Það sem er samt hlægilegast við þess umræðu er þegar verið er að bera saman verð hér og erlendis. Þá eru "lágvöruverslanir" hér á landi bornar saman við búðir eins og Hagkaup og 10-11 úti. Búðir sem er dýrar þar. Verðmunurinn hér og í Bretlandi þar sem ég bjó er gríðarlegur. Eg verslaði alltaf í Sommerfield, Tesco og Morrissons. Þær eru ekki lágvöruverslanir eins og Aldi, Netto og jafnvel ASDA.
Við berum Bónus saman við Sommerfield sem er eins og að bera saman Epli og farsíma. Það bara virkar ekki. Samt er verðmunirinn miðað við mína útreikninga sirka 100% dýrara hér. Ef borið er saman við verslanir eins og Aldi og Netto þá er prósentan komin í 200% allavega. Svo maður minnst nú ekki á gæðin. Grænmeti og ávextir eru ekki þriðja flokks dýrfóður eins og okkur er boðið uppá hér heima.
En þar sem "við" Íslendingar styðjum okkar menn sem halda verðinu niðri í skjóli gríðarlegrar samkeppni hér innanlands samkvæmt PR maskínu Bónuss þá erum við í góðum málum er það ekki?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli