nóvember 29, 2004

Alveg stórmerkilegt atvik

Það er gott að vera byrjaður aftur að blogga, tók mér smá pásu. Kallast oft ritstífla eða leti. Alveg stórmerkilegt atvik henti mig í gær. Þannig er mál með vexti að ég og hún Freyja mín fórum í bæinn að kaffihús, bara tvö á sunnudagskvöldi. Kíktum á Te og Kaffi en það var lokað, og því ákváðum við að fara á Súfistann í Máli og Menningu. Eftir að hafa skoða bækur í kjallaranum, allt frá DaVinci Code upp í hardcore Sci-Fi, lá leið okkar upp á aðra hæð þar sem Súfistinn selur sitt fokdýra kaffi, og ég mein það er dýrt, um 310 kr einn fokking bolli. Svo er það í svona stofnanakönnu líka, þannig að það er staðið og fúlt. Kommon gæs, ég er kaffisnobbari og það er allt Gunnari að kenna, hann kenndi mér að drakka Svaaart kaffi og Steeerkt á Svarta Kaffinu þar sem við félagarnir ræddum heimsspeki, bókmenntir, heimsfræði, stjórnmál og samfélagið og allir hlustuðu af mikilli athygli hér á árum áður. Aaa minningarnar..... :)

Ehhmm.. Aftur að Súfistanum, við Freyja fórum það inn einhvern laugardaginn fyrir nokkrum vikum, staðurinn var fullur af fólki, það voru næstum öll borð fullsetin, og við ákváðum að fara þaðan út því þetta var eins og koma inn í "The Twilight Zone" því þar var fullt að fólki en alger þögn. Ég meina, það er minni þögn á bókasöfnum og í kirkjugörðum á nóttinni... Alger jarðarfarastemming og ef fólk ætlaði að fá sér kaffi og tala saman eins og fólk gerir hefði maður bara truflað alla sem voru að lesa þarna inni. Þannig var þetta líka núna, en ekki eins margir inni. Við álpuðumst aftur uppí bíl sem var lagt fyrir framan gamlan stað sem við Skúli djömmuðum á sællar minningar hér um árið. Ég segi við Freyju, "hey, kíkjum hingað inn fyrst við erum hér". Sem við og gerðum.

Staðurinn hefur ekki breyst neitt, en það er samt meira kúl að koma inn þegar Jimi Hendrix byrjar á Foxy Lady, heldur en krappí lagi með Aerosmith sem ég þekki ekki einusinni, og miðað við að það var róleg stemming þarna inni, og ekki mikið reykt, var tónlistinn allt og hávær og allt of leiðinleg, áðurtaldir Aerosmith og Guns 'n' Roses. Alger mood killer á þessu desíbel leveli. Ég gekk inn í leðurjakkanum mínum, með nýju Baskahúfuna mína og í Real Madrid treyju innanundir. Sem er nátturulega svalt við fyrstu sýn, en þegar maður skoðar þetta betur, þá var og er Real Madrid flaggskip og stolt spænska einræðisins og konungsins, en Baskar búa í Barcelona og þar í kringi í Cataunia eða Katalóníu, og þeir myndu frekar deyja heldur en að halda með eða láta bendla sig við Real Madrid. Þegar ég var í þessum galla og hitti Magga rauða um daginn sagði hann að ég væri líklega stjórnleysingi bakvið kratagrímuma. En hvað um það, ég gengi inn á undan Freyju, hún sest, ég geng hægt að barnum og spyr barþjóninn sem sat uppi á barborðinu með lappirnar uppi á hinu barborðinu; "ertu með gott kaffi?" Hann varar að bragði "nei ég er bara með vont kaffi" og ég greindi pirring úr úrillsku í röddinni og fyrirlitningu fyrir viðskiptavinum staðarins í andliti hans. Ég svar að bragði og segi með hægum Clint Eastwood tón; "Ég ætla að fá tvo vonda kaffibolla hjá þér". Hann strunsaði að kaffivélinni sem malaði kaffið sjálf og hellti upp á tvo eðal kaffibolla með flottri froðu og góðu bragði. Svo henti hann bollunum tveim á barborðið og með og ég rétti honum 500 krónu seðil, borgaði kaffið og spurði hann hvort það væri ábót á kaffið, sem hann svaraði með því að gefa mér hundrað kónur til baka um leið og hann hreytti í mig fúllyndu "nei". Virkilega gaman að lenda inni á svona stað þar sem barþjónninn drepur alla stemmingu, því barþjónar eiga að vera hressir, kammó, sálusorgarar okkar borgaranna. Samt ljómaði ég þegar ég fór með kaffið til Freyju sem sat með blá augnskugga og rauðan varalit útí horni og beið. Ég sá gamlan vin okkar Skúla þarna inni, á sama stað og hann var síðast.

