það þetta útlit og lúkk sem þeir kynna alveg rosalega hallærislegt. Boðskapurinn er samt það versta, þegar lúkkið og textarnir koma saman og úr verður heild sem er ekki bara fáránleg, heldur stórhættuleg líka.

Byrjum á textunum. Í gegnum tíðina hafa verið til svokallaðir bófarapparar frá því að rappið byrjaði uppúr 1975 eða þar nálægt. Ástæða þessarar stefnu í rappi og hip hoppi er sú að þessi tónlist byrjaði í hverfum svartra þar sem fátækt og glæpir réðu ríkjum og menn sungu og röppuðu um þann veruleika sem þeir þekktu. En í dag gera menn út á þetta glæpadæmi með því að tala eins og verstu ræflar. Glæpir eru gerðir cool, og kvenfyrirlitning er gríðarleg, sem og rasismi og andfélagslegur áróður. Dæmi: Á 50 Cent var talað um og fólk látið syngja um dóp og eiturlyf, krakkar sem vita ekki hvða það er eða hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Svo fjallaði eitt lagið um munnmök, sem krakkar hér líta á sem sjálfsagðin hlut segja margir. Rétt eins og það á fá sér sleikjó útí sjoppu. Annað dæmi sem margir þekkja sem eru orðinir eldri en 20 ára, og það er bandið Body Count, með Ice-T í aðalhlutverki. Þeir gáfu út lagið Cop Killer sem var bannað og allt varð vitlaust út af í USA vegna þeirra áhrifa sem það hafði á samfélagið. Þar var skotvopnum og morðum og dópi getr hátt undir höfði með fyrirlitningu á samfélaginu og þeim sem þess gæta, lögreglunni. Þetta er í raun inntakið í öllu sem þeir segja. Orð eins og bitch, whore (um konur) og pigs og fleira um löggur. Hvað læra menn af þessu og hvað hugsa unglingar sem þetta heyra. Það gerist sem einn hugari sagði á einhverjum korkinu, þegar hann lýsti showi 50 Cent. Slagsmál útum allt og aðallega svartir sem eru ósáttir við hvíta, eða eitthvað í þá áttina. Þetta er tónleikamenningu hér á landi til háborinnar skammar, ölvun og slagsmál og rasismi.

Útlitið er næst. Lúkkið hjá þessum mönnum er líka í raun fyndið ef eitthvað mætti kalla það. Berir að ofan með bling bling, eða gulldrasl um hálsinn og í tönnum og eyrum. Þetta er ekki veruleiki, þetta er ákveðin tíska. Einstaka glæpamenn og rapparar eru svona. Gott og vel, tíska á rétt á sér og er oft bara til góðs. En í þessu tilfelli er hún það ekki. Þetta finnst sumum cool og töff og er það þá þeirra vandamál J. Þessi tíska boðar að peningar og gull séu allt og menn eigi ekki að hafa neitt nema naktar konur og flotta bíla. Það er afskaplega þunnur boðskapur. Ekki neita ég því að naktar konur sé flottar né flottir bílar neitt slor. Minn veruleiki er allavega meira en það. Þetta yfirborðskennda lúkk þeirra og boðskapur er ekkert annað en yfirborðskennt rugl sem er ekki í neinum takti við raunveruleikann. Það er gott að dreyma og sýnast, en í tilfelli rappara eins og þeirra 50 Cent og G-Unit er þetta þeirra líf og boðskapur, sem þeir kynna öllum sem þeir geta. Það sem er verst við þetta að íslenskum unglingum finnst þetta töff og fá brenglaða hugmynd af lífinu og því sem þessir menn tala um. Bara nöfnin á þessum mönnum 50 Cent eru peningar, Young Bucks, líka peningar, og Lloyd Banks, Banki og peningar...Finnst fólki þetta vera töffarar, að láta skjóta sig og vera í veseni með lögreglu, slasa og drepa menn, selja nota og kynna eiturlyf fyrir ungu fólki, ala á rasisma og kvennhatri. Er töff að berja mann og annan? Er töff að skemma eigur fólks, Er töff að nauðga og fara illa með kvenfólk? Er töff að vera rasisti? Hvað finnst ykkur?

