september 29, 2004

Dc++ böstað af STEF/Skífunni og lögreglu

Mikið um að vera í heimi DC++ og þeirra sem vilja dánlóda tónlist, bíómyndum og forritum og tölvuleikjum frítt um netið. Þetta er svolítið undarlegt mál, finnst mér allavega, vegna þess að bæði hérlendis og erlendis hefur sala tölvuleikja, sala geisladiska og tónlistar, og aðsókn á bíómyndir veriða að stig hækka. Því hefur meira að segja verið haldið fram að dánlód af netinu sé að mörgu leyti talin orsök þessa, því fólk fær sýnishorn af því sem það langar í og kaupir. Og hér á landi fer meira að segja hluti verðs af tómum geisladiskum til STEF. Og megnið af þeim diskum sem keyptir eru fara í tölvunotkun en ekki afritun tónlistar. Það þarf ekki að rökræða þetta neitt, það sér hver maður að þetta er rugl. Þeir sem standa að þessarri rassíu eða bösti eins og það heitir á útlenskunni, segja að þeir verði af gríðarlega miklum tekjum vegna þessa dánlóds. Ég tek undir orð eins of operatornum á einni DC rásinni sem biður um sannanir. Hér er linkur inn á heimasíðu Deilis, sem sér um nokkra DC hubba. Þar undir Korkar, eru miklar umræður og linkar á fleiri staði. Þetta er bara hræðsluáróður Skífunar og STEF samtakanna til að reyna að sporna við dánlódi. Sem nota bena skaðar þá ekki, heldur eru það þeir sem dánlóda og kaupa tölvudiska og plöturnar þeirra sem halda þessu liði uppi. Nóg í bili....

september 27, 2004

Scooter og fleira

Það var stuð á Scooter tónleikunum í Höllinni á laugardagskvöldið. Ég og Freyja, Andri, Arnoddur og Harri fórum saman. Skúter var með hevví tekknó og flott show. En það sem var bæði ergilegast og hlægilegast var upphitunarbandið, Love Guru. Það er feitur náungi í Henson galla sem syngur gömul og ný íslenks og erlend lög og reynir að rappa og er með dansara sem eru líka í Henson glansgöllum. Úff löng setning. Love Guru var á sínum tíma grín band sem var að stæla Scooter, en hann fór að taka þessu allt og alvarlega, og Einar Bárðarsson sem er þekktur fyrir Skítamóral, Birtu (eða Angel) Eurovision lag og Nylon flokkinn. Love Guru þessi er svoooo lélegur að það var í raun hlægilegt að horfa á hann og grey stelpurnar sem sungu og dönsuðu með honum. Og hvað í andskotanum er verið að hafa þessa hörmung sem upphitun á alvöru tónleikum. Og hvers vegna hefur enginn sagt þessu Love guru að líta í spegil og athuga sinn gang. Svo var ég að frétta það í vinnunni að einn lögfræðingurinn sem var í sumar eins og ég fá sína vinnu þangað til hann finnur sér aðra. HELVÍTIS RUGL OG ANDSKOTANS BULL. Af hverju var þá Hilmar Asni yfirmaður að ljúga að mér og segja að hann hætti á sama tíma og ég. Hvað ætti ég að gera, tala við stéttarfélagið, eða tala við Hilmar sjálfann og spurja hann hvað sé í gangi. Af hverju er hann að mismuna fólki svona? Ég vissi að hann væri fífl, en þegar það er logið upp í opið geðið á mann er manni ekki skemmt.

september 24, 2004

Mikið að gerast í tónlistinni

Maður hefur varla tíma til að blogga þessa dagana. Það er svo mikið að gerast í tónlistarheiminum. Ég fer annaðkvöld á Scooter í Laugardalshöllinni, svo er ég að hlusta á nýju plöturnar með Tom Waits, Rammstein, Duran Duran og er að bíða eftir Nick Cave disknum sem var að koma út. Hinar eru held ég ekki enn komnar formlega út. En frábærar allar saman. Duran Duran, gömlu idolin með massíft kombakk og Rammstein vakti upp gæsahúð sem maður fékk síðast á tónleikum þeirra í Laugardalshöllinni. Tom Waits er Tom Waits. Need I say more. Vá maður....

september 22, 2004

Star Wars og That 70's Show.

