desember 02, 2004

Bilað blogg

Ég gat ekki bloggað í gær því ég komst ekki inn á svæðið mitt á blogger.com. Best að blogga smá núna og svo meira á morgun vonandi. Ég hef ekki gert mikið því ég fékk hálsbólgu og eitthvað þannig rugl, hausverk og nefstíflu. Svaka stuð. Þannig að ég er ekki í gríðarlegu stuði til að rita eitthvað sniðugt. Langar samt að þakka Skúla fyrir commentið, þar sem hann fer á kostum rétt eins og ég í síðasta bloggi í "ritsmíðum". Maður má ekki hrósa sjálfum sér, en hér á þessu bloggi ræð ég. Ég get hent út kommentum og gert hvað sem er, so fuck you if you dont like it. Ástæða þess að ég er svona orðljótur er að ég var að horfa á True Hollywood History, sem fjallaði um Courtney Love ekkju Kurt Cobain úr Nirvana. Og hún er orðljót með eindæmum. Þannig að það er ekki við mig að sakast, heldur sjónvarpið. Ég er bara fórnarlamb aðstæðna og sjónvarpsins. En eins og allir vita, verður fólk klikkað af því að horfa á sjónvarp. Menn fá ferkönntuð augu og allt. En það versta er að allt sem maður sér í sjónvarpinu gerir mann morðóðann og kolklikkaðann. Mig langar að drepa......drepa...en hvern langar mig að drepa? Þetta er soldið sikk þegar mann langar að drepa einhvern en veit ekki hvern. En svona er ísland í dag.... kræst þetta var innantómt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það fylgir sjálfstraustsvíma því að vera reiður og tjá skoðun sína beint út ef mar er óánægður - sælan stafar af því að vita að það er líf í manni, maður er ekkert nobodí og stendur knarreistur í stafni í ólgusjó hversdagsleikans. Gubb...Gubb...en staldrið við því það er sannleikskorn í þessu...Cusumus veit hvað hann er að segja enda tiltölulega nýbúinn að láta mann í bláum samfesting með smurolíublettun hafa það óþvegið á enskri tungu....og er bara nokkuð hátt uppi í sjálfsöryggisvímu þó nú sé kominn dagurinn eftir.

Loopman kannast vel við bensínstöðvartitta munhögg cuzumusar en gerum heyrinkunnt að þau roðna í samanburði við þessa glímu.

Málavextir eru þeir að bíllinn hennar Elizabethar fór á verkstæði í águst til skoðunar og viðgerðar. Nú líður tíminn og við á leið til Massachussetts til Þakkagjörða. Nálægt Troy, NY erum við stoppuð af State Police en þeir eru alræmd hörkutól og útvaldir laganna verðir. Kom þá upp úr kafinu að skoðunarmiðinn var fallinn úr gildi en heppilega vildi til að nótan frá í ágúst var í hanskahólfinu og eftir umhugsun lét hann okkur fara með viðvörun. Jafnvel Cuzumusi leist ekki á blikuna því annar bíll hafði verið stoppaður rétt hjá okkur og stóð þar kvensa með hendur á þaki bílsins meðan leitað var á henni allri - djö. umferðardópisti!!!

Er komið var til Íþöku 5 dögum síðar var farið aftur á vekstæðið og fundu þeir ekki neinar skrár um að bílinn hefði verið skoðaður og við yrðum að koma aftur daginn eftir klukkan 11 - sharp!. Við þyrftum að borga skoðunargjald því það væri komið nýtt tölvukerfi. Við mótmæltum því og sögðum að við værum búin að borga.

Daginn eftir þá fór ég með bílinn í skoðun og bað þá um að hringja um leið og þeir væru búnir því ég ætlaði að labba yfir í næstu verslunarmiðstöð og sækja svo bílinn...tóku þeir þá niður númerið en hringdu aldrei og 3 tímum síðar eftir að hafa lesið bækur og drukkið kaffi á Barnes And Nobel hringi ég í þá og var þá bíllinn tilbúinn.

Ég fór fram við þá að þeir myndu endurgreiða skoðunargjaldið frá í águst (c.a. þúsundkall!!!). Þeir sögðust ekki gera það og það væri gjafmildi af þeirra hálfu að rukka ekki fyrir þetta núna. Ég benti þeim þá á að þetta hefði verið þeirra mistök og að við hefðum hlotið óþægindi af því að vera stoppuð af lögreglunni og að hafa þurft að koma þangað tvívegis til að leiðrétta mistökin. Þeir sögðust skoða 50 bíla á dag og svona hlutir geti hent. Ég sagði þeim þá að kannski væri best að þeir skoðuðu færri bíla svo þeir gerðu það nú rétt. Ég minnti þá á að það væri mikil samkeppni í þessum bransa og ég væri að gefa þeim tækifæri á að koma á móts við óánægðan viðskiptavin áður en sagan eitri út frá sér. Ég spurði hvort þeir hefðu skoðað bílinn núna eða bara límt á hann miðann. Þeir sögðu að bílinn hefði verið skoðaður í ágúst og sýndu einhvað handkrotað eyðublað því til stuðnings...en þetta var einhvað sem þeir gátu ekki fundið daginn áður!

Allavegana...Cusumus lét hann hafa það óþvegið...fór svo heim og skrifaði New York State department of Vehicle safety bréf þar sem kvartað var undan ófaglegum vinnubrögðum og sendi svo afrit á verkstæðið.

Later dude...

Cuzumus

Nafnlaus sagði...

Var fjör um helgina. Varstu ekki að spá í að halda kannski upp á afmælið þessa helgi-hvernig var? Hefði verið gaman að vera á klakanum. Og aftur til hamingu með afmælið þann 3.

Later dude...

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.