Svo maður tali ekki um tónlistarlegu hliðina, þetta er eins steingelt og ég veit ekki hvða. Eminem hefur gert góð lög, Quarashi eru fínir, en þessi 50 Cent og félagar eru bara gæjar með dj eða undirspil á teipi sem segja halda ekki upp lagi, því þeir eru hæfileikalausir tónlistarmenn. Góðir rapparar....það má deila verulega um það.

Elvis Presley lést á þessum degi árið 1977.

Nú kom að því að ég bloggaði smávegis, því ég skrifaði heila ritgerð um slagsmálin og það allt. Lítið gerðist um helgina annað en það að Þura systir Freyju var hjá okkur og á föstudagskvöldið fórum við smá rúnt í bæinn og stoppuðum á Hard Rock þar sem við sáum Sniglabandið spila. Þeir hafa verið með vinsælan útvarpsþátt á rás 2 þar sem þeir taka við óskalögum og spila þau live. Þetta var lokakvöldið og var svaka gaman. Það var einhver þjóðverji þarna í hópnum og þeir spiluðu fyrir hann Du Hast með Rammstein og Ein Bischen Frieden (ekki viss hvernig það er stafað) sem er gamalt Eurovision lag. Og spiluðu svo lagið með Rúna Júl, "Yngri konur, eldra whiskey, meiri pening" á þýsku, sem var snilld. Svo fórum við í bæinn og sáum nokkra Skota sem ekki voru farnir heim ennþá. Daginn eftir fórum við 3 að versla fyrir kaffiboðið sem var síðar um daginn, og svo þegar heim var komið var byrjað að taka til. Það var búið að taka til og baka og búa til brauðrúllur og þannig klukkan 15:30. Boðið byrjaði klukkan 16:00. Bara familían í því boði, plús Gunni og Herdís og Hersteinn Skúli hinn hressi. Helga vinkona Freyju og Þórunn og Sveinbjörn og strákarnir þeirra. Freyjan mín varð nefnilega 30 ára þann 3, ágúst 2004. Þeir sem ekki voru boðaðir eru hér með beðnir afsökunar, því húsrúm tekur ekki fleiri. SVo var það tölvuleikurinn sem ég gaf Freyju um daginn sem sló í gegn. Og þeir sem festust í honum (eins og við var að búast) voru eftirfarandi: Sveinbjörn sem viðurkenndi að hann hefði líklega sektað sjálfan sig, svipt sig ökuleyfi og lokað sig svo inni ef hann gerði það sem hann gerði í leiknum úti á götu. Svo voru það synir hans báðir og svo Bjarni bróðir minn. Hann flæktist svo illa í Need for Speed Underground að hann sást ekkert alla veisluna, en menn vissu af honum því alltaf heyrðist árekstrahljóð og blótsyrði af og til innan úr svefnhreberginu þar sem tölvan er. Einnig fylgdist veislan með honum í smá stund á sjónvarpsskjánum því tölvan er tengd við hann. Svo þegar veislan var búin kom Andri í heimsókn og kjaftaði smá stund og fékk afganga. Við Freyja horfðum svo á tvo þætti af Penn and Teller Bullshit. Sem eru snilldin ein. Svo vorum við bara að kjafta og hlusta á diskana sem Bjarni og Yukari gáfu okkur, sem eru ansi góðir. Skúli... smá til þin, þetta er svolítið svipa Budda Bar sem þú lést mig fá einusinni. Gott stuff. Svo daginn eftir fórum við Freyja með mömmu og pabba i golf í Setberginu, Freyja var að ná fínum höggum og ég spilaði betur en í langan tíma. Mamma og pabbi voru bæði að standa sig vel og allir bættu sig milli hringa, nema Freyja, en hún var samt að spila fallegt golf, það voru bara púttin sem voru að angra hana. Frábært veður, ekki ein heitt og verið hefur en nóg samt. Svo komum við heim og ég horfði á Manchester United gegn Chelsea á Skjá einum sem eru með enska boltann núna. Helvítið hann Eiður Guðjohnsen skoraði eina markið og mínir menn í Manchester töpuðu. Chelsea er bara að kaupa titilinn og hana nú. Svo komu Maggi og Ásta og fengur leyfar (er það með Y eða I ?) af ostaköku og kaffi. Við vorum að setja upp vírusvörn og eldvegg og Nero og þannig efni. Einnig lét ég þau fá nokkrar myndir. Svo sáum við einn þátt af Stargate síson átta. Og vorum soldið rugluð í því þar sem þetta átti að vera Stargate Atlantis sem er spinoff sería. Þar sem við vorum búin að missa af síðust7 seríum þar á undan var þetta frekar erfitt, en samt ekkert mál þegar á leið. Svo var það Elvis Presley sem fannst látinn 16, ágúst 1977. Lifi minningin um hann.