Af hverju langar mig í helling af DVD myndum? Mig langar í Star Wars trilogy kassann sem var að koma út, og ég finn svo til með honum Eric Forman í That 70's Snow sem er meiri Star Wars fíkill en ég :)

september 21, 2004

Kominn aftur í bloggið

Jæja... þá er maður kominn aftur í bloggið. Ég er búinn að vera veikur, fyrst með kvefpest og svo með magakveisu í kjölfarið. Núna er ég með það sem heitir Berkjubólga. Ég fékk sýklalyf og verð vonandi orðinn góður eftir viku. Þetta er samt ekki þannig að ég geti ekki gert neitt, heldur lítilsháttar slén bara. En ég er hress annars. Hvað hefur gengið á í mínu lífi síðan síðasta blogg kom....í stuttu máli þetta: Ég fékk hringingu frá Bossinum, þessum með 200 stiga greindarvísitöluna. Þar sem hann tilkynnti mér að ég væri góður drengur, en því miður ekki pláss á vinnustaðnum, og því væri ég í veikindaleyfi á fullum launum það sem af er mánuðinum, þangað til ég hætti. Ertu sáttur við það spurði hann, og ég svarði því játandi. En ég viðurkenni, að það er ekki gaman að fá svona símtal sem vekur mann á föstudegi klukkan 14, þegar maður er veikur með hita, en so be it. Svo hefur lítið gerst, er búinn að horfa mikið á video. Sem sagt boring as hell. En það skemmtilegasta er að ég talaði við Skúlann á msn og með webcam, það var fínt, sá bókasafnið hans vel og hann fékk að sjá bílaplanið mitt :) Annars er andinn hægt og rólega að koma yfir mann, þegar maður er með hita er maður ekki mikið upplagður í að vera að krota eitthvða að bloggið. Ég hef aðeins eitt ráð núna. Hlustið á nýja Rammstein lagið, Amerika. Það er snilld með gríðarlegum ádeilutexta á Ameríku. Ef þið getið ekki dl því, látið mig vita og ég skelli því hér inn á síðuna, svo þið getið dl því héðan og fengið textann með. Búið í bili, en það kemur meira blogg very soon.

september 15, 2004

Af veikindum og kóngulóm

Jæja, þá er maður skriðinn í vinnuna eftir veikindin. Kvef, hálsbólga, hiti, nefrennsli og álíka skemmtilegheit. Á miðvikudagskvöldið fann ég fyrir ónotum í hálsi, svaf illa og vaknaði veikur. För svo á föstudaginn í sumarbústað í Biskupstungunum, þar sem ég var líka veikur. Ekki nógu skemmtilegt, en ég gat alveg eins verið veikur þar eins og heima hjá mér. Þetta var verulega langþráð frí hjá okkur Freyju. Hvað var gert í bústaðnum? spyr kannski einhver. Og svarið við því er einfalt. Lítið sem ekkert. Alger slökun. Ég las Harry Potter og Eldbikarinn, spilaði Rommí við Freyju (sem ég vann á endanum :) og svaf. Fórum í smá bíltúr á Flúðir, Gullfoss og Geysi og þar í kring. Það rigndi mikið og var rok að hluta til. Freyja fór í heita pottinn og ég varð að veiða kóngulær úr pottinum, Freyja náði nokkrum dauðum í bolla, og ég notaði kúst til að ná restinni upp. Freyja greyið er soldið skelkuð þegar þessi dýr eru annars vegar. Jafnvel þó þau séu dauð. Ég var þarna úti með bullandi hita að eltast við kónuglær úr riiiisastórum heitum potti með kust að vopni. Þetta var súrt að upplifa og enn sýrðara að rifja upp. Ég kom með hugmynd sem Freyju þótti sniðug, og það var að setja heita vatnið í botn og henda svo helling af grænmeti og grasi og allskonar mat þarna ofan í og búa til stærstu grænmetis-kóngulóar-súpu sem sést hefur í Biskupstungunum lengi. Svo komum við heim á sunnudaginn og þá hélt ég áfram að vera veikur, svo má þriðjudaginn var Freyja orðin veik og við vorum veik saman heima. Svaka fjör. Núna er ég í vinnunni, veikur, en skárri en í gær allavega. Það verður gott að komast heim til veiku stelpunar minnar. Og svo er Manchester United - Lyon í Meistaradeildinni í kvöld.

