febrúar 24, 2005
Helvítis vinnumiðlun
Ég trúi ekki þessari helvítis vinnumiðlun...andskotans aumingjar þar. Sko, ég fór í gær og stimplaði mig og fékk meldingu um að tala við einhverja konu. Sem nota bene var ekki við, og ég var að flýta mér rosalega í atvinnuviðtal í Hafnarfirðinum. Ok...ég fer í viðtalið og núna í hádeginu hringi ég og bið um að tala við þessa konu. Hún ekki við en hringir svo í mig 2 tímum síðar. Þegar ég fór á þennan fund um daginn, sem hægt er að lesa um hér í nokkrum færslum á undan þessari. Lagði ég mikla áherslu að komast á þetta namsskeið, því ég hafði verið svikinn um sambærilegt námskeið áður útaf einhverju bulli.... Þeir refsa fólki fyrir að vera of seint að skrá sig og þannig rugl. En hún segir við mig að þetta hafi verið útaf námsskeiði í Vefsmíðum og photoshop. En það hafi fyllst í hádeginu. Af hverju voru þeir að bjóða mér að fara á það og 6 tímum síðar er það fullbókað. Þeir gátu ekki beðið í nokkra tíma. FÁVITAR. Ég er hundfúll og meira en það....nú tek ég reiði mína út á lyklaborðinu....as´dlfkajsopdufhapsiefnp msodghpqejfqpiwuerpqieaAAARERHGaskæjbaskjlæfasfasdf
a
sdfakjhdfaælsfd
+
Golf í kvöld....
Þá er komið að því...Snorri Loopman, Haukur dauðaspaði og Skúli Cusumus ásamt hugsanlega fleirum eru að fara í g0lf í kvöld... út á skotsvæði. Freyja kemur líklega með. Vonandi Silli og Sveinbjörn lika. Helgin var fín, vorum í leti fyrir norðan hjá foreldrum Freyju. Það var bara slökun og fínt. Svo heimsóttum við líka Járnbrá og Pétur. Svo á leiðinni heim á sunnudagskvöldið vorum við komin út á flugvöll og þá var flugið fellt niður vegna veðurs. Á Akureyri var sumarblíða og 8-11 stiga hiti. En í Reykjavik var svartaþoka....við keyrðum bara aftur í sveitina og sváfum þar og fengum flug um morguninn, og mátti ekki miklu muna að það hefði ekki farið í loftið þvi þokan kom um morguninn og var næstu tvo daga í viðbót með tilheyrandi röskunum á flugi. Svo liðu næstu dagar með hálfgerðum harmkvælum... var með hausverk í tvo daga, núna er ég bara stífur í hnakkanum vegna vöðvabólgu. En ég bara díla við það með leikfimi, kaffi og verkjatöflum. :) klikkar aldrei... Annars kom Skúlinn í heimsókn um daginn, sem var í frásögur færandi, enda maðurinn sá ekki oft hér á landi. Svo er Haukurinn fluttur heim frá Danaveldi. Kærastan hans Hauks, Zaveh, fékk samning sem kokkur á Hótel Centrum. Þessu flotta nýja sem opnar bráðum í Austurstrætinu. Svo er ég bara að leita mér að vinnu núna og að hlusta á tónlist meðan ég sendi E-mail og hringi og undirbý það.
Meira síðar...
febrúar 17, 2005
Þetta gengur ekki...