ágúst 12, 2004

Sá líkamsárás í gær

Gærdagurinn var frábær en endaði á frekar leiðinlegum nótum. Hann byrjaði vel og um kvöldið fórum við Freyja í golfkennslu þar sem gallar á minni sveiflu voru lagfærðir....vona ég, og gallar á sveflunni hennar Freyju voru líka lagaðir, enda er það tilgangur kennslunar :) Svo fórum við til Gullu og Þuru systra Freyju og fengum nokkra rauða og fjólubláa hlaupkalla og MTV beint í æð. Svo fórum við í bæinn því veðrið var svo gott. Þegar við erum á leið í bæinn langaði okkur í ís, enda ekki nema furða, það var brakandi hiti og sviti úti. Við fengum okkur ítalskan kúluís í boxi í gæðaísbúðinni í Vegmúla held ég, beint fyrir ofan Laugardalshöllina. Snilldar verslun þar á ferð, og mikið betri ís heldur en í ísbúðinni í Fákafeninu, sem er gríðarlega vinsæl, af einhverjum ástæðum ég veit ekki. Einusinni var sú búð í Áflheimunum, þar sem Bakarinn á hjólinu er, og var fyrst og fremst "ódýr". En í dag er hún ekki ódýr en fólk verslar þar þó svo þeir noti sama í og allar aðrar ísbúðir og sjoppur í bænum. Nema þessi sem við fórum í. Mæli með þeirri búð. Þetta er typical íslendiga eðli.....allir versla þarna af því að er flott, en enginn veit í raun af hverju. Og ef fólk er spurt, þá er svarið, hér er besti ísinn....og horfa svo framan í heiminn eins og Dobbelja Brúskur þegar hann veit ekki hvað hann á að segja....stupid looking... En hvað um það, við fórum svo með ísinn okkar niður að Laugardalshöll þar sem 50 cent var að spila, Við heyrðum eitt lag og við ákváðum að það væri meiri skemmtun að labba upp á bilaplan frekar :) Svo héldum við áfram sem leið lá niður í bæ, og tókum einn Laugarveg, og skoðuðum mannlífið. Þar voru hellingur af Skotum í Skotapilsum og allir á svaka djammi. Dunfirmline liðið er að fara að keppa við Skagamenn í kvöld í Evrópukeppninni í fótbolta og um 700 skotar fylgja þeim, eða voru það 300? Allavega hellingur af þeim allir í svakalega góðu skapi eins og þegar Skotar spiluðu við Íslendinga í fyrra. Svo var hellingur af öðrum útlendingum og Íslendingum í bænum. Þetta var líkara föstudagskvöldi en miðvikudagskvöldi. Og veðrið gerði það að verkum og fólkið að þetta var eins og í útlöndum. Svo kíktum við fyrir framan Gauk á Stöng þar sem var band að spila Doors lög, alveg hörku fínt hjá þeim. Hlustuðum á tvö lög fyrir utan :) Svo þegar heim var komið var planið að slaka á og fara svo að sofa. En þegar ég rétt kominn upp, heyri ég einhver læti fyrir utan, meðal þess sem ég greindi var Yeeha, 50 cent rules....og eitthvað þannig gáfulegt :) Ég kíki út um gluggann og sé ekkert, en heyri smá köll og læti. Svo eftur um hálfa mínútu eða minna jafvel, heyri ég svaka læti og lít út og sé þá slagsmál fyrir utan. Einn náungi að ráðast á annann, sá sem ráðist var á hröklaðist