maí 18, 2005
Return of the Sith
maí 12, 2005
Allt brjálað...
Ég er kominn með miða á Star Wars Episode III. Revenge of the Sith. Arnoddur fór í röð og keypti miða fyrir mig og Freyju. Forsýningin verðun án texta, án helvítis hlés sem er snilld og sándsystemið notað vel. Nýuppgerður salur Laugarásbíós sér um það. Svo er það stærsta tjald landsins þannig að það stefnir í algera geggjun. Plús það að allir mestu nördarnir mæta...liklega menn í búningum og allt.
Annars er það að frétta úr þjóðlífinu hér að þingmaður flokks Frjálslyndra, Gunnar Örn Örlygsson sem er einn af fjórum þingmönnum Frjálslyndra yfirgefur flokkinn og gengur í Sjálfstæðisflokkinn. Svik við kjósendur og allt það. Hér er grein frá DV. Underlegt er að Mogginn er ekkert að hampa þessari frétt. Enda svik við kjósendur þar daglegt brauð. Gunnar sat inni fyrir skattsvik og skjalafals minnir mig, og er nokkuð ljóst að hann er ennþá sami skíthællinn og hann var. Hann ætti að hafa dísensí að segja af sér þingmennsku þangað til næstu kosninga. Eins og maður segir, eitt sinn skíthæll ávallt skíthæll.
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.