Annars fórum við norður um helgina að heimsækja tengdó, við komumst aldrei alla leið. Við vorum nefnilega klesst niður í Borgarfirðinum. Það var röð atvika og þáttakendur voru allir nema við, fávitar. Sterkt til orða tekið, en þannig er það nú bara samt. Af hverju fávitar, jú, allir sýndu þeir algert gáleysi, heimskulega, óábyrga og hættulega hegðun ásamt því að hugsa einungis um rassgatið á sjálfum sér þegar aðstæður er þannig að þú verður að hugsa um allt í kringum þig líka. Annars set ég inn árekstarlýsingu núna í kvöld líklega.
júní 21, 2005
Fréttir síðan síðast
það hefur heilmikið gerst síðan síðast. Ástæða þess að ég hef lítið bloggað undafarið er einföld. Ég vinn við tölvu allann daginn og er að leysa af 2,5 stöðugildi...so...ég hef ekki tíma til að blogga í vinnunni því það er svo mikið að gera. Þegar ég kem heim þá nenni ég ekki að setjast við tölvuna til að halda áfram að pikka og vinna í henni. Einnig erum við Freyja búin að vera að sækja um skóla, og það hefur tekið óhemju tíma, en núna eru umsóknir farnar úr landi og við bara bíðum. Svo lauk því um daginn og við höfum bara verið í golfi síðan. Reyndar með smá pásu því ég fékk þessa sumarpest sem margir voru með. Slén, hitavella og hálsbólga. En hún er farin og ég orðinn hress. Ég var búinn að lofa ferðasögu úr sumarbústaðaferð okkar Freyju, þar sem Haukur kom í heimsókn. Það stendur ennþá til að gera hana....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.
2 ummæli:
Gott að sjá að þú ert ekki hættur að blogga :)
Get ekki beðið eftir næsta skammti.
Gni.
Skrifa ummæli