nóvember 15, 2007

Afghanistan og Jón Magnússon

Þessi frétt er nokkuð fyrirsjánleg. Það er alveg augljóst að ef Pakistan fer í hundana þá eru Bandaríkjamenn í vanda þegar kemur stöðu þeirra á svæðinu. Vandamál Pakistan í dag verða líklega ekki leyst nema með hjálp og vegna þrýstings Bandaríkjamanna. Einfaldlega vegna þess að þeirra hagsmunir eru of miklir til að missa velvild Pakistans.

Jón Magnússon þingmaður segir á sinni bloggsíðu að "Af hverju eru Bandaríkjamenn og NATO með herlið í Afghanistan? Hvaða skilgreindu markmiðum á að ná með því að hafa her í Afghanistan. Hvers virði eru þau innlendu stjórnvöld sem hafa ekki getað komið á laggirnar her- og lögregluliði heimamanna til að halda uppi lögum og alsherjarreglu í landinu. Hætt er við að erlenda herliðið verði stöðugt óvinnsælla og muni á endanum hrökklast brott sér í lagi hafi stjórnendur ekki skýra mynd af því hvenær eðlilegt sé að kalla erlenda herliðið frá landinu. "

Skoðum þetta aðeins nánar. Af hverju eru USA og NATO með her í Afghanistan. Svarið er ekki flókið. Bin Laden ræðst á NYC, sem er ekki bara árás á Bandaríkin, heldur á hinn vestræna heim. Öryggisráð UN sendir her inn undir stjórn NATO sem aftur felur USA stjórn því ekkert annað ríki getur tekið að sér svona verkefni og stýrt þvi vel. Það er bara staðreynd. USA hefur samskiptamöguleikana, mannafla og tækjabúnað. Þetta er NATO dæmi, undir stjórn USA.

Hvaða skilgreindu markmiðum á að ná.... Það var lagt up með að uppræta Al Qaeda og þá ríkisstjórn sem þá studdu, sem voru Talíbanar. Því markmiði var náð. Það er mikið fjölþjóðalið í Afghanistan, ekki bara Bandaríkjamenn.

Hvers virði eru þau innlendu stjórnvöld sem.....SVarið við þessu er flóknara, en í stuttu máli þetta; Það er engin stjórn í landnu. Kabúl er nokkuð vel á valdi fjölþjóðaliðsins, en úthverfin og all fyrir utan þau eru einskismannsland. Í Afghanistan er enginni infrastrúktúr, lítið vatn, rafmang, heilbrigðisþjónusta og svo framvegis. NATO er það til að reyna það sem hefur verið kallað Nation Building eða Nation Re-Building, sem eru sá prósess sem fer í gang eftir stríðsátök, þar sem þjóðin er byggð upp á nýtt með því að gera vegi, skaffa vatn, rafmagn og svo framvegis. Það sem er hinsvegar að gerast í Afghanistan er nýtt hugtak sem kallast Nation Making. Þar hefur aldrei verið friður og ekki heldur virk stjórn. Það er engin þjóð þar. Það verður að byggja Afghanistan frá grunni. Það bendir allt til þess að það verði erlendur her þar næstu áratugina.

Herlið verður óvinnsælt... What can you about it.? Ekkert, það er bara alger nauðsin að herliðið sé þar, því ef það fer verður þetta mun verra en það í raun er í dag, og það er slæmt í dag. Heroin framleiðsla hefur aldrei verið meiri, Talibanar komnir með 15.000 manna herlið og aðrir stríðsherrar að berjast innbyrðis og við Talibana.

Bónus fagnar

Það er gaman að sjá að PR maskínan hjá Bónus er á yfirvinnukaupi þessa dagana. Ekki veitir af þegar verið er að ráðast á saklausa bissnissmenn. Eins og flestir vita þá er bara talað um Bónus, en ekki Hagkaup sem er dýr verslun og 10-11 sem er ekki dýr, heldur fokdýr verslun. Þetta eru allt sömu eigendur sem reka þetta. Þeir kaupa inn sjálfir gegnum Haga, og stýra verði á öðrum vörum en þeim sem þeir flytja inn sjálfir í skjóli stærðar og fákeppni.