september 07, 2004

Kræst maður..

Kræst maður, þetta síðasta var lélegt blogg :) Fjallaði ekki um neitt og bara slappt.

Gardínur og rúmdýnur.....

Þá er kominn nýr dagur. Lítið að gerast nema það að enn rignir þessi ósköp. Svíakonungur í heimsókn og allt, og þá rignir hann bara niður. Hvað ætli Davíð segi nú við þessu.? Ég er ekki búinn að sjá kónginn ennþá, þó ég vinni við hliðina á sænska sendiráðinu. En ég sé tvo sænska fána og fána sem mér finnst að ætti að vera á hverju horni. Evrópusambandsfáninn.

Ég fór með Freyju í gær að skoða svona þunna yfirdýnu á rúmið okkar, sem við ætluðum að fá þegar við keyptum rúmið á sínum tíma, en gleymdum bara allaf. Þannig þunn kelidýna eins og hún heitir víst kostar 15.000 kall hjá Ragnari Björnssyni eða RBrúm. Ég ætla að panta hana beint frá saumastofunni á Búðardal fyrir minni pening. Svo fer ég í kvöld að kaupa gardínuefni með Freyju, því við erum ekki búin að fá okkur gardínur síðan við fluttum inn í íbuðina okkar fyrir 4 árum. Fór til tannlæknis og það var engin hola og bara tannsteinn tekinn og ég í góðum málum bara. Ennþá er ekki gott veður til að spila golf því það er svo blautt. Og því legg ég til innanhúss golfvöll. Hvar er nú Björgúlfur þegar maður þarnast hans.

september 06, 2004

It's such a perfect day....

Ég fékk msn skilaboð frá Gullu systir Freyju, og honum Ormi snillingi . Sem er ekki í frásögur færandi, fyrir utan það að það var beðið um að ég setti svona kross + fyrir framan nafnið mitt á msn til að sýna stuðning við fórnarlömb gíslatökunnar í Rússlandi sem var í gær og fyrradag. Ég er uppfullur samúðar og fyllist hryllingi þegar maður heyrir á þetta minnst. En er það rétta leiðin að koma af stað svona frösum? (sendu áfram til allra sem eru á MSN-listanum núna) , og það breiddist í gær sms útum allt þar sem fólk var beðið um að kveikja í kertum í glugganum hjá sér þessu að sýna samúð og samhug. Skókkviliðið gaf út skilaboð í dag að þetta væri ekki til eftirbreytini og það væri mikið mildi að hvergi hefðu komið upp eldur. Því margir sem þessi skilaboð fengu voru börn og unglingar aðallega. Persónulega finnst mér þetta vera til þess að vekja athygli á þessum morðum. Þetta fyrirbæri Keðjubréf og allt sem er byggt upp á sömu hvötum, (athyglissýki og fleira) eins og til dæmis tölvuvírusar, þar sem höfundar þeirra eins og keðjubréfa, vilja sjá hvða þeir dreifast mikið. Þessi hneygð er eins og fjöldamorðingjar hafa, sem drepa til að fá athygli og koma samfélaginu á annan endann. Það sem verra er að þessi hegðun er í raun það sem terroristar þrífast á, rétt eins og fjöldamorðingjar fíla þeir að koma ekki bara samfélaginu, heldur heiminum öllum í ójafnvægi og þrífast á athyglinni, sem blöð, sjónvarp, netið og fleir fjölmiðlar gefa þeim óspart. Lækningin samfélagsins við þessu er að birta ekki fréttir, og taka þannig vopnin úr þeirra höndum. Rétt eins og með þessi keðjubréf, ekki senda þetta áftam því þetta er ekkert annað er ruslpóstur sem tekur tíma að skoða og fyrirhöfn að henda. Þó svo ég sé ekki með kross fyrir framan nafnið mitt, eða ég fái ekki stóran lottóvinning innan 10 daga ef ég sendi ekki bréf til allra eða minnst 10 aðila sem ég þekki, held ég mínu stolti og sjálfsvirðingu á sama tíma og ég legg mitt af mörkum við að stoppa þetta rugl, hvort sem það er keðjubréf þeirra sem notfæra sér hryllilega atburði eins og þessa í Rússlandi til að fá útrás fyrir athygliþörf sína. Gott framtak að sýna stuðning, en það er ekki rétt leið að gera þessum brjálæðingum hátt undir höfði með því að halda þeirra merki á lofti með þessum hætti.