undan hinum en náði að verja sig vel samt. Svo hrasar hann afturfyrir sig og lendir á svona steinahleðslu sem aðskilur bílaplanið og húsið. Hann dregur árásarmanninn niður með sér, og sá reynir að lemja og berja mið miklu offorsi, og þeir takast á og þessi sem var agressívari reyndi að lemja hausnum á hinum niður við steinana. En honum var ekki að takast að berja nógu vel á fórnarlambi sínu, þannig að vinir hans urðu að hjálpa til. Tveir þeirra fóru að sitthvorri hlið þess sem var fórnalambið, og byrjuðu að sparka og kýla hann líka og halda honum eitthvað svo að árásarmaðurinn gæti lamið meira. Þarna voru þeir þrír á einum. Ekki nóg með það, heldur þegar þeim gengur ekki nógu vel að berja strákinn því hann barðist alltaf á móti eins og hetja. Kemur fjórði maðurinn og hoppar upp á planið og byrjar að berja og sparka í hausinn og hnakkan á þeim sem var verið að berja. Svo tók hann sig til og tók spark í hausinn á stáknum sem var svo fast að David Beckham hefði verið fyllilega sæmdur af því að framkvæma inni á vellinum. Sem betur fer, og ég segi og skrifa það aftur, sem betur fer hitti hann ekki fullkomlega. Þvílíkt var sparkið, og ég fékk hálfgert sjokk, þvi þetta var svo fast. En hann hitti sem betur fer ekki með tánni í hnakkann á manninum, því sá hinn sami hefði líklega hálsbrotnað eða fengið skóinn inn í heila gegnum hnakkann. Hann hitti í hann aftanverðan en líklega í hliðina þó. Þá slepptu þeir honum eða hann hrinti einum frá sér og hinir hoppuð aftur frá honum. Meðan hann lá kom þessi árásarmaður og gekk að hinum og sló hann í hausinn og sagði, láttu hann svo í friði þarna aumingi eða eitthvað þannig....Mér meira að segja sýndist einn vera með myndavél eða síma sem hann labbaði með afturábak eins og hann væri að taka myndir. En það er ekki víst. Miðað við hvað maður sér, þá er það ekki fráleitt. Enda virtust þeir vera að leita sér að manni til að berja og til að láta sig vera stóra kalla, sem þurfa að vera fjórir á einum og kalla það slagsmál. Þetta tók ekki nema nokkrar sekúndur, og þegar ég var kominn niður voru þeir farnir og strákurinn kominn hinum megin við götuna og var að tala við lögguna í símann. Sem kom, eftir allt of langan tíma. Þegar þeir sáu blóð, uppveðruðust þeir allir og sá að þetta var einhver alvara, en ekki einhver sem hafði fengið kjaftshögg í fylleríi. Ég lýsti því sem ég gat og verð hugsanlega kallaður til vitnisburðar síðar, ef hann kærir. Fórnarlambið stóð sig vel því hann náði að halda þeim frá sér og berjast við þá marga í einu, en hann mátti ekki við margnum. Þeir hefðu léttilega getað drepið hann og þetta spark var rosalegt. En þvílíkir aumingjar að berja svona margir á einum. Það er t0ff að vara rappaðdáandi í dag. Maður er bad-ass... eða er maður bara venjulegur asshole?