Þetta gengur ekki lengur. Allavega ekki í dag...ég gat ekki svarað annars ágætu inpútti frá Skúlnum í gær því blogger.com var með eitthvað vesen. Því gat ég ekki bloggað neitt. So...whatever.... Nú er ég þó að blogga smá.... Það hefur ekki mikið gerst. Hugi.is vill greinilega ekki birta greinina mína um Breiðholtsdrenginn. Þó svo að það sem ég sagði í henni hafi komið í sjónvarpinu í gær. Farið á Rúv.is og skoðið kastljós þáttinn frá því í gær 16 feb. Þar er Jónas Kristjánsson fyrrum ritstjóri DV að tala um hverngi blöðin hegða sér, svo til orðrétt uppúr blogginu mínu, þar sem ég tala um að greina séu ekki nægileg vel unnar og Skúlinn kallar svo réttilega copy/paste blaðamennsku. Jónas er með frábæra síðu þar sem hann tæklar málin af alkunnri snilld og birtir pistla sína úr DV sem eru frábærir, sérstaklega eftir að hann hætti sem ritstjóri og fór að skrifa það sem hann vill segja. Annars var þessi kastljós þáttur fínn, kíkið á hann líka. Nenni ekki að setja link þar sem þetta er streaming. Go to Rúv.is og þetta er þarna.
Annars eru ég og Gunnar vonandi á leið í heimsókn til einhvers læknis sem Gunnar hitti á Eric Clapton póstlistanum á netinu til að sjá safnið hans af Clapton efni. Vonandi gaman.
Svo er ég á leið norður á morgun föstudag og kem aftur á sunnudaginn. Núna er ég að hlusta á My Death með Bowie...inn á milli þess semBob Marley, Keane, REM og Edit Piaf sjá um að skemmta mér.
febrúar 15, 2005
Blöðin
Ég var ekki viss um hvort ég nennti að vara væla eitthvða útaf blöðunum mikið. Það er aðallega tvennt sem mér leiðist í sambandi við þau. Til að hafa þetta bara stutt, því ég veit að þið sem lesið skiljið þetta alveg og ég nenni einfaldlega ekki að gera einhverja ritgerð um þetta....síðasta ritgerð fór í klessu hjá mér.
Sko fyrsta atriðið er þetta: Frétta val hér á landi er mjög undarlegt. Dæmi um það eru fréttir sem eru í heimspressunni og skandinavísku pressunni en ekki er minnst á hér. Eins og fréttin sem pabbi sagði mér frá, stórmerkilegt og vel þessu virði að hugsa um, og það er um ilmvötn. Fólk er að úða og bera á sig einhver stórhættuleg krabbameinsvaldandi efni og þetta kemur í skandinavísku pressunni, en hér er ekki minnst einu einasta orði á. Svo var annað úr því sama blaði held ég, og það var um danska banskastjóra sem urðu að segja af sér vegna "inside trading" skandals, sem nota bene er líklega frekar algengt hér á landi eins og sést best á eingarstöðu, kunningjatengslum og samþjöppun á fyrirtækjamarkaði hér á landi. En það þykir víst ekki frétt hér...líklega eru menn svo vanir því hér á skerinu. Það er, fréttir sem ekki koma hér eru oft á tíðum mikilvægar og merkilegri en það rusl sem oft kemur í staðinn. Svo hitt málið, það er úrvinnsla þess efnis sem hér birtist. Oftast eru blöð og sjónvarpsþættir þannig hér að spyrjardi leyfir þeim sem hann ræðir við að ráða samtalinu, og segja alla vitleysuna sem hann vill segja í stað þess að svara spurningum beint. Svo daginn eftir kemur "kannski" svargrein eða grein með öðru sjónarhorni. Það sem vantar hér er að vinna úr greinum og gera umræður MIKIÐ BETRI. Eins og tíðkast erlendis allavega, þá fá menn fólk í viðtöl í blöðum, eða skrifa greinar um það eða þeirra málefni og málstað. Svo fara blaðamenn á stúfana og tala við aðra sem hafa aðra skoðun eða aðrar lausnir á málum. Þetta er svo skrifað í gerin þar sem bæði sjónarhorn koma fram og svo leggur blaðamaður út af þessum málum. Annaðhvort með eða móti eða bara veltir upp möguleikum í sambandi við viðkomandi málefni. hér hafa menn, pólitíkusar og áhrifamenn fyrirtækja svo til frítt útspil í fjölmiðlum landsins til að koma sínum málum, skoðunum, og áróðri, GAGNRÝNISLAUST inn á fólk. Og eins og menn vita snýst pólitík um að bullshitta og bulla sig áfram og svara engu. Það er svona næstum því skilgreining á orðinu pólitík. Ef einhver er með betri skilgreiningu, plís setið það í kommentið.