Það sem er samt hlægilegast við þess umræðu er þegar verið er að bera saman verð hér og erlendis. Þá eru "lágvöruverslanir" hér á landi bornar saman við búðir eins og Hagkaup og 10-11 úti. Búðir sem er dýrar þar. Verðmunurinn hér og í Bretlandi þar sem ég bjó er gríðarlegur. Eg verslaði alltaf í Sommerfield, Tesco og Morrissons. Þær eru ekki lágvöruverslanir eins og Aldi, Netto og jafnvel ASDA.

Við berum Bónus saman við Sommerfield sem er eins og að bera saman Epli og farsíma. Það bara virkar ekki. Samt er verðmunirinn miðað við mína útreikninga sirka 100% dýrara hér. Ef borið er saman við verslanir eins og Aldi og Netto þá er prósentan komin í 200% allavega. Svo maður minnst nú ekki á gæðin. Grænmeti og ávextir eru ekki þriðja flokks dýrfóður eins og okkur er boðið uppá hér heima.

En þar sem "við" Íslendingar styðjum okkar menn sem halda verðinu niðri í skjóli gríðarlegrar samkeppni hér innanlands samkvæmt PR maskínu Bónuss þá erum við í góðum málum er það ekki?

Fjölmiðlamen að tala um sjálfa sig

Hvernig stendur á því að frétt um Tinna bók endar á frétt um Dr Gunna. Dr Gunni er örugglega fjölhæfur og góður maður, en hvers vegna verið að tengja hann við Tinnabækur. Ég bíð líka spenntur eftir Tinna í Sovét. Ég er reyndar enn spenntari að vita hvers vegna Tinni í Kongó fæst ekki hér á landi. Hún er ekki til á íslensku né ensku. Samt má gefa út 10 litla negrastráka eins og ekkert sé.

Aftur að Dr Gunna, eða réttara sagt að blaðamanni sem segir svo skemmtilega.. "Einn þeirra sem bíður spenntur eftir útgáfu Tinna í Sovétríkjunum er lagahöfundurinn og tónlistarspekingurinn Gunnar Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni." Núna er það okkur lesendum mikið keppikefli að vita hver bíður spenntur eftir Tinna.

Önnur frétt var hér um daginn um Breezer drykki og þar var sagt að Ásgeir Kolbeinsson væri áhugamaður um þá eða eitthvað í þá áttina. Hvers vegna er verið að taka fram í einhverjum smáfréttum hvað einhverjir semi þekktum aðilum finnst. Og hver í andskotanum er þessi Ásgeir Kolbeins, og og og og....og Dr Gunni.

Næst kemur frétt sem verður á þessa leið. Strætó númer 5 fer að ganga frá Kringlunni niður í miðbæ, og einn af þeim sem finnst mikið til um það koma er Viggo blaðasnápur á Mogganum. "Ég er þokkalega sáttur við strætómálin í dag, nota ekki strætó sjálfur en þetta er samt massa cool maður".´