ágúst 11, 2004

Veðrið.. hvað annað

Ég hef ekki bloggaði mikið síðust daga, vegna veðurs. enda einmuna blíða búin að vera síðust dagana. Hitinn var bara um 25 gráður í skugganum í hádeginu, en er núna samkvæmt CNN veðurspánni bara 23 gráður. 25 er sama og 77 Fahrenheit skalanum. Rakinn var var 53% áðan en er núna 49%. Allavega er bilun að láta fólk vinna inni í svona stofnun eins og ég er að vinna hjá, því að þó hún loki gerist ekkert, hún rúllar bara á morgun eins. En hér fær starfsfólk ekki að njóta neins, ekki frí vegna hitamets í borginni, ekki árshátið, ekki starfsmannasjóður til að gera eitthvað, ekki neitt. Núll.... En hverjum er ekki sama...Það er grill hjá Landsbankanum hér fyrir neðan klukkan 14. 00 í tilefni veðursins, og ég fer þangað, fæ pulsu og kók. Allavega bara kók :) Svo síðar í dag förum við Freyja í golfkennslu tíma hjá henni Ragnhildi Sigurðardóttur í Básum í Grafaholti. Svo verðum við að leika okkur á æfingasvæðinu fyrir eða eftir þann tíma. Í gær hinsvegar fórum við að sækja Þuru þegar hún kom út úr Laugardalshöllinni efir að hafa horft á Pink tónleikana. Þeir voru að sögn vel heppnaðir. En það sem mér þótti merkilegast var enn og aftur veðrið. Það gerist ekki oft að maður getur farið út klukkan ellefu um kvöldið á stuttbuxum og stuttermabol, og verið heitt. Ekki smá svalur blástur, heldur heitt. Og aftur í dag er svona veður, nema eins og segir hér á undan, betra veður. Þessi síðasta setning hljómar svolítið undarlega, en það verður að hafa það.... nenni ekki laga neitt á þessu bloggi.. Allt á að vera eins og það kemur af lyklaborðinu. Maggi og Ásta eru komin í heimsókn í vinnuna.... Later...

ágúst 06, 2004

Föstudagsfárið..eða hvað?

Friday night fever....hljómar ekki eins vel og orginal-inn. Það var húsfundur í gær, og allt var samþykkt með öllum atkvæðum nema einu, Ragnar, gamli bjáninn er búinn að átta sig á því að hann hefur tapað völdum og virðingu í húsinu. Það væri hægt að gera heila bók um ruglið í honum eða halda úti vefsíðu....sem gæti svo sem heitið; Sögur af bjána, eða eitthvað slíkt. Það á að laga skólprör sem er bilað, taka nokkur tré úr garðinu, laga fánastöngina og svo laga þakið á næsta ári. En ég er alvarlega að íhuga að setja sögur af Ragnari hér á netið, það er bara spurning hvort ég nenni að pikka þetta allt inn, þetta er svo mikið. Annars er Þura litla systir hennar Freyju að koma í kvöld, og ætlar að sjá PINK tónleikana í Laugardalshöllinni á morgun held ég. Þetta er slæmt, það eru tveir möguleikar í tónleikaflórunni, Pink og 50 Cent. Ég myndi ekki borga 50 cent til að sjá pink...:) hahahaha.... Fuuuunnnnýýýýý. Ég ætla að horfa á Rímnastríð í sjónvarpinu á Popp Tíví í kvöld. Það eru allir Eminem wannabíarnir að reyna að rappa hvern annan í kútinn. Þeir koma úr húddinu í Breiðholtinu og slumminu bak við KR heimilið, svo koma nokkrir líklega úr Grafarvoginum þar sem upper classið býr. "The come from the "hood" in Wide Hill, the slum behind the KR asylum and from Cemetery Hill where the upper class rule. " Þetta er svona lausleg þýðing á enskuna.....ég óska hér með eftir fleir þýðingum á máli sem wannabe Eminem-ar skilja.

ágúst 04, 2004

Helgin búin og ég á lífi.