Svo er það náttúrulega eitt enn sem vert er að minnast á.... það er fréttin sem ég minnist á í gær, um Eið Smára fótboltamann. Núna í Dagblaðinu í dag er grein (sjá forsíðuna) þar sem vinir og kunningjar Eiðs segja þetta vera mannlegan harmleik og þeir standi við bakið á honum. Þúsundir íslendinga lenda í þessu. Kommon.. lenda í þessu, er það einhver afsökun fyrir að keyra fullur? "Ég datt óvart í það og braut óvart allar reglur félgsins míns, og svo óvart lenti ég í því að verða keyra fullur heim." Púff maður. Svo það sem er verst við þetta er sú staðreynd að formaður KSÍ segir þetta ekki vera neitt stórmál. Íþróttamaður ársins má keyra fullur....af hverju ekki við hinir, ef það er ekkert stórmál. Allur fréttaflutningur hér gengur út á að vernda Eið Smára og gera lítið úr þessum "harmleik". ....og svo ps....ég sendi greinina sem ég gerði síðast um Breiðholtsdrenginn í Írak á www.hugi.is og hún er ekki ennþá komin inn, líklega er hún ekki "politically correct". Ég er að pæla í því að laga þetta blogg aðeins til og senda á huga, ef ég nenni þvi.
febrúar 14, 2005
Eiður Guðjohnsen fullur aftur....
Það á ekki af þessum manni að ganga.... Eiður Smári Guðjohnsen tekinn fullur að keyra í London. Sjá frétt hér. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona skandall gerist. Einusinni var hann ásamt 3 öðrum að djamma í London þegar Osama Bin Laden gerði sína frægu árás á World Trade Center og hann og vinir hans gerðu bara grín að Ameríkönum sem vitanlega voru í sjokki og voru með almenn dólgslæti og á börum borgarinnar. Svo var hann lika að viðurkenna spilafíkn sína. Hann er með rosaleg laun (um 50 þús pund á viku) og eyðir vel af því í fjárhættuspil. Svo að fyrirliðinn okkkar er ekki fyrirmynd okkar. Helvítís ræfill.... og svo spilar hann fyrir Chelsea þar að auki. Menn með svona laun og í svona stöðu eiga ekki að gera svona, eða láta ná sér fyrir svona asnaskap. Og ég held sveimér þá að Eiður Smári sé að verða sá alræmdasti rugludallur utan vallar á Englandi, og þá er nú mikið sagt. Hann er samt góður í fötbolta....
Smá um fréttir og stríð.
Ég var að lesa Fréttablaðið eða Dagblaðið og sá þar frétt sem hefur verið reyndar í fleiri blöðum og fjölmiðlum. "Breiðholtsdrengur særist í Írak". Einhver strákur sem á Amerískan pabba, en bjó hér til 21 árs aldurs og flutti þá út til Bandaríkjanna, giftist og gekk í herinn, hafi særst í sprengingu. Hann missti sjón á öðru auga og fékk sprengjubrot undir hnéskelina sem skar sundur taugar þar. Mikill uppblástur fjölmiðla af þessu máli er að mínu mati kjánalegur. Þessi strákur var víst líka í K0sovo og í Bosníu á vegum hersins. Fyrirsögn í blaðinu var eitthvða á þessa leið. "Dauðhrædd mamma og systir vilja fá hann heim". Þetta er það sem mér finnst undarlegt...Hann fer að fúsum og frjálsum vilja í herinn, hann gerir eins og forfeður okkar, drepur mann og annann. Svo sæirst hann eftir einhver 5 ár í hernum og allt verður vitlaust. Þessi maður gekk sjálfviljugur í herinn, og í hernum berjast menn og þeir drepa, örkumla og drepast og örkumlast þeir sjálfir. Fyrir utan andlegan skaða sem þeir valda fórnarlömbum sínum og þeirra fjölskyldum ásamt sínum eigin fjölskyldum að ógleymdum þeim sjálfum. Hvað eru blöðin að velta sér uppúr þessu. Maðurinn velur þetta sjálfur. Það þýðir ekki að fara til Írak og drepa meira en 100.000 saklausa borgara og væla svo þegar maður lendir í einhverju sjálfur. Hversu marga hefur þessi saklausi Breiðholtsdrengur drepið eða örkumlað? Og það í nafni frelsis, lýðræðis og meira að segja í okkar nafni. Mér finnst að fjölmiðlar ættu að skammast sín fyrir að halda þessu á lofti. Þumalputtaregla; Menn drepa og drepast í hernum. Annað sem hefur angað mig mikið er reyndar hluti af þessu og það er um blöin og fjömiðla sjálfa... og skrifa ég um það síðar í dag eða á morgun.
