ágúst 07, 2005
Eftir party skrif
ágúst 04, 2005
Það er að bresta á....
Annars er það að frétta af mér að ég og Freyja skruppum til Englands þar sem við skoðuðum skóla í Leeds og Leicester. Eftir þá skoðun tókum við ákvörðun um að fara í nám í Leeds University. Borgin er stærri og skólinn og allt sem að honum snýr er pottþétt. Mjög vel var tekið á móti okkur og allt stóðst sem talað var um. Leicester gekk ver að svara e-mail og því var þetta ekki eins smooth. Aðstaðan í Leeds fannst mér betri. Styttra milli staða og þannig.
Annars er að fara í hönd stresstímabil mikið. Við Freyja verðum að gera svo mikið. Taka til í geymslunni svo við getum fyllt hana af dóti úr búðinni. Segja upp símanum, netinu. Redda öllu í sambandi við Lín og svo framvegis. Það fer allt í gang. Stefnan er sett á að nota helgina í að gramsa í geymslunni og búa til pláss þar.
Um mig

- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.