Þetta er ekki einn af mínum bestu dögum. Það er allt svo vonlaust eitthvað. Skítaveður, peningaleysi, húsfundur, keðjubréf, atvinnuleysi, verð að komast í frí í svona viku eða svo, en kemst ekki, og fleira og fleira og fleira. Eina góða er að Freyja elskar mig og golfsveiflan er að batna.
september 06, 2004
It's such a perfect day....
Ég fékk msn skilaboð frá Gullu systir Freyju, og honum Ormi snillingi . Sem er ekki í frásögur færandi, fyrir utan það að það var beðið um að ég setti svona kross + fyrir framan nafnið mitt á msn til að sýna stuðning við fórnarlömb gíslatökunnar í Rússlandi sem var í gær og fyrradag. Ég er uppfullur samúðar og fyllist hryllingi þegar maður heyrir á þetta minnst. En er það rétta leiðin að koma af stað svona frösum? (sendu áfram til allra sem eru á MSN-listanum núna) , og það breiddist í gær sms útum allt þar sem fólk var beðið um að kveikja í kertum í glugganum hjá sér þessu að sýna samúð og samhug. Skókkviliðið gaf út skilaboð í dag að þetta væri ekki til eftirbreytini og það væri mikið mildi að hvergi hefðu komið upp eldur. Því margir sem þessi skilaboð fengu voru börn og unglingar aðallega. Persónulega finnst mér þetta vera til þess að vekja athygli á þessum morðum. Þetta fyrirbæri Keðjubréf og allt sem er byggt upp á sömu hvötum, (athyglissýki og fleira) eins og til dæmis tölvuvírusar, þar sem höfundar þeirra eins og keðjubréfa, vilja sjá hvða þeir dreifast mikið. Þessi hneygð er eins og fjöldamorðingjar hafa, sem drepa til að fá athygli og koma samfélaginu á annan endann. Það sem verra er að þessi hegðun er í raun það sem terroristar þrífast á, rétt eins og fjöldamorðingjar fíla þeir að koma ekki bara samfélaginu, heldur heiminum öllum í ójafnvægi og þrífast á athyglinni, sem blöð, sjónvarp, netið og fleir fjölmiðlar gefa þeim óspart. Lækningin samfélagsins við þessu er að birta ekki fréttir, og taka þannig vopnin úr þeirra höndum. Rétt eins og með þessi keðjubréf, ekki senda þetta áftam því þetta er ekkert annað er ruslpóstur sem tekur tíma að skoða og fyrirhöfn að henda. Þó svo ég sé ekki með kross fyrir framan nafnið mitt, eða ég fái ekki stóran lottóvinning innan 10 daga ef ég sendi ekki bréf til allra eða minnst 10 aðila sem ég þekki, held ég mínu stolti og sjálfsvirðingu á sama tíma og ég legg mitt af mörkum við að stoppa þetta rugl, hvort sem það er keðjubréf þeirra sem notfæra sér hryllilega atburði eins og þessa í Rússlandi til að fá útrás fyrir athygliþörf sína. Gott framtak að sýna stuðning, en það er ekki rétt leið að gera þessum brjálæðingum hátt undir höfði með því að halda þeirra merki á lofti með þessum hætti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.
2 ummæli:
Vá skil þig mjög vel. Hata einmitt svona keðjubréf og keðju sms. Verð þó að viðurkennað að ég kveikti á kerti í gær út í glugga og hugsaði aðeins um hversu grimmur þessi heimur er orðinn. Og á meðan þessi litlu saklausu börn voru slátruð þá fóru allt í einu vestræn símafyrirtæki að græða á þessum hrikalegheit.
Jæja ég ætla ekki að vera of svartsýnn. Ég kveikti á kerti og það fékk mig til að hugsa aðeins um börnin og fólkið sem lést og þannig veitti ég þeim mína samúð. Vona að ekkert þessu líkt gerist framar.
Já, fjölmiðlar eru oft að hella bensíni á bálið. Með því að fjalla um tölvuvírusa, þá hvetur það fleiri til að búa þá til. Umfjöllun um að kvikmynda/tölvu/tónlistariðnaðurinn sé á móti kazaa eða dc++ eykur vinsældir slíkra forrita. Ef Osama Bin Laden sendir út skilaboð til sinna manna, þá birtast skilaboðin í öllum fréttatímum og hvetja hryðjuverkamenn til að drepa okkur. Svona mætti lengi telja. Siðferði fjölmiðlafólks er í lágmarki og fégræðgi í hámarki. Sveiattan.
Gni.
Skrifa ummæli