Helgin búin og ég er ennþá á lífi. Róleg helgi miðað við marga....Við Freyja hittum Magga og Ástu á laugardaginn og voru þau hjá okkur í nokkra tíma. Svo borðuðum við Freyja og fórum svo niður í Laugardal í Fjölskyldugarðinn þar sem Stuðmenn ásamt Long John Baldry voru að spila, blues og svo sína dagskrá. Hellingur af fólki var þarna og mikið fleiri en búist var við. Þannig að það tók okkur um 20 mínútur að komast inn í garðinn og gegnum hann að sviðinu. Gæti hafa verið lengur en það. Allt krökt af fólki, eða um 17.000 manns eins og giskað var á, því talning einfaldlega gekk ekki upp því svo mikið var af fólki að starfsfólkið í miðasölunni hafði ekki undan, enda bara tveir á vakt. Og þeir sem voru að telja voru komnir með krampa í þumalinn á því að telja fólk inn í garðinn með handteljaranum. En hvað er þetta með fólk og barnavagna og kerrur. Hvers vegna í andskotanum er fólk að fara með svona kerrur og vagna inn í svona mannfjölda? Þvílíkt rulgl, þar sem þetta tefur allt og tekur mikið pláss, og svo labbar þetta lið alltaf hlið við hlið, með nokkra vagna og nokkra krakka eins og flugur í kring. Þetta gerir það að verkum að ef þau labba hægt verða hinir 10.000 fyrir aftan líka ennþá hægar, því enginn kemst framúr. Og ef maður biður um að fá að skáskjóta sér framhjá, er maður álitinn fáviti fyrir að troðast. Legg til að þessi hegðun verði bönnuð, og fólki með vagna og kerrur sent heim þegar svona viðburðir eru. Annars voru Stuðmenn frábærir og veðrið og umhverfið og stemmingin alveg engu lík. Við vorum léttklædd með létta jakka og nokkra bjóra í bakpoka. Eftur skemmtilega útiveru í dalnum hringdi Andri í okkur við við fórum í Snooker í Faxafeninu. Jafnir leikir en Andri hafði þó sigur, því eitthvað hafði bjórinn áhrif á mig og mína spilamennsku þó ekki hafi ég drukkið mikið. Daginn eftir vöknuðum við á hádegi, og fórum í golf með mömmu og pabba í Setberginu. Þau hafa tekið miklum framförum, og fóru völlinn litla bara á fínu skori. Sama var ekki að segja um mig, en ég spilaði illa. Þó hef ég tekið miklum framfötum en lítið spilað úti á golfvelli. En spilamennskan mín þar er í raun verri en í fyrra. Líklega er það óöryggi vegna þess að ég er að reyna að skjóta lengra og fastar með hærri númeruðum kylfum. Ég ætlað að halda mig við mína venjulegu sveiflu næst og sjá hvað gerist þá. Freyja spilaði vel einnig. Síðan horfðum við á The Bourne Supremecy með Matt Damon, og var hún fín. Bara góður hasar. Mánudagurinn leið bara í móki og afslöppun. Man í raun ekkert hvað ég gerði. Held að ég hafi horft á einhverja bíómynd, annars er það ekki merkilegt þegar heill dagur hverfur úr minninu svona léttilega. Þriðjudagurinn var betri. Fór til læknis og svoleiðis, en Freyja átti ammæli og varð 30 ára þann dag. Sem þýðir að hún var getin sama dag og ég fæddist, sem er akkúrat 9 mánuðum fyrr :) Hún fékk digital myndavél frá foreldrum sínum og systrum. Flíspeysu og flísvesti frá mömmu minni og pabba. Þá get ég loksins hent þessari grænu ljótu flíspeysu sem hún á :) Ég gaf henni glös í stíl við bollana okkar sem eru með einhverjum dýramyndum á. Hún var svaka ánægð með þetta allt. Svo gaf ég henni 3 tölvuleiki og Force Feedback stýri til að spila kappakstursleiki með :) Gaf henni Need for Speed: Underground, og Colin McRae Rally 3. Svo fékk hún Tiger Woods PGA Tour 2004 leikinn, sem var eiginlega fyrir okkur bæði þar sem við vorum búin að tala saman um að kaupa hann. Ég fékk leikina á góðu verði. En Freyja hefur varla verið viðræðuhæf síðan þetta stýri kom á heimilið, því núna situr hún við tölvuna og keppir í göturalli eins og brjálæðingur. Mig langaði til að gefa henni eitthvað annað en þetta hefðbundna sem fólk fær í ammælisgjöf, skartgripi og þennig hluti. Eitthvað sem maður myndir ekki kaupa sér venjulega og væri hægt að hafa bara gaman af. Comment plis. Var þetta sniðugt eða ekki?

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.