mars 31, 2005
Gleymdi smá...
kominn aftur...
mars 01, 2005
Fékk námsskeiðið.
Sunnudagurinn var rólegur...svo rólegur að ég man bara ekki hvað ég gerði. Við Freyju fórum allavera út á Bása að skjóta kúlum....aðeins að hressa upp á sveifluna. Margt gott sást þar, gamlir taktar, en mikið ryð í gangi... maður verðu að slípa þetta til með þvi að spila meira. Svo vorum við að taka til um kvöldið og þannig.
Mánudagurinn var námskeið hjá mér við förum í grunninn á Photoshop og það er alveg rosalega gagnlegt að ná réttu valdi á þessu forriti. Ég ætla að kenna Freyju þetta líka... ef hún vill læra það :) Um kvöldið kom Skúlinn í mat hjá okkur. Við elduðum Keilu, sem er fiskur sem ég fékk úti í fiskbúð, og er einskonar blanda af Skötusel og Þorski á bragðið, ekkert smá góður. Hann var í svona kryddblöndu, einskonar marineríngu. Geggjað gott. Svo var bara salat sem innihélt, Klettasalat, tómata, gúrkur og papriku. Svo voru brún hrísgrjón með því. Svo var setið inni í eldhúsi og kjaftað. Eftir það fórum við inn í stofu og fengum okkur expresso kaffi og töluðum meira uppvið kaffihúsaborðið. Við vorum ekki alltaf sammála, ég var að hluta til ósammála Skúla og Freyju í umræðum um trúmál í skólum.
Ég heyrði pistil eftir einn mann sem heitir Jón Valur Jensson og er guðfræðingur að mennt. Hann er að upplifa sínar 15 mínútur núna. Hann byrjaði sem svona kverúlant á Útvarpi Sögu, en snérist svo upp í pest. Hann hringdi í alla þættina hjá öllum þáttarstjórnendum og með skoðun á öllu. Svo núna er hann með pistil eða pistla í Sögu, og svo var hann í Silfri Egils um helgina. Pistillinn verður settur hingað sem linkur á eftir. Ég fór niður á Sögu og fékk pistilinn á disk. Svo var annar pistill sem ég fékk líka, og það var lyga-áróðurs pistill gamla kratans og núverandi bæjarstjóra Reykjanesbæjar (Keflavík). Ég rétt missti af byrjuninni á þættinum og kom inn í umræðu hans um húnsæðismálin og hvað er dýrt að kaupa íbúðir. Hann sagði frá bréfi frá fólki, par með tvö börn, eitt á leikskóla og hitt í grunnskóla (hljómar eins og pakki frá Flugleiðum, miðað við tvo fullorðna og tvö börn á aldrinum 2-11 ára), sem var að kaupa sér íbúð og var að velta því fyrir sér í hvaða hverfi það ætti að kaupa í, miðað við samgöngur, skóla, aðþreyingu og svo allskonar opinber gjöld og fleira. Þegar hér var komið vissi ég ekki hver var að tala, og sv0 runnu á mig tvær grímur þegar hann segir að þetta par sem hafði skrifað honum þetta bréf og reiknað út ótrúlegustu hluti, hluti sem mér hefði aldrei dottið í hug að athuga, sagði að þegar það hafði leitað á öllu höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, hafi það fundið stað "rétt utan við borgina" stað sem hefði tekið breytingum síðastliðin ár og þar hefur verið uppbygging og allt. Ég gekk útfrá því að þetta væri Mosfellsbær. Nei ekki var Adam lengi í paradís (enda fór hann þaðan og gifti sig...sem er önnur saga....) heldur var þetta Reykjanesbær. Vá þetta var sjokk maður. Svo þegar hann var búinn að útlista kosti bæjarins (hann minntist ekki á morð, fyllerí og atvinnuleysi eins og þekkist best á suðurnesjum) talaði hann stuttlega um kosti þess að hafa trúaráróður í skólum. Og endaði á því að blessa fólk í Jesú nafni. Þá féllust mér hendur...ég hringdi niður á Sögu og fékk þetta skrifað á disk sem ég gleymdi útí bíl. Endilega kíkið við hér á eftir eða á morgun og það verðu linkur á þetta þar sem þið getið dl þessum pistlum tveim. Alger möst að heyra þetta. Allavega...ég þarf að læra heima. Hvernig á að gera einhverja hluti í photosphop og þannig.
Svo eitt enn, ég keypti mér nýja Baskahúfu, og var í dag með húfuna og í leðurjakka og með sólgleraugu, enda mikil sól úti. Svo sá ég mig í spegli og fékk bara sjokk....Töffaraskapurinn var slíkur.... ef ég nenni pósta ég kannski mynd af mér í múnderingunni á netið :)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.