Best að lýsa þessu eins og þetta væri i skáldsögu.....Hér er í raun fyrsta örsagan mín sem hér birtist, og vænti ég dóma frá lesendum um hana.... Ég gekk að barnum og hafðu hugsað mér að panta kaffi. Barþjónninn var pirraður og ég hugsaði með mér að best væri að hafa hann góðann. Um leið og hann gengur að kaffivélinni lít ég til hliðar og sé mér til mikillar ánægju og undrunar gamlan góðkunningja. Hann sat í sínum vanalega stól og horfði ofan í bjórglasið sitt. Ég leit á hann og hann leit upp og augu okkar hefði mætst ef yfirvaraskeggið hans hefðu ekki byrgt honum sýn. Ég fann fögnuðinn hríslast um mig og ég náði að halda aftur að brosinu í nokkrar sekúndur. Hann var kominn aftur. Eða hafði hann aldrei farið? Var það bara ég sem fór? Margar spurningar og minningar skutust upp í hugann á þessum nokkru sekúndum sem við störðum hver á annan, aftur, eftir öll þessi ár. Hann var í nýjum jakka. Ég saknaði gamla gallajakkans með Disney myndinni á brjóstinu, og mér varð hugsað til Skúla, sem ekki vildi fara þarna inn til að byrja með hér um árið. Ég tók við afganginum af barþjóninum og snérist á hæl með tvo kaffibolla og gekk til dularfullu konunar sem sat í horninu og beið mín. Ég settist niður og sagði við hana; "Hann er kominn aftur, Stanislav er kominn aftur." The end.

nóvember 08, 2004

Helgin búin

Föstudagurinn var fínn, skrapp á tónleikana. Þeir voru ansi góðir, nema það að Nýdönsk tók ekki nógu mikið af frægu lögunum sínum. Sem er alltaf leiðinlegt þegar um svona tónleika er að ræða, þá finnst mér að það verði að taka lög sem fólk þekkir vel. Ekki bara þetta nýja stuff þeirra og nokkur gömul. Spilamennskan var góð hjá bæði Sinfóníunni og Nýdönskum. Sinfónían spilaði fyrst ein, og í hléinu var einhver kelling að tala um að "þetta væru nú engir klassíkerar þessir áhorfendur, og kynnu ekki að vera á svona tónleikum" og eitthvað þannig rugl. Þarna komst í snertingu við menningar elítuna svokölluðu. Þeir jú, vita allt betur en við hinir :) And they have real power..... Ég fann þá að ég var "out of place" þarna inni, en sem betur fer voru fleiri eins og ég. En samt, þetta var soldið skerí, rétt eins og að fara út að borða og vera við hliðina á Michael Corleone og félögum hans í Mafíunni. Cosa Nostra og Íslenska Menningar Elítan eða Í. M. E. eru ekki eitthvða sem maður tekur létti. Tónleikarnir voru teknir upp í video og þeim útvarpað beint. Tvö lög voru tekin aftur því líklega á að gefa þetta út á DVD síðar. Eftir tónleikana sluppum við úr klóm Í. M. E. og fórum í bæinn og svo fljótlega heim. Föstudagarnir eru oft frekar erfiðir, sérstaklega ef eitthvða djamm er í gangi, því við vöknum svo snemma á þeim dögum eins og venjulega, eða um klukkan 5,25 um morguninn.

Laugardagurinn var fínn, vaknaði snemma og fór að taka til í skápum, henda margra ára drasli og grisja allskonar bækur og rusl. Vorum í því alveg til að verða 16.00 þegar við förum á opnun á ljósmyndasýningu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem heitir "Fyrir og eftir" og er konseptið portrett myndir sem hefur verið breytt, annaðhvort með photoshop eða svokallaðri "retouching" aðferð. Skoðið allt um þessa sýningu hér. Svo fórum við á Café Paris og ég drakk verulega þunnt kaffi þar, en það var samt fínt. Ég Freyja og Helga vinkona hennar sátum þar og ræddum listir og fleira í kósí stemmingu, rigning og rok fyrir utan, en næs inni. Kaffiilmur og þannig. Svo fórum við heim og horfðum á myndina Ray. Ævisaga Ray Charles, sem er blindur tónlistarsnillingur. Leikarinn Jamie Foxx fer alveg á kostum sem Ray. Fín mynd og frábær tónlist. Maður áttar sig ekki á hvað hann var miklvægur í tónlistarsögunni fyrr en maður sér þessa mynd.

Sunnudagurinn var svipaður, vorum áfram í skáparuglinu og fórum svo á aðra sýningur, þessi var á Listasafni Íslands Erró safninu. Það var ekki opnun, og þvi ekki pelsklæddar kellingar og vín. Sú sýning var mikið betri en þessi ljósmyndasýning, sem er sú slakasta hingað til sem ég hef séð. Þessi sýning er um grafíska hönnun á hverdagslegum hlutum eins og Ópal pakkanum og strætómiðum og fleiru. Sjáið allt um þetta hér. Svo fóru Freyja og Helga sem aftur kom með okkur á þessa sýningu á Kjarvalsstaði og ég fór heim að horfa á Manchester United gegn Manchester City, sem var því miður 0-0 jafntefli. Svo kláruðum við íbúðina okkar og elduðum kjúkling og höfðum það bara gott frameftir kvöldi.