febrúar 13, 2005
Hugvekja
Brenndur bloggari forðast bloggið. Þetta er sálfræðilega erfitt blogg núna... eftir þessa lífsreynslu mína að skrifa mikið og það klikkar allt.. þá er maður bara hræddur við að blogga aftur. En eina leiðin til að losna við þessa áunnu fóbíu er að að blogga aftur... Eins og hinn aldni vísi maður sagði.... "Maður bloggar ekki eftirá." Hmmmm ekki passar það, því blogg er allt gert eftirá. Annyoooo who cares.... Ekki mikið að frétta af mér. Við Freyja erum búin að liggja í leti alla helgina og glápa á video, taka til og svo kom mamma og pabbi og Snæfríður frækna (6 ára) í heimsókn í dag. Þá er það upptalið held ég. Góðar fréttir.. Manchester United vann Manchester City 2-0 í dag og Real Madrid vann Osasuna 1-2 í dag líka.
Annars eru smá hræringar á útvarpsmarkaðnum því Útvarp Saga er að fá samkeppni frá Norðurljósum eða "365 miðlar" eins og það heitir í dag. Ég hef reynt að hluta á báðar stöðvar eitthvað og hef komist að því, mér sjálfum til mikillar furðu að Útvarp Saga hefur vinninginn eins og staðan er, miðað við það sem ég hef heyrt. Þessi nýja talmálsstöð er bara ekki að gera sig. Ég átti von á miklu þegar Illugi Jökulsson væri við stjórnvölinn og átti von á óvægri gagnrýni og skemmtilegum umræðu. Ó nei...Bara bjáninn hann Ingvi Hrafn að hrauna yfir allt og alla sem ekki elska Davíð Oddsson út að lífinu. Ég meina Ingvi Hrafn kallaði Hrafn Gunnlaugsson snilling....og sagði að mynd han um Opinberun Hannesar vera eina bestu mynd sem hann hafði séð ever.... Svo er þetta ljóðalestur frá Stúdentaleikhúsinu og einhver hámenning sem lætur Þorstein J. Vilhjálmsson líta út eins og menningaróvita. Konan sem var með þáttinn Spegillinn á rás 2 um daginn er með einhvern fáránlegan þátt sem væri betur lagðru niður. Eitthvert ómeinningar hámenningar kjarftæði. Og ég batt vonir við að þetta væri góður þáttur hjá henni þar sem Spegillinn var ávíttur af útvarpsstjóra (sem er fyrrverandi borgarstjóri bláu handarinnar) fyrir að vera með "vinstri slagsíðu" eins og það var orðað. Þá hefur kellingavælið í henni Arnþrúði bjána á Sögu meira "impact" heldur en vælið á þessari nýju stöð. En ég verð samtað bíða og sjá, þetta er bara fyrsti dómur :) Ég vona að þetta lagist....
Í annað...
