september 21, 2004

Kominn aftur í bloggið

Jæja... þá er maður kominn aftur í bloggið. Ég er búinn að vera veikur, fyrst með kvefpest og svo með magakveisu í kjölfarið. Núna er ég með það sem heitir Berkjubólga. Ég fékk sýklalyf og verð vonandi orðinn góður eftir viku. Þetta er samt ekki þannig að ég geti ekki gert neitt, heldur lítilsháttar slén bara. En ég er hress annars. Hvað hefur gengið á í mínu lífi síðan síðasta blogg kom....í stuttu máli þetta: Ég fékk hringingu frá Bossinum, þessum með 200 stiga greindarvísitöluna. Þar sem hann tilkynnti mér að ég væri góður drengur, en því miður ekki pláss á vinnustaðnum, og því væri ég í veikindaleyfi á fullum launum það sem af er mánuðinum, þangað til ég hætti. Ertu sáttur við það spurði hann, og ég svarði því játandi. En ég viðurkenni, að það er ekki gaman að fá svona símtal sem vekur mann á föstudegi klukkan 14, þegar maður er veikur með hita, en so be it. Svo hefur lítið gerst, er búinn að horfa mikið á video. Sem sagt boring as hell. En það skemmtilegasta er að ég talaði við Skúlann á msn og með webcam, það var fínt, sá bókasafnið hans vel og hann fékk að sjá bílaplanið mitt :) Annars er andinn hægt og rólega að koma yfir mann, þegar maður er með hita er maður ekki mikið upplagður í að vera að krota eitthvða að bloggið. Ég hef aðeins eitt ráð núna. Hlustið á nýja Rammstein lagið, Amerika. Það er snilld með gríðarlegum ádeilutexta á Ameríku. Ef þið getið ekki dl því, látið mig vita og ég skelli því hér inn á síðuna, svo þið getið dl því héðan og fengið textann með. Búið í bili, en það kemur meira blogg very soon.

1 ummæli:

-Hawk- sagði...

Velkominn aftur :)

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.