Misnotkun fjölmiðla

Verðsamráð verslana hér á landi hefur verið mikið í umræðunni undafarnar vikur. Ég hef mínar grunsemdir að það sé nú eitthvað til í þessum ásökunum, enda fyrirækin sem um ræðir ekki þekkt fyrir að gera mikið fyrir sína viðskiptavini annað en að taka þá í óæðri endann og heimta svo að maður borgi 15 kr fyrir poka. Hinsvegar er annað mál sem þessu tengist og það eru fjölmiðlar og eignarhald á þeim. Hvers vegna skiptir það máli? Svarið er einfalt. Þegar Rúv hóf umræðu á þessu máli létu Baugsmiðlar (Stöð 2, Bylgjan, Visír.is, Fréttablaðið og auðvitað skadal skúbb blaðið DV) ekkert frá sér um þetta mál. Það var sem sagt ÞÖGN. Það var ekki fyrr en Rúv, bloggarar og almenningur var farinn að tala það mikið um málið að þeir gátu ekki þagað lengur. Umræðan var bæði lítil og léleg. Það sem helst var gert var að skammast í Rúv vegna þess að þeir sem sökuðu verslanir um samráð komu ekki fram undir nafni. Það er grundvallar réttur blaðamanna að vernda sína heimildamenn. Sú staðreynd að Baugur hafi látið tala málið niður og sú staðreynd að þeir eiga flesta fjölmiðlana hér á landi kemur ekki á óvart, enda er það alveg í anda fákeppni og einokunar að reyna stýra umræðunni sér í hag. Þá gildir einu hversu blaðamenn og ritstjórar þykjast vera hlutlausir, eins og þeir segjast flestir vera. Meira segja sjáfsskipaður fjölmiðlagagnrýnandi Ólafur Teitur Guðnason gagnrýnir Rúv fyrir það að menn komu ekki fram undir nafni. Það er ráðist á eina fjölmiðilinn sem er ekki í eigu Baugs í stað þess að skoða hvort eitthvað sé til í fréttinni. Eyjan og með Silfur Egils í fararbroddi tók á málinu af smá festu. En það var bara lítið og yfirborðskennt, en samt var bakarinn ekki hengdur fyrir smiðinn á þeim bænum. Það sem þó toppaði, eða réttarasagt botnaði umræðuna og expósaði einn miðil fyrir það hvað hann er var útvarp Saga. Þar ræður Arnþrúður Karsdóttir ríkjum. Með henni eru miðlar og spámenn eins og Hermundur Rósinkranz og Sigríður Klingenberg og fleiri sem hafa það að atvinnu að fara illa með fólk sem er trúgjarnt eða veikt fyrir en það er önnur saga.... Stöð litla mannsins, þar sem fólkið í landinu (aðallega öryrkjar og fólk sem ætti ekki að tjá sig á almannafæri) tjáir sig í beinni útsendingu. Nú bregður svo við að í stað þess að hella sér yfir verslanirnar og samsteypurnar sem allt eiga hér á landi, þá fer hún í rosalega vörn. Tími eftir tíma sem voru endurteknir margoft, símatímar þar sem hún helt uppi hetjulegum vörnum..... Fyrir annan aðilann. Bónus. Svo gróft var það að þegar það fór heill þáttur þar sem hún og einhver kellingarálka töluðu um það hvað Bónus væri dásamlegt fyrirbæri. Svona voru samtölin milli þeirra....Arnþrúður segir "þetta er alveg ótrúlegt með Krónuna, þar fær maður kálhaus á 250 krónur stykkið. það er bara gjafaverð", (innskot mitt. NEI það er ekki gjafaverð) og svarar þá hin herfan svona. "Það er sko ekkert Arnþrúður mín, ég fer frekar í Bónus og kaupi mér heilt kíló af frosnu grænmeti á 190 krónur". "Váá, það er sko kjarakaup á frosnu grænmeti í Bónus, þeir eru bara mikið ódyrari, þar er sko gott að versla". Það svarar hin aftur... "Já segðu... Gvöööð, veistu hvað!!! Í Krónunni færðu kók á 150 krónur, en ég fer frekar í Bónus og kaupi mér Pepsí á 69 krónur". Svona hélt þetta áfram, og ég dauðskammaðist mín við að það hlusta þetta var svo augljóst. Ekki bætti það úr skák að þær töluðu um þegar Ólafur framkvæmdastjóri Bónuss hafði sagt þeim í viðtali daginn áður að þessar ásakanir væru ekki réttar og svo nún á eftir þá kemur forstjóri Haga, sem kaupa inn fyrir Bónus, Hagkaup, 10-11 og fleiri, í heimsókn. Ekki var Krónunni og Kaupás fyrir að fara þarna, heldur bara Bónus. Og stöð litla mannsins var orðinn öflugasti talsmaður auðvaldsins sem ég hef séð. Þetta minnti mig á áróðursþættina sem þeir á FOX network kalla dagskrá hjá sér. Fox er áróðurs maskína Repúblikana flokksins í USA fyrir þá sem ekki vita. Framkvæmdastjóri Haga kom í heimsókn og ég hlustaði á það og það var annað svona sem maður myndi kalla egósentrískt rúnk og svo var fullnægingin þannig að sprautað var yfir ríkisstjórnina, Rúv og nafnleysingjanna sem "ljúga til að koma óhróðri" á heiðarlega viðskiptamenn. Þessi maður sagðiu meðal annars; "Það sem Bónus hefur gert er að þegar bið opnuðum á sínum tíma eyddi þjóðin 23% af tekjum í matarkaup, í dag aðeins 13%". Þetta er svo sem ok, en það var ekki tekið fram að húsnæði og bílar hafa svo margfalt tekið framúr öllu og afborganir af slíku hækkað svo mikið það það jaðrar við ofurvexti og ónýtan gjaldmiðil (huhh? þetta hljómar undarlega). Í nýlegri skýrslu KB banka segir að álagning Haga, og Bónuss og annarra búða HAFI ALDREI VERIÐ HÆRRI. Ég var að hugsa um að hringja á útvar Sögu og skamma Anrþrúði, reka hana á gat og láta hana í ljósi frelsis og opinnar umræðu skella á mig vegna þess að hún gæti ekki staðið undir mínum skotum lengi, en til þess þá þarf ég að lækka greindarvísitöluna ansi mikið. Ég er búinn að vera horfa á FOX network, lesa Biblíuna, bæði nýju og gömlu þýðinguna, spá í Tarot, hlusta á Jeb og W Bush, en ekkert gengur. Greindarvísitalan lækkar ekki nógu mikið. Blaðamenn Íslands Skammist ykkar. The Loopman has spoken