Mig hlakkar til að fá nýjan töluvleik sem bráðum kemur á markað hér á landi. Reyndar er hann kominn út allstaðar nema hér á landi. Bæði BT og Skífan vissu ekki hvða leikur þetta var eða hvenær hann kæmi. Mín mistök voru þau að panta hann ekki á Amazon. Knights of the Old Republic II. Framhaldið af leik ársins 2003. Dööhh... Ha? Hvaða leikur er það....ég kemst ekki yfir hvað þetta fólk í þessum verslunum, sem á að heita sérfræðingar, er óheyrilega vitlaust og illa að sér. Og ég fæ ekki vinnu í svona verslun þó svo ég taki þetta lið í nefið óæfður í þekkingu á tónlist, myndum og jú meira að segja tölvuleikjum. Þó svo ég spili þá svo til aldrei. Nema þennan eina leik. Ég hangi atvinnulaus meðan fæðingarhálfvitar sem ekkert vita fá borgað fyrir að vita ekkert og gera enn minna. Kræst....hvað maður verður að þjást fyrir aumingjaskap annarra. Ég ver víst að viðurkenna að ég veit af þessum möguleika, eða skulum við kalla það steðreynd, að nokkrir einstaklingar eins og ÉG og fleiri sem þetta lesa (þið vitið hverjir þið eruð) erum það sem kallast meðvituð um heimskuna og ruglið sem viðgengst í kringum okkur. Á öllum sviðum. Og fyrir það verðum við að þjást með heimsku heimsins á herðunum. Rétt eins og Ágústínus kirkjufaðir grét yfir örlögum heimsins vegna guðleysis og guðhræðslu, þá græt ég yfir heimsku, fáfræði, og bulli samtíðarinnar. Vona innst inni, þegar ég ligg grátandi fyrir utan eina af fataverslunum Baugs á Laugarveginu, að miskunsami samverjinn einfaldlega gangi framhjá mér og láti mig vera, því ef hann myndi hjálpa mér þegar fólkið sem gengi framhjá kveldi mig með heimsku sinni, myndi það stoppa og berja ekki bara mig heldur hann líka. Hvar værum við þá ef miskunsami samverjinn lægi í blóði sínu við í ræsi á Laugarveginum. Er ekki betra að þjást einn þar og vita að þessi góði miskunsami samverji sé þarna einhversstaðar úti og bíði eftir að hans tími komi senn þegar ský þokukenndra hugsana, fáfræði og bánaskapar létti af landanum og í raun heiminum??? Hvað finnst ykkur lesendur góðir. Hér enda ég sunnudagshugvekju mína þessa vikina. Og munið að heimska er að gera sama hlutinn aftur og aftur og vonast eftir nýjum niðurstöðum í hvert sinn. Og vitna þar í mann sem bar heiminn á herðum sínum. Albert Einstein.
febrúar 10, 2005
Hvað gerðist í gær?
Það er góð helvítis spurning...
Andskotans blogger system... ég var búinn að skrifa heila fokking ritgerð... og geri publish...
kemur server error og allt þurkast út.... andskotans helvítis fokk, fokkittí fokk fokk fokk...
Stytt útgáfa, sagði frá fundinum í gær sem var undarlegur því það var kona sem hegðaði sér eins og þroskaheft sem talaði við mig og ég át subway með Gunnari. Hitt Orm í Task. Andskotans blogg helvíti..... Ég hata alla núna....
Pþrrr.
febrúar 09, 2005
Blogga á morgun.....
Nú er ég svo syfjaður að ég get ekki bloggað mikið, segi frá ævintýrum mínum á morgun . góða nótt.... zzzzzzzzz
febrúar 08, 2005
Audio blogg.
Nú hef ég ákveðið að fara að gera tilraunir með svokallað audio blogg, þar sem ég blaðra í míkrafón og segi skoðanir mínar á hinu og þessu, eða bara það sem mér dettur í hug. Hef jafvel smá tónlist með eða eitthvða. Fæ menn til að senda audio svör til baka....Endilega komið með hugmyndir og setjið í kommentin. Loopman.....in stereo.
