október 18, 2005

Undarleg moment

Erum komin með netið heim, og hlutirnir farnir að komast í fastar skorður. Mamma og pabbi voru hér frá fimmtudegi fram á sunnudag. Það erfiðasta hingað til í sambandi við allt hér var að segja bless við þau... Soldið fyndin tilfinning að vita að þau væru á leiðinni, en nuna er enginn á leiðinni. Annars ef þú ert í svaka stuði þá er Iceland Express held ég að fara að fljúga til Manchester á næsta ári. Það er bara stutt frá Leeds.

Eg er í study group, sem á að flytja tvo fyrirlestra. Það er bara stelpur með mér í groupunni. Ungar, 22 til 24 ára. Ein frá afríku sem hefur ekkert mætt, ein japönsk, þær báðar hafa smá sens um hvað hlutirnir eru. Hinar þrjar eru kínverskar. Þær vita ekki hvað CNN er. Eða BBC news. Vel menntaðar ef svo má kalla, því þeirra undergrad gráða er í blaðamennsku. En eins og við vitum þá er kína mjjjööööög framarlega í frjálsri fjölmiðlun. Grubban er jafn dysfunctional og The Osborne family.

Ég var hræddur um að eg hefði gert eitthvað rangt um daginn, þegar ég spurði þær hvort Falung Gong hefði eitthvað outlet, það er TV show eða blað sem þeir gætu komið sínum málum á framfæri....og þær frusu allar. Við sátum við hringborð inni á svona group study herbergi inni á bókasafni, um leið og ég lauk spurningunni þá snéru þær hausnum beint fram og störðu ofan í borðið.

Þessi japanska rauf þögnina með því að spurja um næstum spruningu á listanum okkar. Þetta var svona eins og þegar aðal útlaginn í westrinu labbar inn á salooninn og sheriffinn þorir ekki að gera neitt og horfir ofan í whiskey glasið sitt, og tónlistin þagnar og allir stara. Hann gengur inn í salinn og eftir smá stund byrjar píanóið og allir fara að skvaldra. Súrt augnablik.

Annars lenti ég í öðru mómenti í gær. Ég var að ganga frá student union byggingunni yfir í Houldsworth bygginguna sem ég er alltaf í þegar ég stytti mér leið yfir smá húsasund og þaðan yfir í stóran garð á svæðinu þegar lítill grábrúnn íkorni stendur allt í einu í um 1,5 metra fjarlægð frá mér. Við störðum hver á annann og pírðum augun. Tónlistin úr Good Bad and the Ugly hringlaði í hausnum á mér og ég fattaði að ég var ekki með byssu þegar höndin leitaði niður með síðunni. Svo snappaði ég út úr þessu og steig skref aftur á bak og íkorninn rölti ofursvalur af stað aftur á leið sinni niður í Student union. Líklega hefur hann verið á leið í tíma eins og ég.

Annars fyrst maður er að lenda í svona atvikum... Erfitt að segja bless við mömmu og pabba og mér leið eins og Snorra litla aftur. Meira að segja Freyja átti lika erfitt með sig. Súrir kínverjar og íkornar útum allt, þá get ég huggað mig við tvennt. Ég er að fara á tónleika með Starsailor uppi í Leeds Uni. sem gerðu meðal annars lagið Four to the Floor. Og svo núna rétt í þessu var ég að bóka tónleikamiða á band sem heitir. The Pogues. 17. des. í Manchester Arena.

4 ummæli:

-Hawk- sagði...

Já þetta er það erfiðasta við að vera í burtu. Það er að sakna fjölskyldunnar. Mér fannst það erfiðast fyrst en svo minkaði það þegar á leið.

Hey ekki gleyma að Depeche Mode eru með tónleika 30 mars í Manchester :)

Nafnlaus sagði...

Hey ekki láta Kínverjana fara illa með þið. Þeir kunna ekki ensku og það er bara ekkert hægt að gera í málinu.

Um að gera að teyma upp með evrópubúum. Enskan betri og vinnuseminn ásættanleg. Hef heyrt að erfitt sé að tengjast Brétanum sjálfum.

Keep on going félagi.

kveðja,

Skuli

Nafnlaus sagði...

Linar það ekki fráhvarfseinkennin frá kallinum að umgangast svona lið?

Gni.

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ Snorri og Freyja
Það er gaman að geta fylgst með ykkur hér á síðunni - en þar sem ég er nú ekki mikill bloggari þá væri æðislegt að fá netfangið ykkar. Vonum að þið hafið það sem allra best.
Kveðja Þórunn, Sveinbjörn og börn

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.