Les aðstaða stúdenta léleg

Þegar ég var í Háskóla Íslands var aðstæðan léleg. Bókhlaðan aldrei opin og hún reyndar of lítil þegar hún var tekin í notkun, bæði hvað varðar pláss fyrir bækur og sérstaklega léleg hvað varðar pláss fyrir stúdenta. Það hefur víst lítið breyst. Eftir að hafa lært í góðum skóla í Englandi þá fór ég að vorkenna stúdentum hér. Plássleysið algert og tölvukostur skelfilegur. Það er ekki sjálfsagt að allir séu með laptop, eða vinnuaðstöðu heima í hjá sér. Í Englandi voru alltaf opin tölvuver allan sólar hringinn, ekki öll, en alltaf nokkur fyrir þá sem þurftu. Eins var bókasafnið opið líka, en með lítilli þjónustu. Fólk gat þá lesið eins og það þurfti og plássið nóg. Hér búum við við lélegasta bókakost sem sést hefur á háskólasafni EVER. Að koma Háskólanum á topp 100 listann er ekki draumur heldur fíflagangur. Topp 500 listinn er varla raunhæft markið heldur.

nóvember 05, 2007

Smáþjóðar smásálin

Hvers konar bullfrétt er þetta hjá Vísi.is. Hannes “wanker” Smárason og félagar ætla að taka þátt í NYC maraþoninu. Þeir eru “í góðum félagsskap” þar sem Tom Cruise og frú sáust leggja bíl sínum í Central Park? Ég virkilega örvænti fyrir hönd Visis.is og þeirra Baugsmiðla þar sem þetta setur standardinn á blaðamennskunni það lágt að þessi bloggfærsla mín er innihaldsmeiri og meikar meira sens en þetta helvítis rugl. Hvað kemur það okkur við hvort Hannes Smárason sé að fara taka þátt í hlaupi í Ameríkunnni? Mér gæti ekki staðið meira á sama. Ekki tekur vísir.is fram að ég ætla að horfa á fótboltaleik á eftir og fara svo út að versla. Mér finnst það mikið mikilvægara. Annars á ég rosalega bágt með að skila hvers vegna þið íslendingar eruð alltaf að tala um útrásina og hvað við íslendingar eruð að gera það gott í erlendis-inu… Þetta eru nokkrir einstaklinkgar sem hafa flestir hagnast á pólitískum greiðum (þó ekki allir) og eru að fjárfesta (sko ég gat notað tískuorð) erlendis. Þjóðarsálin er eins og köttur á breimeríi og heldur ekki vatni yfir því hvað við erum að gera það gott erlendis. Margur telur mig sig er eitthvað sem þjóðarsálin eða réttara sagt smáþjóðar smásálin ætti að skoða, og reyna svo að slíta sig frá þessum hópsálar hugsunarhætti og horfa í eigin barm. Hætt að styðja stuttbuxnastrákana í Bónus “sem halda verðinu niðri” og hætta að velta sér uppúr hvað Mr. Wanker Smárason er að gera. Get a life.

nóvember 02, 2007

NEW Blogs

Hi all. Finally started to blog again. I am not sure if I will blog in english or icelandic, perhaps a little bit of both. I will use this blog and several others as well, just to see what I like best and to exploit the blogsphere to its full potential. By having multiple blogs that post mostly the same things. :) It will remain to be seen what I will do in the future, if I delete some blogs or not. Nice to be back. I started to blog back in 1998, but then it was not called blogging, or web log, but web diary.... ahhh the primitive old days of the internet. :)

febrúar 23, 2007

Bill Gates gets a pie in his face
Geggjad Video a Gates

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.