Prentaramál leyst
Jæja... ég keypti prentara eftir að hafa ráðlagt mig við ansi marga....Mjööög marga...og endaði á því að fá mér Canon Pixma ip3000. Hér eru smá upplýsingar um þennan prentara. Megin ástæðurnar fyrir því að þessi varð fyrir valinu eru eftirfarandi. Þessi prentari er að fá ágætisdóma á netinu og í tölvublöðum. Betri dóma en týpan fyrir ofan hann Canaon Pixma ip4000 týpan. Sem kom mér á óvart reyndar, og meira að segja þeim sem gerðu testin líka. Ódýrari prentarar frá Canon eru flestur með 2 prenthylkjum og falla því í sama jarðveg og HP (Hewlett Packard) sem eru með tvö blekhylki. Eitt svart og eitt lita sem inniheldur 3 liti. Þessi er með 4 hylki, eitt svart eitt gult, rautt og ljósblátt, sem eru þessir grunnlitir. Hvert hylki kostar í kringum 1000 kr eða minni. Í HP kostar hylkin frá 2500 kr (svart) upp í 3900 kr (lita). Ef litahlylki í HP eða ódýran Canon klárar einn lit, verður að henda öllu hylkinu og kaup nýtt. En með svona 4 kerfa systemi er nóg að skipta út einum og einum lit þegar þörf er á. Epson prentarar eru bestir þegar kemur að ljósmyndaprentun, en kommon, hvers mikið er ég að fara prenta út hágæða ljósmyndir heima, ég læt bara framkalla og stækka myndirnar í pottþéttum gæðum á ljósmyndastofu. En með mínum prentara get ég get nokkuð góðar myndir þrátt fyrir allt. Epson eru með 4 hylkja system en svo þegar maður eru kominn í svipaðan verðflokk og minn var (16,000 kr.) eru þeir með 6 eða 8 blekhylki. Og hver þeirra kostar um 2000 kall. Þannig að Canon er einfaldlega ódýrastur í rekstri svo um munar, og Freyju langaði ekki í crappy prentara eins og við áttum fyrir nokkrum árum. Gott stuff í eitt sinn..........
Eitt vandamál leyst. Ég skrapp með Gissa Gunnars í hádegismat á Pizza 67 og fékk í magann af djönkinu þar. Helvítis andskoti... fer aldrei þangað aftur. Svo fórum við á Cafe Paris, og þar fékk ég gott kaffi aldrei þessu vant, það hefur bara ekki gerst áður að ég fengi gott kaffi þar. Þar sem Gissi reykir sátum við í reykplássinu og ég anga allur af reyk :( Í kvöld fer ég og Freyja í Saltkjötsveislu hjá mömmu og pabba. Ég borða ekki saltkjötið en Freyju langar í það. En mestu vonbriðgði lífst míns allavega þessa dagana er að ég er búinn að týna baskahúfunni minni og þessvegna er ég ekki eins gáfulegur og venjulega. Ég finn hana bara ekki. Skil þetta ekki. Ef hún finnst ekki eftir dauðaleit í kvöld og á morgun, þá kaupi ég nýja. Þegar maður er kominn með nýtt identity og það svo bara týnist....það er soldið skrítin tilfinning. Á morgun er ég að fara á fund niður á atvinnumiðlun þar sem ég ætla að ræða við yfirmenn (tvær konur sem heita Hugrún og Hrafnhildur) þar um að halda hugsanlega stutt námskeið eða fund með fólki sem á við atvinnuleysis þunglyndi að stríða eins og ég átti við að glíma í fyrra eða er í áhættuhóp. Reynslunni ríkari um hvernig má snúa slíkri þróun við og löngun til að bæta verulega slæmt kerfi sem dregur úr fólki mátt og eykur vanlíðan vegna þessa eru það sem rekur mig til að gera tilraun til að breyta einhverju og virkilega hjálpa fólki. Einnig ætla ég að tala við þær um allt ferlið sem sem heitir atvinnuleysi. Það er svo niðurlægjandi að að fara þangað til að stimpla sig reglulega. Allt sem því fylgir er eitthvða sem þarf að breyta. Ég lifi í (hugsanlega barnalegri von) þeirri von um að það sé virkilega hægt að laga þetta talsvert mikið. Svo er bara spurning hvort kerfið sé tilbúið undir mig og mínar hugmyndir. Ég á svo sem ekki von á því, en það þarf ekki nema einn til að breyta heiminum. Því get ég ekki breytt og bætt líf fólks örlítið?
febrúar 07, 2005
Leoncie rúlar...
