október 28, 2004

Allt hvítt

Ég vaknaði í morgun og það var allt hvítt af snjó. Sem betur fer var það nú ekki mikið, en nú er veturinn formlega kominn. Annars voru líflegar umræður á blogginu síðast, sem voru mjög skemmtilegar. Núna er maður frekar andlaus og því verð ég að skrifa texta sem fjallar í raun ekki um neitt. Það er ótrúlegt hvað maður getur bullað um ekkert ef maður verður að gera það. En því nenni ég ekki og þarf ekki að gera það. Það er hugsanlegt að ég fari á tónleika með KK í Iðnó í kvöld, en ef ég fer ekki hlusta ég líklega á þá beint á netinu. Gegnum tónlist.is. Go tjekk it át.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er helst í fréttum að Boston Rauðsokkar eru orðnir Heimsmeistarar Bandaríkjanna í hafnarbolta. Þeir unnu síðasta leikinn án þess að Kardinálarnir frá Saint Lúis næðu að vinna leik né skora í síðustu 2 leikjunum....sannkallað burst í bala....uhuuh..er það kannski bara ég sem hef áhuga á þessu....

Ég er einungis með innanhúsloftnet og næ því bara einni stöð. Þetta er FOX sem er með allt í lagi seríur nema hvað menn verða að vara sig á fréttaflutningi þeirra og öllu sem kemur frá þeim. Þeir eru Dobbelja grúbbpíur með allt niðrum sig setjandi efni fram aðeins á einn öfga veg.

Aftur að hafnarbolta...það var alltaf verið að sýna frá hermönnum í Írak sem voru að horfa á leikinn. FOX vinkilinn kallaði þessar myndir náttlega Multi-National Coalition Forces in Iraq. Hvaða rugl er þetta. Af hverju kölluðu þeir þetta ekki bara US forces in Iraq.
Fyrir utan að fáir aðrir en US hermenn eru á svæðinu þá er það augljóst hverjum þeim sem ekki er heimaalinn að útlendingar gefa ekki fimmaur fyrir hafnarbolta nema e.t.v. Japanar.

Mar er orðinn þreyttur á þessum áróðri og heilaþvotti sem á sér stað á hillbillíanum og þeim sem er lítið menntaður (average Joe).

Refurinn sýndi einungis fyrstu rökræðurnar en svo ekkert meir. Vildu sennilega ekki að hillbillíarnir sægju Dobbelja gera sig að atlægi....

Ég er enn í vandræðum með Hrekkjavökuna. Veit bara ekkert hvað ég á að vera. Elizabeth ætlar að vera Flapper sem þið vitið náttlega ekkert hvað er....eða hvað?

Var að spá í að vera atvinnulaus með útbretta götótta vasa með skilti....hire me?....Will work for food.

Fengi sennilega frítt í glas en sumar gærurnar gætu orðið ansi ágengar með atvinnutilboð er liði á kvöldið.

Annars gekk viðtal númer 2 hjá Amazon bara mjög vel held ég. Það rigndi yfir mann spurningunum þannig að ég varð bara að stoppa það með því að taka upp á því að spyrja spyrilinn slatta til baka...held bara að þetta hafi gengið ágætlega og ég fæ vonandi að vita í næstu viku...ef þetta gengur upp þá verður næst 5-6 viðtöl face-to-face í höfuðstöðvunum í Seattle. Það yrði gaman hvernig sem það færi a.m.k. fengi mar fría ferð til Seattle út úr þessu....er samt ekkert að taka þetta sem víst og fer enn upp á bókasafn á morgnana og set inn 8 tíma í rannsóknir og umsóknir.

Later dudes...

Cuzumus

Elfa sagði...

Andlaus - Andalaus - Andalitlaus skiptir engu.
Alltaf góður...

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.