Þetta er ekki einn af mínum bestu dögum. Það er allt svo vonlaust eitthvað. Skítaveður, peningaleysi, húsfundur, keðjubréf, atvinnuleysi, verð að komast í frí í svona viku eða svo, en kemst ekki, og fleira og fleira og fleira. Eina góða er að Freyja elskar mig og golfsveiflan er að batna.

september 02, 2004

Slasaðist í tölvuleik

Nú er komið að síðasta eða næstsíðasta golftímanum okkar í sumar allavega. Maður fer kannski í einhverja tíma næsta sumar, hver veit. Núna verður aðeins farið í stutta spilið, chipp og þannig. Við Freyja fórum örstutt í gær, eftir rosalega erfiðan dag, fórum að versla beint eftir vinnu, leituðum að buxum á mig og hana. Svo þegar það var búið og við keyptum ekki neitt, fórum við örðreytt á Bása að skjóta nokkrum kúlum, og það gekk eins og allt annað í þessari verslunarferð okkar, illa. Ég náði ekki að slaka á og fókusa og lamdi kylfunni alltaf í jörðina og sló of fast. Freyja var í sama gír, ekkert gekk upp. Mikil truflun var á æfingasvæðinu, þvi það er á 3 hæðum. Við vorum á neðstu hæð, og fyrir ofan okkur voru krakkar að giska 7-10 ára og það datt beint niður, meter eða svo fyrir framan mann, önnurhver kúla og því fylgdi mikill hávaði og læti. Svo fór að rigna ofan í vindinn. Sem sagt pirringur og vesen.

Við förum heim og slökuðum á, ég settist við tölvuna og spilaði Need for Speed. Rallaði talsvert og komst aðeins áfram í leiknum. Svo kíktum við á myndina Saved!, sem er bara mjög fín. Og sofnuðum svo vært. En þegar ég vakna í morgun var mér svo illt í einum puttanum, svokölluðum músarfingri hægri handar. Og eftir að hafa farið ofan í atburði gærdagsnins er ég nokkuð viss um að ég hafi slasað mig á hendi þegar ég lenti í slæmum árekstri á 114 mílna hraða í tölvuleiknum. Hvað annað gæti það verið. Það getur sem sagt verið hættulegt að klessa á í tölvuleik.

Erfið bið

Ég er að bíða eftir símtali út af starfi, og það hefur dregist, og því er biðin ansi erfið. Ég er að reyna að nota þetta viðh0rf, "það gerist, ef það gerist", en það er ekki auðvelt. Framtíðin veltur á þessu símtali.....Vinna eða atvinnuleysi. Framtíð eða ekki framtíð.

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.