Leoncie er svöööl. ég sá hana í Elko í gær. Við Freyja fórum að skoða prentara sem okkur vantar og þegar við erum að ganga inn sáum við Leoncie og manninn henner. Það er ekki í frásögur færandi nema ef mjög augljós misnotkun á hárkollum væri ekki til staðar. Leoncie er með massífar krullur, sem tækju nokkra tíma að laga til á hverjum degi. Við sáum þau um klukkan tvö, sem útilokar ekki að hún hafi vaknað snemma og byrjað að rúlla sig... En líklegra er þó hárkollan, sérstaklega þegar ég sá myndir af henni á heimasíðu frá Ljósnanótt í Keflavík eða Reykjanesbæ eins og það heitir núna, þegar hárkollan datt af henni þegar hún datt á sviðinu :) En hún var alveg stífmáluð og meikuð, og leggur greinilega mikið uppúr útlitinu. Hún er listamaður og því má hún gera það sem henni sýnist. Verra var þó misnotknun eiginmanns hennar á hárkollum, því hans var augljósari en hennar. Að sjá þau bæði svona var algert higlight á deginum. A real Kodak moment. Svo eru hér nokkrar síður um hana.
Hér er hægt að kaupa diskinn hennar á netinu.
Hér er annar linkur þar sem hún er að munnhöggvast við fólk á netinu
Smá grein um hana frá mogganum
Hér er útlensk síða sem segir frá henni og komment um hana og hennar tónlist frá fólki sem hefur sent inn á síðuna.
Snilldar síðan www.b2.is er með gott safn af geggjuðum linkum um hana og myndir og sögur.. algert must see.
Offcial heimasíðan... ég verð að ráða þennan vefsíðuhönnuð í vinnu.. algert snilld.
Að öðru....ég er búinn að vera í hrikalegum vandræðum með að velja mér prentara. Það eru Epson, Cannon og Hewlett Packard sem koma til greina. En hver.... Allir sölumenn segja sitthvorn hlutinn og engum kemur saman um neitt. Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið í langan tíma. Ormur Karlsson vinur minn sagði að ég ætti ekki að taka Cannon, því þeir fengu gáfust upp á honum í vinnunni, en hann vinnur í tölvuversluninni www.task.is og þeir eiga HP búðina. Hann er samt ekki að bullshitta neitt. Skúli sagði að ég ætti að kaupa ódýrasta bastardinn sem ég finn, en þá eru þeir dýrir í rekstri, og svo framvegis. Sölumenn, vinir og bara allir. Þetta er alger martröð. Ég fór á netið og gramsaði í dómum og fleiru, og það versnaði þetta enn meir. HJÁLP... einhver..... Svo annað... við Freyja horfðum á myndina Hotel Rwanda í gær og það er rosaleg mynd og ótrúlegan atburð í mannkynssögunni. Einni milljón var slátrað með sveðjum og byssum á 6 mánuðum og heimsbyggðin gerði ekkert. Einn maður bjargaði yfir 1200 manns með því að múta og beita áhrifum sínum. Frábær mynd. Sem er tilnefnd til nokkura óskarsverðlauna. Og ég vona að hún eigi eftir að vekja umtal. Annað er fáránlegt. Hér er vefsíða um myndina, og hér er önnur. Ég hvet alla til að fletta henni upp og lesa viðtöl við aðstandendur myndarinnar og Paul Rusesabagina sem myndin fjallar um. Ótrúlegur maður. Google it. Thats it for now...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.