september 29, 2004
Dc++ böstað af STEF/Skífunni og lögreglu
september 27, 2004
Scooter og fleira
september 24, 2004
Mikið að gerast í tónlistinni
september 22, 2004
Star Wars og That 70's Show.
september 21, 2004
Kominn aftur í bloggið
september 15, 2004
Af veikindum og kóngulóm
september 07, 2004
Gardínur og rúmdýnur.....
Ég fór með Freyju í gær að skoða svona þunna yfirdýnu á rúmið okkar, sem við ætluðum að fá þegar við keyptum rúmið á sínum tíma, en gleymdum bara allaf. Þannig þunn kelidýna eins og hún heitir víst kostar 15.000 kall hjá Ragnari Björnssyni eða RBrúm. Ég ætla að panta hana beint frá saumastofunni á Búðardal fyrir minni pening. Svo fer ég í kvöld að kaupa gardínuefni með Freyju, því við erum ekki búin að fá okkur gardínur síðan við fluttum inn í íbuðina okkar fyrir 4 árum. Fór til tannlæknis og það var engin hola og bara tannsteinn tekinn og ég í góðum málum bara. Ennþá er ekki gott veður til að spila golf því það er svo blautt. Og því legg ég til innanhúss golfvöll. Hvar er nú Björgúlfur þegar maður þarnast hans.
september 06, 2004
It's such a perfect day....
Þetta er ekki einn af mínum bestu dögum. Það er allt svo vonlaust eitthvað. Skítaveður, peningaleysi, húsfundur, keðjubréf, atvinnuleysi, verð að komast í frí í svona viku eða svo, en kemst ekki, og fleira og fleira og fleira. Eina góða er að Freyja elskar mig og golfsveiflan er að batna.
september 02, 2004
Slasaðist í tölvuleik
Við förum heim og slökuðum á, ég settist við tölvuna og spilaði Need for Speed. Rallaði talsvert og komst aðeins áfram í leiknum. Svo kíktum við á myndina Saved!, sem er bara mjög fín. Og sofnuðum svo vært. En þegar ég vakna í morgun var mér svo illt í einum puttanum, svokölluðum músarfingri hægri handar. Og eftir að hafa farið ofan í atburði gærdagsnins er ég nokkuð viss um að ég hafi slasað mig á hendi þegar ég lenti í slæmum árekstri á 114 mílna hraða í tölvuleiknum. Hvað annað gæti það verið. Það getur sem sagt verið hættulegt að klessa á í tölvuleik.
Erfið bið
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.