Mánudagurinn var þannig að við Freyja hittum Gunnarinn í gymminu um morguninn. Síðan fór ég heim og pabbi sótti mig klukkan 12 og við sáum fyrirlestur frá fyrrum sendiherra Bretlands í Finnlandi. Kona sem leit út eins og góð amma, en er alveg eitilhörð, og sérfræðingur í varnamálum Evrópu og samskiptum og infrastrúktúr Evrópusambandsins og Nató. Hún talaði um vald og tilgang og framtíð og fortíð þessa sambanda og virkni þeirra. Og ég sannfærðist enn meir að við V-Íslendingar verðum að fara inn í Evrópusambandið sem allra allra fyrst. Svo fórum við pabbi að kíkja á tölvuhluti og þannig. Og svo settist ég hér niður, ræddi við Skúlann á msn og rita þetta blogg....

nóvember 05, 2004

Föstudagskvöldið....

Þá er komið föstudagskvöld og ég að fara á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Nýdönsk í Háskólabíói. Fékk boðsmiða frá mömmu og pabba. Þessu er útvarpað beint og allt. Svo þegar það er búið förum við að hitta vinnufélaga Freyju sem eru að fara út að borða og Freyja hefði farið með ef við hefðum ekki fengið þessa miða á tónleikana. Hvað gerist verður að koma í ljós. Núna er hún að mála sig uppvið spegil og ég að blogga og hlusta á Miss Sarajevo með U2 og Luciano Pavarotti. Bono er alltaf góður, en mikið djöfull er þessi Pavarotti góður söngvari maður, váááá.... Það er svo langt síðan ég hlustaði á Pavarotti síðast. Svo annað, ég er orðinn hooked á einum fáránlegasta leik sem ég hef prufað á netinu. BMX Backflips. Kíkið á hann og prufið :) Þetta er nátturulega bilun. Svo svona rétt í lokin.... Bandaríkin verða hér eftir kölluð, ekki bara af mér heldur öllum lesendum þessarar síðu, Jesusland, eða JL í skammstöfun. Þar ræður Dubvya eða Dobbelja eftir hvernig menn vilja skoða orða þetta, ríkjum. Enda stendur á Dollaraseðlinum; "In God We Trust". Hvað kemur guð peningum við? Er ekki sagt að peningar eða Mammon og Guð fari ekki saman. Kannski er það markmið Dubvya Brúsks að sameina Mammon og Guð í einn og sama guðinn. Hinn eina sanna miskunsama kapítalíska guð....

nóvember 04, 2004

Fimmtudagurinn byrjaður

Sem er ekki merkilegt nema þetta flokkast sem annar í Bush....og þá í neikvæðri merkingu. Eða eins og fyrirsögnin á síðu tvö í DV. "Æ ekki 4 ár í viðbót með þessum." Ég fór í heimsókn til Gunnars í Kolaportið, Gni Portmann eins og hann er kallaður þessa dagana var hress að vanda og eftir að hafa gefið mér í nefið vorum við að ræða málin, og talið barst að hreyfingu og mataræði sem Gunnar er fróður um. Portmaðurinn var að ræða um að hann þyrfti að fara hreyfa sig aðeins, enda vinnur hann alla daga og er svo í Háskóla Reykjavíkur eftir vinnu í Viðskiptafræðinni. Ég sagði við hann, kondu með mér á námskeið í Hreyfingu á morgnana, sem byrjaði í morgun, og viti menn, Portmaðurinn einfaldlega hringir beint í Hreyfingu og skráir sig, mætir svo í morgun og stendur sig eins og hetja. Þetta er alvöru maður. Ef ég væri með hatt, tæki ég hann ofan fyrir honum. Þar sem ég er ekki með hatt núna, segi ég bara.... Gunnar hetja. Það eru ekki allir sem taka svona í mál, hvða þá að framkvæma þetta svona með stæl. Annars er pabbi að koma að sækja mig og ég ætla að fara á kaffihús með honum og fá mér morgunkaffi. Blogga meira síðar í dag ef ég nenni.

nóvember 02, 2004

Ég vona að Kerry vinni í USA

Ég hef verið frekar latur að blogga síðastliðan daga, en ég er búinn að vera næstum því veikur, með slén og hor...og hausverk, og þá get ég ekki bloggað. Nenni því ekki og verð andlaus. Ég er að skána og ætla að blogga meira á morgun. En ég vona að John Kerry vinni Erkifíflið Géorg Dobbelja Brúsk. ANNAÐ VÆRI SKANDALL OG KOSNINGSVIK. Og hananú... andskotans.... argh.. En annars lítið að frétta, er bara búinn að vera taka til í skápunum heima og henda drasli. Og svo fór ég á fyrirlestur í hádeginu hjá sagnfræðingafélaginu. Síðan þeirra er vistuð hja Reykjavíkur Akademíunni. Næsti fyrirlestur verður líklega nokkuð merkilegur. Hér er línan stolin af síðunni; 16.11. Þorbjörn Broddason félagsfræðingur. Fjórða grein valdsins. Fjölmiðlar, áhrif og ábyrgð.

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.